KONUNGS SKUGGSJÁ (Speculum Regale). Fyrsti hluti.
Prologus
Þá er ég leidda allar íþróttir fyrir augu hugar, og
rannsakaði ég með athygli alla siðu hverrar íþróttar, þá sá ég mikinn fjölda
mæðast í villustigum þeim, er frá hölluðu siðlegum þjóðgötum og leiddu í
villiáttir ósiða, og týndust í óbyggilegum dölum. Þeir, er þá stigu gengu, er
mest lágu forbrekkis, því að þeir þreyttust af langri mæðu runnins vegar og
höfðu eigi brekkumegin til uppgöngu, og eigi fundu þeir gagnstigu þá, er þá
mætti leiða til þjóðvegar siðar.
Sá fjöldi sýndist mér týnast með ýmsum atburðum. Sumir fyrir
fáfræðis sakir, því að villistigar voru svo mjög troðnir, að þeir sýndust fýsilegastir
að ganga, og hugðu fáfróðir menn, að það væri þjóðgötur, því að þar var mestur
fjöldi á. En sumir týndust fyrir sakir leti og ræktarleysi. En sumum þótti
einslegt að ganga aðra vegu en þá, er flestir gengu. Sumum gekk til háð og
spott, ef þeir gengu sér einir að vegum. En sumum gekk til þrályndi og illska
með ýmislegum girndum.
En þá, er ég hafði séð hafnan siðsemi og tjón hafnanda, þá
hugleidda ég með mér hvern stíg, er ég skylda þann ganga, er ég yrða eigi einn
saman ástaddur á þeim veg, er ég tæka, og ég genga þó eigi þá stigu, er ég sá
flesta þreytast á, að eigi tæki brekkumegin frá mér, ef ég fýstumst aftur að
venda.
En með því, að faðir minn var lifandi og unni mér vel, þá
vilda ég heldur leita hans ráðagjörðar en ég tæki það ráð með skjótu áliti, er
honum sýndist eigi. Og rann ég til föður míns skyndilega og birta ég fyrir
honum allt mitt erindi. En fyrir því, að faðir minn var bæði vitur og
góðviljaður, þá fann ég hann í blíðu skapi þegar, er hann heyrði, að það var
erindi mitt að leita nýtra siða. Og lofaði hann mér að spyrja slíks, sem ég
vildi um siða athöfn eður grein í hverri íþrótt, og hét hann því, að hann mundi
gera mér kunna alla siðu til hverrar íþróttar, er ég spurða, þá, sem
maklegastir væri hverri íþrótt að fylgja. Og hann hét að sýna mér til viðsjá þá
villistigu, er flestir byrja með upphafi, þeir, er snúast frá siðlegum
þjóðgötum. Og svo hét hann að sýna mér gengilega gagnstigu þeim, er aftur vilja
hverfa af villigötum til þjóðvega. En því næst byrjaði ég ræðu mína með
upphaflegri spurningu um kaupmanna íþróttir og þeirra siðu.
En að lokinni þeirri ræðu og fengnum svörum, þá dirfðumst ég
í ræðu og spurningum og steig ég hátt upp til íþrótta umræðu, því að þar næst
tók ég að forvitnast og að spyrja um kónglega siðu og annarra stórhöfðingja og
þeirra manna, er þeim fylgja og þjóna. Og eigi lét ég óspurt með öllu um lærðra
manna íþróttir og þeirra siðu. En þó lauk ég minni spurningu með því að ræða um
íþróttir bænda og fjölmennis þess, er land byggir og þeirra siðu og athæfi.
En þá er ég hafði fengið nóg andsvör og viturleg af munni
míns föður um alla þá hluti, er ég spurða, þá voru nærstaddir göfgir menn og
spakir, þeir er heyrðu mína spurningu og hans viturleg og sannleg andsvör. Þá
báðu þeir þess, að ég skylda alla okkra ræðu skrifa og í bók setja, að eigi
yrði sú ræða svo skjótt með tjónum, sem vér þögnuðum, heldur væri hún þá mörgum
síðan nytsamlegt gaman, er eigi mætti halda skemmtan af oss sjálfum, er nær
yrði staddir þeirri ræðu og heyrðu.
En ég gjörða bæði eftir bæn þeirra og ráðum, og stúderaði ég
mikið í þeim öllum ræðum með athugasamlegu minni, og setta ég allar þær ræður í
eina bók. Eigi aðeins til eyrna gamans og skjótrar skemmtanar þeim, er heyrði,
heldur til margfaldrar nytsemdar öllum þeim, er með réttum athuga nema þessa
bók og fylgja því öllu vel, er býður í bókinni.
En bókin er svo gjör, að þó mun fróðleikur í þykja og
skemmtan, en þó mikið gagn, að það sé vel numið og gætt eftir því, er ritað er
í bókinni. En sá, er hann hefur fullan skilning og réttan, þá verður hann þess
var, að sú er meiri, bókin, er glósa þarf, en hin, er rituð er.
En bókinni er gefið fagurt nafn, því að hún heitir SPECULUM
REGALE, og þó eigi fyrir drambsemi þess, er ritaði, nema fyrir þá sök, að þeim
skyldi þykja girnilegri til náms, er heyrði, og fyrir þá sök aðra, að hver, er
forvitnast vill um góða siðu eður hæversku eður fögur og sannleg orða lög, þá
mun hann þar finna og sjá í bókinni, svo sem margar líkneskjur eður alls kyns
smíði sem í skýrri skuggsjá. En fyrir því heitir Konungs Skuggsjá, að þar er
jafnvíst ritað um konunga siðu sem annarra manna, enda er hann hæstur að nafni
og á hann að fylgja fegurstum siðum og hans hirð og allir hans þjónustumenn, að
allar aðrar þjóðir taki af þeim góð dæmi til ráðvendni og góðrar meðferðar og
allra annarra hæverskra siða. Svo á konungur, hver sem einn, að sjá í þessa skuggsjá
og líta fyrst á sjálfs síns siðu og þar næst allra annarra þeirra, sem undir
honum eru, — sæma þá alla, er góða siðu hafa, en temja þá til góðra siða með
aga, er eigi mega ógnarlaust numið fá.
En þó að það nafn sé heldur á, að Konungs Skuggsjá sé kallað,
þá er hún skipuð öllum, og þar með heimil svo sem almenningur, því að hverjum
er kostur í að sjá, er vill, og skyggna, hvort er heldur vill um siðu annarra
eður sjálfs síns, og flesta mun hann þar í finna. Og væntir mig, að hann mun
eigi vera taldur með ósiðamönnum, er vel fylgir því öllu, er þar má í finna og
til hans siðar horfir, hvaða manni sem hann er að tign eður nafni.
En ef nokkur girnist eður forvitnast að heyra eður nema
þessa bók, þá er eigi nauðsyn að forvitnast þess nafn eður hvað manna sá var,
er saman setti og rita lét þessa bók, að eigi beri svo að, að nokkur hafni því,
sem til nytsemdar má þar í finnast, annaðhvort fyrir háðungar sakir eður
öfundar eður einhvers f jandskapar við þann, er gjörði.
En þess viljum vér gjarnan biðja, er öllum er veitanda, að
þeir, er bókina heyra, þá rannsaki vandlega með athygli og réttu áliti. Og ef
nokkrir hlutir finnast þeir, er nauðsynlegir þykja bókinni vera og þar eru eigi
áður settir, annaðhvort um siða athöfn eður viturleg eður viðurkvæmileg orða lög,
þá auki til með góðri skipan. Svo og ef nokkrir hlutir finnast þeir þar í
skipaðir, er spilla þykja fyrir bókinni, og vor skammsýni hefur ofmælt, þá dæmi
það með sannsýni af og bæti með góðum vilja yfir vora fáfræði og virði vel og
góðgjarnlega fyrir oss vort starf. Því að eigi störfuðum vér fyrir drambs sakir
heldur fyrir sakir góðvilja við alla þá, er þurfa þykjast og girnast slíks
fróðleiks.
En þá, er ég gekk til fundar föður míns um þenna spurdaga,
er nú höfum vér rætt, þá lærða ég alla í fyrsta orði, er ég kvadda hann, hversu
hverjum byrjar að kveðja eður mæla við sinn föður.
Sonur biður um fræðslu
Sonur: Góðan dag, herra minn. Ég em svo kominn til yðvars
fundar sem byrjar hlýðnum syni og lítillátum að finna ástsamlegan föður og
göfgan. Og vil ég þess biðja yður, að þér hafið þolinmæði að hlýða þeim hlutum,
er mig fýsir að spyrja, en lítillæti að svara með góðfýsi spurðum hlutum.
Faðir: Með því að þú ert einkasonur minn, þá líkar mér vel,
að þú komir oft til míns fundar. Því að skylt væri tal okkar um marga hluti og
vil ég gjarnan hlýða því, er þú vilt spurt hafa, og veita andsvör þeim hlutum,
er ég em með skynsemd spurður.
Sonur: Ég heyri það alþýðuvitni, sem ég ætla satt vera um
vizku yðra, að varla fái vitrari mann í þessu landi en þér erað til allrar
speki, því að til yðvarrar úrlausnar stunda allir þeir, er vandamálum eigu að
skipta. Enda heyri ég og, að svo væri þá, er þér voruð með konungum, að í yðrum
munni þótti vera öll landráð, svo lögmál og sættargerðir og alls konar speki.
Nú með því að ég em hæfilegur arfi yðar til fjárgæzlu, þá
vildi ég og gjarnan verða nokkurs hluttakari af arfi spektar yðvarrar og vildi
ég, að þér lærðuð mig hvert stafróf eða upphaf, er ég mætta það nema af yður,
að mætta þaðan af lesa allar ritningar mannvits yðvars, og svo stíga í yðar
fótspor. Því að ég vænti, ef yðar missir við, að margir munu á það stunda, að
þér munið mig lærðan hafa eftir yðrum siðum.
Faðir: Þessum ræðum þykir mér bæði gott að hlýða og em ég
fús að svara, því að það er mér mikil huggan, að ég hefi til þess leift eftir
mig stór auðæfi, að réttur sonur minn skal eftir mig njóta. Því að ég mundi
varla virða sem minn son væri, þó að ég hefði getið, ef fífl væri.
En ef þú vilt nema mannvit, þá vil ég sýna þér þann
grundvöll, er upphaf er allrar speki, eftir því sem einn höfuðspekingur hefur
mælt. Það er upphaf speki að hræðast almáttkan Guð. En hann skal þó eigi
hræðast svo sem óvin heldur með ástarhræðslu. Svo sem Guðs son lærði þann, er
spurði, hvað væri upphaf boðorða. En Guðs son visaði honum til þeirrar
ritningar, er svo mælti: Elska þú Guð af öllu hjarta þínu og af öllu afli þínu
og af öllum mætti þínum. Nú skal Guði unna umfram hvaðvetna, en hræðast Guð
hvert sinn, er maður girnist rangra hluta, og láta þó laust ranga girnd fyrir
Guðs sakir, þó að maður hafi dirfð á að halda fyrir manna sakir. Nú með því, að
þú leitar, hvað stafróf eða grundvöllur sé til spektarnáms, þá er þetta eitt
satt upphaf og ekki annað. En sá, er þetta nemur og gætir, þá missir sá eigi
sannrar spektar og allrar gæzku.
Sonur: Þetta er víst ástsemdarráð sem af yður er von, og er
þó gott og auðnæmilegt hverjum, er gifta fylgir. En þar munu þó margir hlutir
verða fylgja, þeir, er til íþrótta heyra, ef maður skal vitur heita.
Faðir: Þetta er upphaf allra góðra hluta og stafróf. En af
stafrófi kynnast allar bækur og er æ því betur, er fleiri íþróttir fylgja
bessu. Því að af íþróttum verður maður fróður með hverju athæfi, er hann vill
síðan lífa, hvort er heldur er, að hann vill vera konungsmaður eða bóndi eða
kaupmaður.
Um kaupmenn
Sonur: Með því að ég em nú á léttasta aldri, þá fýsumst ég
að fara landa meðal, því að ég treystumst eigi til hirðar að leita fyrr en ég
hefða séð annarra manna siðu áður. Nú er þetta fýsi mín, nema þér leggið annað
ráð til.
Faðir: Þó að ég hafi heldur konungsmaður verið en kaupmaður,
þá vil ég þá iðn eigí fyrir þér lasta fyrir því, að til þess veljast oft hinir
beztu menn. En það varðar miklu, hvort maður líkist heldur þeim, er kaupmenn
eru réttir, eða þeim, er sér gefa kaupmanna nöfn og eru þó mangarar eða
falsarar, selja og kaupa ranglega.
Sonur: Það mundi mér vel gegna að líkjast þeim, er vel væri.
Fyrir því að það mun sýnast verr en von væri til, ef yðar son líkist þeim, er
eigi væri vel. En hvers sem mér verður af auðið, þá fýsir mig þó, að þér gerið
mér kunna þeirra manna siðu, er vel þykja vera í þeirri íþrótt.
Faðir: Sá maður, er kaupmaður skal vera, þá verður hann að
leggja sig í margan lífsháska. Stundum í hafi, en stundum í heiðnum löndum, en næsta
jafnan með ókunnum þjóðum, og þarf maður jafnan leiða athuga, að hann sé þar
vel, sem þá er hann staddur.
Nú þarf hann í hafi mikinn ofléttleik og hraustleik. En ef
þú ert staddur í kaupstöðum eða hvar sem þú ert, þá ger þig siðsaman og
léttlátan. Það gerir mann vinsælan við alla góða menn. Ven þig árvakran um
morgun og gakk þegar fyrst til kirkju, þar sem þér þykir bezt fallið að hlýða
tíðum. Og hlýð þar öllum dagtíðum og messu þegar eftir óttusöng, og bið þá
meðan fyrir þér með sálmum þínum og þeim bænum, er þú kannt. En að loknum tíðum
gakk þú út og skyggn um kaup þín. En ef ókunn eru þér kaup í bænum, þá skyggn
þú vandlega að, hversu þeir fara með sínum kaupum, er mestir og beztir kaupmenn
eru kallaðir. Það skaltu og varast um allan þann varning, er þú kaupir, að hann
sé allur óspilltur og flærðalaus og fyrri rannsakaður en þú festir kaup þitt
til fulls. En öll þau kaup, er þú kaupir, þá hafðu jafnan nokkura skila menn íhjá,
þá, er vottar sé, hversu því kaupi var keypt.
Nú skaltu að kaupum þínum fara allt til dögurðarmáls eða
miðs dags, ef svo ber nauðsyn til, en síðan gakk þú til matar þíns. Borð þitt
skaltu vel búa með hvítum dúkum og hreinni fæðslu og góðum drykk. Get þér vel
að borði þínu, ef þú átt þess kosti. Og eftir mat, þá gerðu annað hvort, að þú
sofna litla hríð eða ellegar gakk þú úti nokkra hríð og skemmt þér og sjást um,
hvað aðrir góðir kaupmenn hafast að eða nokkur nýr varningur komi sá til bæjar,
er þér sé nauðsynlegur að kaupa.
En ef þú kemur aftur til herbergis þíns, þá rannsakaðu varning
þinn, að eigi verði síðan fyrir spellum, er þér í hendur kemur. En ef spell
verða á varningi þínum, og skaltu þann varning selja, þá leyndu þann aldrei, er
kaupir. Sýn honum þau spell, sem á eru, og semjið síðan kaup ykkar, sem þið
megið, þá heitir þú eigi svikari. Met og varning þinn allan í gott verð, og þó
nær því, er þú sér að taka má ekki úr hófi. Þá heitír þú eigi mangari.
En það skaltu víst hugleiða, að á hverrí tíð, er þú mátt þig
til tæma, að minnast á nám þitt. Allra mest um lögbækur, því að það er raunar,
að allra annarra er vit minna en þeirra, er af bókum taka mannvit, og þeir hafa
flest vitni til síns fróðleiks, er bezt eru lærðir. Gerðu þér allar lögbækur
kunnar, en meðan þú vilt kaupmaður vera, þá ger þér kunnugan Bjarkeyjar rétt.
En ef þér eru lög kunnug, þá verður þú eigi ólögum beittur, ef þú átt málum að
skipta við jafnoka þinn, og kanntu að lögum svara öllum málum.
En þó að ég rædda nú flest um lögmál, þá verður enginn maður
til fulls vitur, nema hann kunni góðan skilning og góðan hátt á öllum siðum,
þar sem hann verður staddur. Og ef þú vilt verða fullkominn í fróðleik, þá
nemdu allar mállýzkur, en allra helzt latínu og völsku. Því að þær tungur ganga
víðast. En þó týndu eigi að heldur þinni tungu.
Sonur: Guð þakki yður, herra minn, að þér sýnduð oss svo
ástsamlega frændsemi, að þér sýnið mér alla þá hluti, er mér eru nauðsynlegir,
ef ég bæra giftu til að muna eftir, ef numið yrði. En ef yður sýnast nokkrir
hlutir enn nauðsynlegir eftir þessari ræðu, þá vil ég gjarnan með athygli til
hlýða.
Faðir: Eru enn þeir hlutir, er eigi má missa, í þessari ræðu
og má þó vel lúka með fáum orðum, ef svo sýnist.
Vendu þig æ sem vakrastan máttu og þó svo, að það spilli
eigi heilsu þinni.
Vendu þig sjaldan hryggan, því að hryggt hugskot er jafnan
sjúkt. Heldur vertu jafnan blíður og léttlátur, jafnhugaður og eigi mislyndur.
Ver þú lastvar sjálfur og kenn hverjum gott, er það vill af
þér nema, og þýðst jafnan hina beztu menn að til návistar. Gæt þú vandlega
tungu þinnar og vit, að það er virktaráð. Því að tunga þín má sæma þig og tunga
þín má dæma þig. Þó að þú verðir reiður, þá mæltu fátt og engin bræðimæli. Því
að eitt orð má það mæla í bræði, ef maður gætir eigi, er síðan vildi með gulli
keypt hafa, að ómælt væri. Enda veit ég enga hefnd, þó geri margir, er maður
fremur minnir sjálfan sig á, en hann deili orðum vlð annan, þó að hann eigi
ósætt við jafningja sinn. Það skaltu og víst vita, að enginn er einn æðri
kraftur eða styrkari en maður fái vel heft tungu sína frá munneiðum eða
illyrðum og sögvísi eða öllu öðru tungu skæði.
En ef þér verður barna auðið, þá láttu ekki þitt barn
íþróttalaust upp fæðast, því að þá er helzt von, að maður haldi sig nokkuð
sjálfur til mannvits eða íþrótta, þegar hann tekur sjálfræði, ef hann er
nokkurs áskynja í æsku, meðan hann er undir aga.
Enn eru þeir hlutir, er þú skalt svo varast sem fjanda
sjálfan. Það er ofdrykkja og tafl, portkonur og þrætur og kast um viðurlögur.
Því að af þessum grundvöllum timbrast hinar mestu ógiftur, og fáir einir munu
lengi lastalausir lifa eða glæpa, er eigi varast þessa hluti.
Nem þú og vandlega birting lofts og himintungla gang,
dægrafar og áttaskipan og kunn vel að marka, hversu þverr eða vex ókyrrleikur
sjávar, því að það er fróðleikur mikill og þó nauðsynlegt að kunna þeim, er
farmenn vilja vera. Gerðu þig vel tölvísan. Þess þurfa kaupmenn mjög við.
En ef þú verður þar staddur, sem umboðsmenn konungs eru eða
annars höfðingja þess, er þar hefir landstjórn, sem þá verður þú staðinn. Þá
ger þér þá að vinum. Og ef þeir fremja nokkur nauðsynleg útboð af hendi
landshöfðingja, þá ver þú greiður í útboðum öllum og framlögum, að eigi haldir
þú til þess smám hlutum, að þú týnir stórum. Ver þú og um það varr, að konungs
sakir komi eigi í pung þér, því að þú veizt eigi, nema sá verði fégjarn, er til
saka gætir, og er verra síðan að biðja en fyrir öndverðu við að sjá.
Sittu og aldrei lengi yfir varningi þínum, ef þú mátt með
réttu verði brott koma, þvi að það er kaupmanna aðall að kaupa jafnan og selja
síðan skyndilega fram á leið.
En ef þú skalt kaupferð þína yfir haf búa og áttu skip
sjálfur, þá bræð vel skip þitt um haustið og lát standa undir bráði um
veturinn, ef svo má vera. En ef svo síðarlega kemur skip til hlunns, að eigí má
um haustið bræða, þá bræð það að öndverðu vori og lát vel þorna síðan. Eigðu og
í góðum skipum jafnan hlut eða ellegar eigðu ekki. Ger og skip þitt fýsilegt,
þá veljast góðir menn tíl og verður þá rífskipað. Bú og jafnan skip þitt að öndverðu
sumri og far meðan bezt er sumars og haf jafnan öruggan reiða á skipi þínu. Og
ver aldrei um haust lengi í hafi, ef þú mátt sjálfur ráða. Gæt vel allra
þessara hluta, þá er von að hlýði með Guðs miskunn.
Það skaltu og víst hugleiða, að aldrei gangi sá dagur yfir
þig, að eigi nemir þú nokkurn hlut þann, er þér sé gagn í, ef þú vilt allvitur
heita. Og ver eigi þeim líkur, er það þyki ósæmd vera, að annar segir eða
kennir þeim þá hluti, er þeim væri mikið gagn í, ef þeir næmi. Láttu þér
jafnmikla sæmd að nema sem að kenna, ef þú vilt allfróður heita.
Enn eru þeir hlutir í smáku, er hugleiða þarf hvert sinn. Er
þú ferð í haf, þá hafðu tvau hundrað vaðmála eða þrjú með þér á skip þau, er
til seglbóta séu fallin, ef til þarf að taka. Nálar margar og þræður ærna eða
sviptingar, þó að slíkt sé smálegt að geta, þá er það þó oft er til slíks þarf
að taka.
Saum þarftu og mikinn á skip að hafa jafnan með þér svo
stóran sem því skipi hæfir, er þá hefur þú hvort tveggja reksaum og hnoðsaum.
Sóknir góðar og smíðaröxar, skolpa og nafra og öll önnur tól, er til skips smíðar
þarf að hafa. Þessa hluti alla, er nú hef ég nefnda, þá skaltu minnast að hafa
á skipi með þér, er þú ferð kaupfarar og áttu sjálfur skip.
En ef þú kemur til kaupstaðar og skaltu þar dveljast, þá tak
þér þar herbergi, sem þú spyrð spakastan húsbónda og vinsælastan, bæði við
borgarmenn og konungsmenn. Haf þig og jafnan vel að mat og klæðum, ef þú átt
þess kosti. Haf og aldrei óspaka menn eða svarfsama í mötuneyti með þér eða í
sveit. Ver þú sjálfur sem spakastur og þó svo, að eigi þolir þú skemmdir eða
stóra brígzlastaði fyrir óbleyði sakar. En þó að nauðsynlegar sakir þröngvi þig
til óspektar, þá gerzt þú eigi bráður í hefndum fyrr en þú sérð, að vel verði
framgengt og þar komi niður, sem maklegt er. En eigi skaltu lauprifur gerast,
ef þú sérð, að eigi má framkvæmt verða, og leitaðu þinnar sæmdar, þó að síðar
verði, nema hinn bjóði svo, að þú sért vel sæmdur.
En ef fé þitt tekur vöxt mikinn í kaupferðum, þá skiptu því
til félags í aðra staði, þangað sem þú færð eigi sjálfur, og ver þó vandur að
félagsmönnum. Jafnan skaltu Guð almáttkan og hina helgu Maríu láta eiga nokkuð
í félagi með þér og þann helgan mann, er þú heitir oftast á þér til
árnaðarorðs. Og gæt þess fjár rækilega, er helgir menn eiga með þér og fær það
jafnan trygglega til þeirra staða, er það var til heitið í öndverðu.
En ef þú átt allmikið fé í kaupferðum, þá skipt því í þrjá
hluti. Legg einn þriðjung í félagsgerð með þeim mönnum, er jafnan sitja í góðum
kaupstöðum og sé þeir tryggir og kunni vel við kaup. En tveim hlutum skipt þú í
ýmislega staði og kaupferðir. Þá er sízt von, að allt verði senn fyrir tjónum,
ef í mörgum stöðum er fé þitt senn, og er þá helzt von, að í nokkrum stöðum
haldist, þó að fjár háskar kunni oft að að berast.
En ef þú sér, að alhugað tekur fé þitt stórum að vaxa í
kaupförum, þá tak þú af tvo hluti og legg í góðar jarðir, því að sá eyrir þykir
oftast vís vera, hvort er manni er heldur auðið sjálfum að njóta eða frændum
hans. En þá máttu gera, hvort er þér sýnist við hinn þriðja hlut að hafa í
kaupferðum lengur eða viltu allt í jarðir leggja.
En þó að þú viljir fé þitt hafa lengi í kaupförum, þá hættu
sjálfur að leggjast í höf eða í kaupferðir landa á meðal, þegar fé þitt er
fullvaxta, og þú hefur rannsakað siðu manna sem þér sýnist, og mun vandlega
alla þá, er þú sérð, hvort sem þeir eru góðir eða illir. Muntu alla illa siðu
til viðursýnar — en alla góða siðu þá vendu sjálfum þér til nytja og öllum
þeim, er af þér vilja nema.
Sonur: Það er víst nauðsynlegt hverjum þeim, er forvitnast
vill slíka hluti, sem nú hafið þér um rætt, að skilja vel, hvað mælt verður, og
muna vandlega eftir.
En nú með því, að þér gátuð litlu fyrr í yðvarri ræðu þeirra
hluta sumra, er mér skilst eigi með hverjum hætti fram fara, og hef ég þó leitt
athuga með mér. Það er um birting lofts og ókyrrleik sjávar. En með því, að þér
buðuð þá hluti að nema og kölluðuð fróðleik, ef numið yrði, enda skil ég eigi
áður en ég heyri gjörr skilað fyrir mér. Enda veit ég engan vísan meistarann
þann, er jafngóðan vilja mun hafa að læra mig um þá hluti sem sjálfa yður.
Fyrir því vil ég með leyfi biðja yður, að þér lengið með því
þessa ræðu, að ég verði nokkuð fróðari um þá hluti, hversu þverr eða vex
birting lofts eða gangur himintungla, dægrafar eða áttaskipan og allra helzt um
ókyrrleik sjávar, hvað er veldur hans mislyndi, er hann sýnist stundum í svo
mikilli blíðu, að mann girnir til að leika við hann heilum missirum saman. En
því næst sýnir hann svo mikla reiði og illsku, að hann þrætir til fjár og til
lífs þeirra, er við hann skipta. Nú hugði ég það, þó að sólin fyllti rásir
sínar eftir fyrirsettri skipan, að ekki mundi það ráða hræring hafsins.
Nú ef yðar er vilji til að skýra þessa hluti fyrir mér, þá
vildi ég gjarnan með athygli til hlýða.
Faðir: Það má ég vel gera eftir því, sem ég hefi heyrt úr
fróðra manna munni og mér þykir líkast vera eftir því viti, sem Guð hefir mér
gefið.
Sól hefir fengið fjölskylt embætti, því að hún skal lýsa
allan heim og verma. Og gleðjast ýmsir staðir heimsins við hennar nærkomu. En
svo ber rás hennar til, að hún firrist þá staði stundum, er hún nálgast
stundum. En þá er hún tekur að vitja austursáttar með vörmum og björtum
geislum, þá tekur þar fyrst dagur upp að létta austanvindi, silfurlega brýnn og
blítt andlit. En því næst verður hann kórónaður með gulllegum röðli og skrýðist
hann þá með öllum gleðibúnaði sínum, léttir sorgum og harmsamlegum andvörpum,
sýnir blítt andlit grönnum sínum á báðar hendur og biður þá vera glaða með sér
í sínum fagnaði, og létta veturlegum sorgum. Sendir hann og skínanda geisla í
andlit vestanvindi að boða honum sína gleði og fagnað. Það boðar hann og
vestanvindi, að hann skrýðist þvílíkum búnaði um aftan sem austanvindur hafði
um morgun. En að mögnuðum degí og fyrirskipuðum tíma, þá hrósar landsynningur
nýteknum búnaði og sendir ornanda geisla með blíðu boði í andlit útnyrðingi. En
að miðjum degi sýnir sunnanvindur sig efldan vera með yljar auðæfum, sendir
varmar vingjafir norðanvindi og vermir svalt andlit og býður öllum grönnum
sínum að miðla við þá af gnótt síns auðar. En að hnígandi degi, þá tekur
útsynningur við vægjanda skini og vörmum geislum með glöðu andliti, sýnir af
sinni hendi sætt og samþykki að niðurlagðri reiði, býður sterkum bylgjum og
bröttum bárum að hógværast með minnkandi afli, og kallar fram gróðursamar
döggir til fullrar sættar við sína granna og blæs hógværlega með vörmum anda í
andlit landnyrðingi og vermir blástur svalar varir og þíðir hélu kalt enni og
frosnar kinnar. En að aftni upphöfðum, þá sýnir vestanvindur skínanda enni yfir
blíðu andliti, skrýðist með prýði og kvöldlegri fegurð, svo sem að hátíðlegum
aftni, boðar austanvindi með sendum geislum, að hann búist móti komanda hátíð
um morguninn eftir. En að settri sólu, þá tekur útnyrðingur að létta fögrum
brúnum og bendir með léttri brún öllum grönnum sínum, að hann hefir í sinni
gæzlu skínanda röðul. Því næst leiðir hann fram skugga yfir andlit jarðar, og
boðar það öllum, að þá nálgast hvíldarstund eftir daglegt erfiði. En að miðri
nótt, þá tekur norðanvindur við rás sólar og leiðir hana um fjalllegar auðnir
móti þunnbyggðum ströndum, og leiðir fram þjokkan skugga með kúfóttu baki og
hylur andlit sitt með skýjuðum hjálmi og boðar öllum, að hann er búinn til
varðhalds yfir grönnum sínum með náttlegri vöku til þess, að þeir taki örugga
hvíld og hæga eftir daglegan hita. Hann blæs og vægilega með svölum munni í
andlit sunnanvindi til þess, að hann megi standast öflugan hita að komanda
degi. Hann fægir og andlit himins eftir brottrekið ský til þess, að komanda
Ijósi megi sól auðveldlega senda varma geisla í allar áttir með björtu skini.
En að komanda morgni, þá tekur landnyrðingur að opna samanlagðar brár og rennur
til sjónar bjúgt sjáaldur svo sem til skyggningar um upprisu tíma. En því næst
lýkur hann upp vakurlega birtanda sjónir, svo sem saddur af svefni eftir tekna
hvíld. En eftir það leiðir hann fram Ijósan dag svo sem fagran æskumann og
hæfilegan fyrirrásara í allra tún og boðar til vís, að þá kemur þegar eftir
hann geislandi hvel og skínandi sól og býður öllum að vera vel viðbúnum. En því
næst rennur upp sól og skýtur geislum sínum í allar áttir að skynja um samantengt
sáttmál og gengur síðan eftir fyrirskipuðum veg svo sem fyrr var sagt.
En að öllum algjörvum friði milli þessara höfðingja, er nú
eru nefndir, þá er vel fært í hvers þeirra veldi, sem þá vill farið hafa. Þá
tekur haf úti að byrgja allan meginstorm og gerir þar slétta vegu, sem fyrr var
ófært fyrir stórum bárum og þykkum bylgjum, og veita strandir þá þar í mörgum
stöðum hafnir, sem fyrr var öræfi.
Nú meðan þessi friðargerð stendur, þá er þér vel fært og
hverjum annarra þeim, er sitt skip vill leiða eða sjálfur fara landa meðal, yfir
hafs háska. Og væri það mönnunum skylt og þó nauðsynlegt að kunna góðan
skilning á því, nær háska tímar væri og ófærir, eða nær þeir tímar kæmi, er vel
er tilhættandi alls. Því að skilningarlaus skepna gætir þessarra tíma, þó með
náttúru að eigi sé skilning til. Því að mannvitslausir fiskar kunnu að gæta sín
í djúpum höfum meðan hæstir eru stormar um veturinn. En að hallanda vetri, þá
sækja þeir nær meir landi og safna gleði svo sem eftir liðna sorg. En að
fengnum hrognum og að vaxanda vori, þá gjóta þeir hrognum sínum og leiða fram
fjölda mikinn ungra fiska og æxla svo ættir sínar hver í sínu kyni og tegund.
Er það mikil ætlan skynlausrar skepnu að sjá svo vel við komanda stormi um
veturinn, að hann leiðir fram sitt afsprengi, til þess að öndverðu vori, að
hann megi njóta kyrrar veðráttu um sumarið og leita sér matar í góðum friði hjá
víðum ströndum og styrkjast svo af sumrinu, að þeir hafa yfrið afl að komanda
vetri til þess að hirða sig í köldum djúpum milli annarra fiska.
Þessarri sáttargerð fagnar jafnvel loftið sem lögurinn, því
að á vaxanda vori sækja fuglar háleik lofts með fögrum söngum og fagna nýgerðri
sætt milli þessarra höfðingja svo sem komanda hátíð og gleðjast þá svo mjög sem
þeir hafi fengið forðazt mikinn háska og voðvænlegan í höfðingja deild. Því
næst gera þeir sér hreiður á jörðu og leiða þar úr unga fugla, hver eftir sinni
kynfylgju, og æxla svo ættir sínar og næra um sumarið, að þeir megi enn sér
sjálfir leita atvinnu um veturinn eftir.
Jörðin sjálf fagnar þessarri sáttargerð, því að þá er sól
tekur út að steypa ylsamlegum geislum yfir andlit jarðar, þá tekur jörð að þíða
frosnar grasrætur. En því næst leiðir hún fram ilmandi grös með smaragðlegum
lit. Og sýnir hún sig fagna og gleðjast hátíðlega með nýtekinni fegurð græns
skrúðs, og býður hún þá glaðlega næring öllum afsprengum sínum, þeim, er hún
synjaði áður sakir veturlegrar nauðar. Tré þau, er stóðu með frosnum rótum og
drjúpandi kvistum, þá leiða þau nú fram af sér grasgrænt lauf og gleðjast svo
eftir liðna sorg veturlegrar nauðar.
Óhrein skepna og leiðindi sýna mannvit sitt og skilning í
því, að þau kunnu að skipta hæfilegum tíma til aukningar sinnar ættar og
útgöngu úr fylgsnum sínum. Svo gæta þau þess tíma, nær þau þurfu að flýja kulda
og stormsamlegar vetrarnauðir, og hirða sig svo undir steinum eða í stórum
hellum eða í djúpum jarðföllum til þeirrar stundar, er þau hafa tíma til
framgöngu. Villidýr þau, er fæðast í fjöllum eða skógum, þá kunnu þau vel að
skipta öllum tíma, því að þau ganga með getnum burð meðan vetur er kaldastur
til þess, að þau megi sinn getnað fram leiða að nýkomnum grösum og vörmu sumri.
Einn lítill maðkur, er maur heitir, hann má kenna vitrum
mönnum mikla hagspeki, hvort sem heldur er kaupmaður eða bóndi, og jafnvel
konungum sem smærrum mönnum. Hann kennir konungum, nær þeir skulu borgir gera
eða kastala. Hann kennir og bónda og kaupmanni með sama hætti, hversu ákaflega
eða hvern tíma þeir skulu sína sýslu frammi hafa. Því að sá, er rétta skilning
hefir og hyggur hann vandlega að hans athæfi, þá má hann mikið marka og draga
sér til nytsemdar.
Öll önnur kvikindi, hvort sem eru hrein eða óhrein, þá fagna
þessum tíma og leita svo sinnar næringar á vörmu sumri með allri viðursýn, að
þau megi örugglega standast allan háska veturlegrar nauðar.
Nú veldur þessi sáttmáli samtenging milli þessarra átta
vinda allri blíðu lofts eða lands eða sjávarhræring með boðorði og leynilegum
smíðvélum þess, er fyrir öndverðu skipaði, að svo skyldi jafnan síðan standa
til þess, er hann býður, að brigð skyli á gerast.
Nú ef þér þykir nokkuð þar vanspurt um, þá máttu nú með
meiri eftirleitan spyrja slíks, er þér sýnist.
Sonur: Með því að mér þykir það vel ráðið, að ég hefi spurt
þessarra hluta, er ég hefi svo fögur svör fyrir fengið, þá mun það enginn eggja
mig með orlofi fleiri hluta að spyrja um vöxt sólar eða tungls eða strauma sjávar
eða flæðar, hversu skjótt eða stórum þessir hlutir vaxa eða þverra.
Nú með því að ég hefi þá ræðu í munni, er helzt byrjar til
farmanna óðals, þá þykir mér það líkt, að slíkir hlutir munu þeim vel gegna að
verða áskynja til fróðleiks sinnar leiðvísi. Og með þvi að ég ætla mér í þeirri
íþrótt að starfa, þá vilda ég gjarnan, að mér skildist nokkuð af þessum hlutum,
er nú hefi ég eftir frétt, ef svo má vera.
Faðir: Þeir hlutir, er þar hefir þú nú um rætt, þá eru þeir
eigi allir jafnskjótir að vexti eður þurrð, því að straumur fyllir rásir sínar
á sjö dögum til vaxtar og hálfa stund til átta dags, og verður þá hvern sjöunda
dag flóð í fjöru stað fyrir því, að hinum sjöunda hlut vex hann þegar, er hann
tekur að vaxa. Aðra sjö daga tekur hann aftur að hverfa og minnka, og svo miklu
seinna sem öllum sjö skal fylgja hálf stund til átta dags. En stundir þær má ég
þér kunnar gjöra, hversu þær kunnu langar að vera, því að tuttugu og fjórar
skulu vera á tveim dægrum, nótt og á degi, meðan sól veltist um átta áttir, og
verður þá svo að réttu tali, að það eru þrjár stundir dags, er sól veltist um
eina átt. En tungl fyllir rásir sínar til uppstigningar fimmtán daga og sex
stundir minna, og með sama hætti þverr það til þess, er það er af talið og
annað kemur. Og ber fyrir því það saman jafnan, að prima tíma eru straumar sem
hvassastir og fjörur sem mestar. En að hálfvöxnu tungli, þá eru allir straumar
sem minnstir, og svo fjörur með þeim hætti. En að fullu tungli, þá eru straumar
sem hvassastir og fjörur sem mestar. En að hálf þverranda, þá eru enn straumar
og fjörur sem minnstar. En þessa hluti mega varla kaupmenn markað fá fyrir svo
skjótrar rásar sakir. Því að tungl stígur svo stórum, annað tveggja upp eða
niður, að varla fá menn áttum skipað af rásum þess fyrir þá sök.
En sól er fyrir því markandi, að hún fyllir rásir sínar
seinna, hvortveggja til uppstigningar og niðurstigningar, og mega menn vel
marka allar áttir af hennar rásum. En hún stígur upp átján tugi daga og hálfan
þriðja dag og þrjár stundir. Og með sama hætti stígur hún og niður aftur, og
hefir hún þá alla rás sína fulla, bæði að uppstigu og niðurstigu, þrjú hundruð
daga tólfræð og fimm daga og sex stundir. Og verður það þá á hinu fjórða ári
hverju þrjú hundruð daga tólfræð og sex dægur og heitir það hlaupár. Því að þá er
einum degi fleira í tólf mánuðum en þess á milli, og safnast þessar stundir til
þessa tveggja dægra, einnar nætur og eins dags.
En að bókmáli þá verða öll hundruð tíræð kölluð, og verður það
þá að réttu tali þrjú hundruð tíræð og sex tugir daga og sex dagar hvert sinn,
er hlaupár er. En þess á milli fimm dagar og sex stundir og svo margir dagar að
annarri tölu, sem nú hefi ég talið.
En þar er þú leitar eftir vexti sólar, hversu hana má
skilvíslegast markað fá, þá fær það varla svo glöggt markað eður sagt, að það
Ijúgist eigi, og fyrir því að sól vex eigi á öllum löndum heimsins jafnskjótt,
en eftir því má ég þér segja, sem ég hefi fundið í orðum manna, er innilega
hafa þar um talað, og það er helzt fyrir satt haldið.
Ég sagða þér, hversu margar stundir verða í tveim dægrum, og
nefnda ég þær fyrir þér tuttugu og fjórar, og markaði ég lengd hverrar stundar
með þeirri tilvísan, að þrjár stundir líða meðan sól gengur um eina átt.
Nú eru þær stundir smáar aðrar, er ostenta eru kallaðar, og
gjöra þær sex tugi eina hinna, er fyrr nefnda ég.
Nú sýnist mér sannlegast, að svo norðarlega, sem vér erum
staddir, að sól vaxi fimm þessar stundir enu smá um dag og svo miklu minna en
sex sem tólftungurinn er úr þessari einni hinni litlu stund. En það þykir mér
sannast um aukning sólar vera, að hún vaxi þrjá hluti af þessum stundum til
austurs og vesturs. En hin fjórða til hæðar upp á himininn. Nú má þessi merking
Ijúga suður frá oss, því að norður frá oss vex hún skjótari, en suður vex hún
seinna en nú höfum vér talið, og því meiri munur er þess, er sunnar er.
Sonur: Með leyfi mun ég til forvitnast þessa ræðu gjörr með
því, að ég skil eigi til fulls. Nú gátuð þér þess, að norður frá oss vaxi sól
skjótari þar, sem næsta er ekki sumar og vetrar megin stendur svo hátt, að
sumar þykir ekki vera nema skuggi einn, og margir staðir þeir, er bæði liggur
snjór og jökull á öllum sumrum, svo sem um vetur, sem er annað hvort Ísland
eður Grænland. En ég spyr það sunnan af löndum, að þar verða engar
vetrarnauðir, og sól verður þar jafnheit um vetur sem hér með oss á sumrum, og
vex þar um vetur allt það, er sól hefur minna megin, bæði korn og allir aðrir
jarðar ávextir. En um sumrin má jörð eigi þola hita sólar og grær hvorki korn
né gras fyrir bruna sakir, og er þeim sumarið til jafnmikillar ánauðar fyrir
hita sakir, sem oss er veturinn fyrir kulda sakir. Lönd slík, sem eru annað
hvort Púl eður enn heldur Jórsalaland.
Nú með því að þér kváðuð sólina skjótara vaxa norður hingað,
þá má mér það eigi skiljast með því, að þeir hafa jafnmikið sólar megin um
vetur sem vér um sumar. En því meira um sumarið, að þá brennur allur
jarðarávöxtur fyrir ofurhita. Og sýnist mér það sannlegast, að þar sé meiri
vöxtur sólarinnar sem meira er megin hennar. Nú ef þér megið sýna mér þetta svo
að mér skiljist, þá vil ég gjarnan til hlýða og vel gæta.
Faðir: Lítil efni vil ég með upphafi um það mál hafa, er ég
vil hér um ræða og vita, ef það megi draga þig til skilningar meður því, að þú
lætur nú svo óvænlega yfir, að svo megi vera.
Tak eitt brennanda kerti og set í eitthvert mikið hús. Þá er
von, að það lýsi um allt húsið innan, ef ekki meinar því, þó að húsið sé
velmikið. En ef þú tekur eitt epli og hengir við logann sjálfan, svo nær, að
eplinu verði heitt, þá mun það nálega skyggja annan helming hússins eður þaðan
af meira. En ef þú hengir það við vegginn sjálfan, þá verður því ekki heitt, og
lýsir þá kertið allt húsið innan, og verður þá varla svo mikill skuggi á
veggnum, þar sem eplið hangir við, sem hálft er eplið að vexti.
Nú skal af því marka, að böllóttur er jarðar hringur, og ber
eigi öllum stöðum jafnnær sólu. En þar sem kúfótt hvel hans kemur næst veg
sólarinnar, þá verður þar miklu heitast, og eru þau lönd sum óbyggjandi, er
jafngegnt liggja ósköddum geislum hennar. En þau er svo liggja, að hún kemur að
með hölluðu skini, þá má þau lönd vel byggja. En þó eru þau sum heitari en sum,
því að þau sum liggja nær meir rás hennar og veg, en kompásuð brekka böllótts
hvels gjörir þar myrkvan skugga, sem næst er sólu, þegar er brekku hvelið má
upp ganga fyrir skin sólarinnar. En þó verður þar heitast jafnan, sem næst ber
henni.
Nú sanna ég það með þér, að Púl er heitari, eður Jórsalaland,
heldur en hingað norður í vor lönd. Enn eru þó þeir staðir, er enn eru miklu
heitari en hvor þessarra, því að sumir staðir eru óbyggjandi fyrir hita sakir.
En þó hefi ég það sannspurt, að þar verður mikil nótt bæði myrk og löng þá, er
sól gengur sem hæst, og skaltu á því marka, að hún mun þar bæði seinna vaxa og
niður stíga sem meira er afl hennar og megin og hún er nærri, fyrir því, að þar
er mikil nótt um sumarið, þá er hún gengur sem hæst, og mikill dagur um
veturinn, þá er hún gengur sem lægst.
Nú vil ég sýna þér það svo vandlega, að þér skiljist það til
fulls. Það veiztu, að hér er um veturinn með oss lítill dagur og sólargangur
svo, að sólin hefir eigi meiri rás en veltist um eina átt og þar að einu, sem
allgott er sólarmegin. En í mörgum stöðum er það, að hana má eigi sjá mikinn
hluta vetrar, en allra helzt á Hálogalandi, er vér höfum eigi aðeins fréttir
til haft, heldur oft séð með eigin augum og reynt. Því að það vitum vér til
sanns, að frá því er inn gengur quarto idus nouembris og til þess, er inn
gengur quarto idus ianuari, þá verður aldrei svo Ijós dagur í Vogum eður um
Andarnes á Hálogalandi, að eigi eru stjörnur sénar á himni, jafnvel um miðjan
dag sem um miðja nótt. En þó að síðan taki svo dagur að lýsast, að eigi megi
stjörnur sjá, þá er það þó í mörgum stöðum, þeim, er nú ræddum vér um, að eigi
má sól sjá allt til decima kal. februarii. Og því næst tekur dagur að togna og
sólargangur að vaxa. Og í þann tíma, er kemur octawa idus aprilis, þá sést eigi
dagur síðan, fyrr en inn gengur quarta decima kal. octobris. Og er sú öll
stund, er þar er á millum, allt einn dagur, svo að aldrei sezt.
Nú máttu til víss marka, þó að sólin sé heitari suður í
lönd, sem við ræddum fyrr um, þá vex hún þó smærrum til uppstigningar, er mikil
er nótt, bæði löng og myrk, á miðjum sumrum. Og er aldrei sá tími á öllum tólf
mánuðum, er eigi sezt dagur. En hér á Hálogalandi, sem nú ræddum vér um, þá er
enginn dagur um vetur, og má sjá stjörnur um miðja daga, þá er dagur er
Ijóstastur. En síðan, er dagur tekur að vaxa, þá vex hann svo skjótt, að snemma
um vorið og sumarið tekur dagur Ijós að vera um allar nætur, og heldur því til
þess, er mikið er af hausti.
Nú er það mark eitt eftir, er þér þykir glöggvast vera muni,
því að þú veizt það í þessum stöðum á Hálogalandi, að í þann tíma er inn gengur
octava decima kal. iunii, þá tekur sól að skína jafnbjart um nætur sem um daga
og sezt aldrei, hvorki nótt né dag, og skín jafnan með sama hætti, þegar eigi
grandar ský skini hennar, allt til octatva kal. augusti. Sól er þar og ekki
meir en mundanga heit á Hálogalandi, og er þó alllitla hríð á sumri það, að hún
hafi ærinn yl. En þó er hún svo nokkru lengi með skínanda hveli, sem nú höfum
vér sagt, og svo lengi heldur hún Ijósum degi, sem nú höfum vér talið. En það
er hvergi suður á lönd, þó að hún sé þar heitari.
Nú bera þessir hlutir vitni, að sólin er hér fjær meir, því
að hér er kaldara en hinnig. En það ber vitni um vöxt hennar, að því vex hér
skjótari, að hún skín hér jafnbjart um nætur sem daga. En hinn veg því seinna
og smærrum, að nótt hefur þar tíma sinn allan bæði að myrkri og að lengd,
jafnvel um sumar sem um vetur.
Sonur: Nú skilst mér þetta svo vel, að ég má ekki á mót
mæla, að miklu vex þar sólin skjótari og stærrum til uppstigningar, sem næsta
er enginn dagur um vetur og svo mikil gnótt um sumarið, að hún skín jafnbjart
um nætur sem um daga flest allt sumarið. Og sé ég, að miklu vex hún hinnig
smærrum, sem um vetur er dagur langur og mikill sólargangur og heitur, og þó
löng nótt og myrk um sumarið. Og þurfa kaupmenn þetta glöggt að marka og ætla
fyrir hvortveggja mun í höfum hverjum, sem þeir verða staddir, hvort sem þau
liggja sunnarlega eður norðarlega, og sýnist mér sem ég þurfi ekki þessa ræðu lengur
að forvitnast, því að ég þykjumst fengið hafa nóg svör og sönn.
Nú með því, að vér mæðumst í athugasamlegum ræðum, þá viljum
vér nú taka oss hvíld í vorri ræðu með gamansamlegum spurningum nokkurra stund
og vil ég biðja yður fyrir dálegleika sakir, þó að ég spyrji nokkurra þeirra
hluta, þó ekki sé svo nauðsynlegir sem þeir aðrir, er til stórra nytsemda
horfa. Þó veiti þér mér andsvör fyrir með því, að hugur minn forvitnast nú
stundum eigi síður til gamans en til hins, er til nauðsynja horfir. Kann og
vera, að það þyki hvíld langrar ræðu, ef nokkur spurning kemur í ræðuna, er
veki huginn til lítillar skemmtunar. Nú vil ég því að eins hafa gamansamlegar
ræður í spurningum vorum, að yðvart sé lof og leyfi til.
Faðir: Þess vænti ég, að þú munir þess eins spyrja, er eigi
er heimskulegt með því, að þú hefir þess eins áður spurt, að heldur þykir mér
viðurkvæmilegt vera, og máttu því spyrja nokkurra hluta í orðlofi þess, er þér
líkar, því að kostur mun þess vera að láta spurning niður falla, ef eigi þykir
viðurkvæmileg vera.
Sonur: Meður því að ég skal í leyfi forvitnast til gamansamlegrar
ræðu, þá þykjumst ég oflítils spurt hafa um Írland eða Ísland eður Grænland og
undur þau, er þar eru, annað hvort um undarlega elda eður fáheyrð vötn eður um
kyn fiska og skrímsl þau, er þar vafra í höfum umhverfis, eður um gang ísa bæði
í hafi og svo á þessum löndum, eður það, er Grænlendingar kalla norðurljós eður
hafgerðingar þær, sem verða í Grænlands hafi.
Faðir: Eigí em ég fúsastur að tala um undur þau, er hér eru
norður með oss, og veldur því lítill hlutur. Því að það er siður sumra manna
margra, ef þeir hafa eigi augum séð, að tortryggja og kalla flest allt logið,
og þyki mér það illt í ræðu að færa, ef ég skal síðan vera kallaður lygimaður
af, þótt ég viti til sanns, að satt sé sumt það, er ég hefi með augum séð, en
sumt það, er ég á hvern dag kost að spyrja af þeim, er séð hafa og rannsakað og
vita til sanns, að satt er, og vitu vér þó ólygna vera.
En ég mæli fyri þá sök þessi andyrði, að ein lítil bók, er
komið hefir hingað til lands vors, er kallað er, að gjör væri á Indíalandi og
ræðir um Indíalönd, og er svo mælt í bókinni, að send hafi verið Emmanuele
Grikkja keisara. Nú er það orð flestra manna, er heyra bókina, að það megi eigi
vera og það sé ekki nema lygi, er þar segir í þeirri litlu bók.
En ef gjörla skal hér rannsaka í vorum löndum, þá eru ekki
hér þeir hlutir færri heldur en hinn veg eru ritaðir, er jafn undarlegir munu
þykja eður undarlegri í öðrum löndum þeim, sem ekki eru slíkir hlutir sénir
eður dæmi til birt.
Nú köllum vér fyrir því þá hluti lygilega vera, að þeir eru
ekki hér sénir og eigi fyrr heyrðir heldur en hér hafa verið ritaðir í þeirri
bók. Nú hefir sú hin litla bók verið borin víða við það, að hún hefir jafnan
verið tortryggð og lygi vænd, og þyki mér engi sæmd hinum hafa í verið, þó að
víða hafi borin verið, meður því að æ hefir logið verið kallað það, sem á er
ritað.
Sonur: Eigi er mér kunnugt, hversu víðfleyg vor ræða vill
gjörast um vora daga eður eftir, en þó vil ég meður tilmæli eftir leita þeirri
skemmtan, að vér tölum lengra um þá hluti, er vér ætlum, að undarlegir munu
þykja í öðrum löndum, og vér vitum hér til sanns, að ólognir eru. En ekki tökum
vér mikið af að mistrúa þá bók, er gjör var á Indíalandi, þó að þar sé margt
undarlegt í sagt, því að margir hlutir eru þeir hér með oss, er þar mundu
undarlegir þykja vera, en oss þykja ekki undarlegir, er vor ræða mætti langt
fljúga, að hún kæmi þangað, sem þess er engi von.
En ef ég skylda yfir einhverjum hlut undarlega láta þeim, sem
þar er mælt, þá sýnist mér það eigi sízt, að smáir menn megi temja þá enu
sterku flugdreka, er þar eru í fjöllum eður eyðimörkum svo sem bók sú ræðir um
til þess, að þeir megi ríða þeim hvert, er þeir vilja, svo sem hestum,
jafngrimmt sem mér er það sagt og eiturs fullt kvikindi og engi náttúra til, að
maður megi í nánd vera, enn síður til þjánar eður tamningar.
Faðir: Bæði eru slíkir hlutir og margir aðrir þeir, er þar í
eru mæltir, er undarlegir þykja, og láta margir menn tortryggilega yfir. Og
sýnist mér fyrir því eigi nauðsyn að jafna þeim hlutum saman, er þar eru í
ritaðir, og þeim, er hér eru með oss, er jafnundarlegir munu þykja, þar sem oss
þykja þessir hlutir, er nú ræddir þú um. Því að það mætti vera að temja mætti
dýrin eður önnur kvikindi, þó að þau væri grimm eður torreifileg um að véla, þá
mun þeim þykja það meiri undur, ef svo er frá sagt um þá menn, er það kunnu að
temja tré og fjalir til þess, að sá maður, er hann er eigi fimari á fæti en
aðrir menn, meðan hann hefir ekki annað en skó sína eina á fótum, en jafnskjótt
sem hann bindur fjalir undir fætur sér annaðhvort 8 álna langar eður 9, þá
sigrar hann fugl á flaug eður mjóhunda á rás, þeir, sem mest kunna að hlaupa, eður
hrein, er hleypur hálfu meira en hjörtur. Því að sá er mikill fjöldi manna, að
hann kann svo á skíðum, að hann stingur í einni rennsl sinni 9 hreina með
spjóti sínu eður fleiri.
Nú munu þessir hlutir þykja ótrúlegir og undarlegír á öllum
löndum þeim, er eigi vitu menn með hverri list eður vél slíkt má verða, að
fjölin tóm má vera til svo mikils fljótleika á fjöllum uppi, að ekki vætta má
forðast rás þess manns og skjótleik, er fjalirnar hefir á fótum sér það, sem
jörðunni fylgir. En þegar hann lætur fjalir af fótum sér, þá er hann ekki
fimari en aðrir menn. En þar sem menn eru eigi slíku vanir, þá mun varla
finnast svo fimur maður, að eigi muni af honum taka allan fimleik, þegar slík
tré eru bundin við fætur honum. Nú vitum vér til sanns og eigum kost um vetur,
þegar snjór er, að sjá gnótt þeirra manna, er slíkar listir kunna.
Nú gátum vér fyrir skömmu þeirra hluta, er allmikið undur
mun þykja í flestum stöðum öðrum, því að það er í gegn allri náttúru, er
flestöll lönd önnur hafa, um dægra skipti. Því að sólin skín jafnbjart og með
jöfnum yl jafnvel um nótt sem dag mikinn hluta sumars. Það má og undarlega
þykja hér í landi á Mæri um mýri eina þá, er Björkudals mýrr er kallað, að hvað
tré, sem þar er í kastað og liggur það þar 3 vetur, þá verður það að steini, og
hafnar svo tréð sinni náttúru. Og þó að því sé í eld kastað, þá glóar það sem
steinn. Áður brann það sem tré. Og höfum vér þá steina séna marga og í höndum
hafða, er hálft hefir verið tré, það sem upp hefir staðið úr mýrinni, en steinn
það, er niður hefir staðið í mýrina. Nú má það undarlegt kalla, því að sú mýrr
er í þeirri mörku, sem alls kyns ærinn viðarvöxtur er, og sakar það ekki, meðan
það er í vexti. En þegar það er höggvið, og það tekur að þorna og er því kastað
í mýrina, þá snýst það til steins náttúru og hafnar trés náttúru.
Sonur: Þessir hlutir eru mér allir kunnir, því að þeir eru
hér í landi, og hefi ég alla séna. En hinir eru mér allir ókunnir, er bæði eru
á Íslandi eða Grænlandi eða á Írlandi, því að þar hefi ég spurdaga til haft, eður
í höfum þeim, er þar eru umhverfis.
Faðir: Í Íslands höfum þyki mér fátt það vera, er minningar
sé vert eður umræðu fyri utan hvali þá, er þar eru í höfum. Og eru þeir mjög
með ýmsum hætti eður vexti, og verða þeir hvalir, er hnýðingar heita, er með mestum
fjölda eru, 20 álna langir. Verða þeir og sumir svo fjöldinn af þeim smár, að
eigi eru lengri en 10 álna og þar í millum, hver eftir sínum vexti. En þessir
fiskar hafa hvorki tönn né tálkn og ekki eru þeir hættir, hvorki við skip né
menn, heldur forðast þeir veiðimanna fund og verða þó iðulega reknir á land
hundruðum saman, og er það mikil fæðsla mönnum, þar sem þeir verða margir
veiddir.
En þá eru önnur smáhvala kyn svo sem hnísa, er eigi verður
lengra en 5 álna, eður leiftur, er eigi verður lengri en 7 álna.
Það er enn eitt hvala kyn, er menn kalla vagnhvali, og verða
eigi lengri en 12 álna, og eru þeir tenntir eftir sínum vexti svo mjög sem
hundar og því líkir í ágirnd sinni við aðra hvali sem hundar við dýr. Því að
þeir safnast flokkum saman og renna að stórum hvölum. Og þar sem mikill hvalur
er einn staddur, þá bíta þeir hann og mæða, til þess er hann hefir bana. Kann
og það vera, að hann drepur iðulega mikinn fjölda af þeim í stórum höggum í
vörn sinni áður en hann verður dauður.
Þau eru enn tvenn hvala kyn þau, er annað heitir andhvalir,
en annað svínhvalir, og verða þeir ekki stærri en 5 álna og 20, þeir sem
stærstir verða. Og eru þeir fiskar ekki mönnum ætir, því að það smjör, er
rennur af þeim sjálfum, þá mega menn eigi melta með sér sjálfum og ekki annað
kvikindi, er þess neytir, því að það rennur í gegnum hann og jafnvel í gegnum
tréð, og þó mun illa halda, ef nokkura hríð stendur, að horn sé.
Þá eru þau enn sum hvala kyn, er lítillar umræðu er vert, er
bæði eru hrafnhvalir og hvítingar. Og eru þeir fyrir því hvítingar kallaðir, að
þeir eru snjóhvítir að lit, en flestöll önnur hvala kyn eru svört fyrir utan
það, er flekkar á sumum, svo sem annaðhvort er á skjaldhvölum eður á geirhvölum
eður á barðhvölum.
Þessi öll hvala kyn, er nú hefi ég nefnt, þá eru vel æt og
svo mörg önnur.
Þá heitir enn hvala kyn eitt fiskreki, og stendur mönnum af
þeim nálega mest gagn, því að hann rekur til lands úr höfum utan bæði síld og
aðra alls kyns fiska og hefir þó nokkuð svo undarlega náttúru. Því að hann kann
að þyrma mönnum og skipum og rekur til þeirra síld og alls kyns fiska, svo sem
hann sé skipaður eður sendur til þess af Guði, og það sé hans skyldarembætti æ,
meðan fiskimenn gæta með spekt sinnar veiði. En ef þeir verða ósáttir og
berjast, svo að blóði verði spillt, þá er sem þessi hvalur viti það og fer þá
millum lands og fiska og rekur gjörvalla burt og út í haf frá þeim, svo sem
hann hafði rekið til þeirra. En þessi hvalur er ekki meiri vexti en 30 álna og
er mönnum vel ætur, ef lofað væri að veiða hann. En mönnum er því eigi lofað að
veiða hann eður mikið mein gjöra, að hann gjörir mönnum jafnan mikið gagn.
Enn er það og eitt hvala kyn, er búrhvalir heita, og hafa
þeir hvalir tennur ekki stærri en gjöra má mjög stór hnífshefti af eður tafl.
Ekki eru þeir ólmir né grimmir heldur eru þeir hógværir og firrast sem þeir
megu fund veiðimanna og nær að vexti, sem þeir, er nú rædda ég næsta um. En
einn hvalur hefir svo margar tennur í höfði, að hann hefir 40 tanna.
Þá heitir enn eitt hvala kyn sléttibaka, og er ekki horn í
baki, og svo miklir nokkuð að vexti sem nú gátum vér um. En þeir menn hræðast
hana mjög, sem um sjó fara, því að hennar náttúra er sú, að leika við skip
mjög.
Það er enn eitt hvala kyn, er heitir hafurkitti, og er það
með undarlegri náttúru, því að þeir hafa í holi sínu netju og mör svo sem búfé,
og verða þeir hvalir ekki stærri en 30 álnir þeir, sem lengstir verða.
Þá eru þau enn hvala kyn, er ólm eru og grimm við menn og
leita hvervetna við að týna mönnum, þar sem þeir mega við koma. Heitir annar hrosshvalur,
en annar rauðkembingur. Þessir eru fullir af ágirnd og illsku. Aldrei verða
þeir saddir af manndrápum, því að þeir fara um öll höf innan og leita, ef þeir
mega skip finna. Þá hlaupa þeir upp til þess, að þeir megi þeim þá skjótara
niður sökkva og týna með þeim hætti. Þessir fiskar eru mönnum eigi ætir heldur
gagnstæðlegir, svo sem skipaðir óvinir mannlegu kyni, en ekki verða þeir stærri
en 30 álnir eður 40, þeir sem lengstir verða. Þá er enn það hvala kyn, er
náhvalur er kallaður, og megu menn hann eigi eta fyrir sótta sakir, því að menn
fá sótt af og deyja, ef þeir eta hann. En sá hvalur er ekki mikill að vexti.
Ekki verður hann lengri en 20 álna. Að engu er hann ólmur, heldur forðast hann
veiðimanna fund. En hann hefir tennur í höfði og allar smáar fyrir utan eina
tönn mikla, og stendur sú í efra gómi í öndverðu höfði hans. Hún er fögur og
vel vaxin og svo rétt sem laukur. Hún er 7 álna löng, sú er lengst kann að
verða, og snúin öll svo sem hún sé með tólum gjör. Hún stendur rétt fram úr
höfði honum, þá er hann fer leiðar sinnar. En svo hvöss, sem hún er, og rétt,
þá verður honum engin vörn að henni, heldur er hann svo virkur að henni og kær,
að hann lætur þar ekki vætta við koma.
Eigi veit ég þau fleiri hvala kyn, er mönnum sé eigi æt en
þessi 5, sem nú hefi ég upp talt. Þau tvenn, er fyrst nefnda ég. Það er
svínhvalur og andhvalur. Og þessi þrenn, er síðan nefnda ég. Það var
hrosshvalur og rauðkembingur og náhvalur.
Nú eru þau kyn hvala ótöld, er enn eru stærri að vexti. Og
eru þau öll mönnum æt, er ég skal nú skýra fyrir yður. Sumir og af þessum eru
hættir við líf manna, en sumir eru spakir og hógværir.
Skeljung kalla menn eitt kyn af þeim, og er sá fiskur mikill
vexti og ólmur við skip. Það er hans náttúra að Ijósta skip með sundfjöðrum
sínum ellegar að hann lætur fljótast og leggst fyrir skip, þar sem menn sigla.
En þó að menn beiti frá honum, þá fer hann þó jafnan fyrir og er engi annar
kostur en sigla á hann. En ef skip sigla á hann, þá kastar hann skipum og
brýtur og týnir öllu því, er á er. Sá fiskur verður 70 álna langur eður 80 þeir,
sem stærstir verða, og eru þeir fiskar vel ætir.
Þá er það enn eitt hvala kyn, er norðhvalir heita, og er sá
fiskur 80 álna langur eður níutíu þeir, sem stærstir verða, og jafndigur, sem
hann er langur, því að reip það, er dregið er jafnlangt honum, þá tekur það um
hann, þar sem hann er digrastur. Hann hefir og svo mikið höfuð, að það er inn
mesti þriðjungur af honum. En þessi fiskur lifir hreinlega, því að það segja
menn, að hann hafi enga fæðslu aðra en myrkva og regn það, sem fellur úr lofti
ofan á haf. Og þó að hann sé veiddur og innyfli hans opnuð, þá finnst ekki
óklárt í hans maga sem annarra fiska þeirra, er fæðslu hafa, því að hans magi
er hreinn og tómur. Ekki má hann vel munn sinn opna, því að tálkn þau, er vaxin
eru í munni honum, rísa um þveran munn hans, þegar hann lýkur honum mjög upp.
Og hefur hann iðulega af því bana, að hann má ekki munni sínum aftur koma. Ekki
er hann mjög ólmur við skip. Engar hefir hann og tennur og er feitur fiskur og
vel ætur.
Þá er enn eitt hvala kyn, er reyður er kallað, og er sá
allra fiska beztur átum. Hann er hógvær fiskur og ekki hættur við skip, þó að
hann fari nær. En sá fiskur er mikill og langur að vexti. Svo segja menn, að
hann hafi menn mestan veiddan, er hann var 13 tugi álna langur. Það er 30 álna
og eitt hundrað tírætt. Og verður hann oft veiddur af veiðimönnum fyrir hógværi
sinnar sakir og spektar, og er hann betri átum og betur þefaður en nokkur
fiskur annar þeirra, sem nú höfum vér um rætt, og er hann þó vel feitur talinn.
Hefur hann og engar tennur. Það er og mælt, ef maður mætti ná aukningu fræs
hans, svo að það vissi til sanns, að af honum væri og eigi af öðrum hvölum, þá
væri það öruggast til allra lækninga, bæði við augum og líkþrá og við riðu og
við höfuðverk og á mót öllum sóttum þeim, sem menn fá. En þó er annarra hvala
auki góður, þó að eigi sé svo góður, sem þessi er. Nú hefi ég flestöll hvala
kyn talið fyrir þér, er menn veiða.
Einn fiskur er enn ótaldur, er mér vex heldur í augu frá að
segja fyrir vaxtar hans sakir, því að það mun flestum mönnum ótrúlegt þykja.
Þar kunna og fæstir frá honum nokkuð að segja gjörla, því að hann er sjaldnast
við land eður í von við veiðimenn, og ætla ég ekki þess kyns fisk margan í
höfum. Vér köllum hann oftast á vora tungu hafgúfu. Eigi kann ég skilvíslega
frá lengd hans að segja með álnatali, því að þeim sinnum, sem hann hefir birzt
fyrir mönnum, þá hefir hann landi sýnzt líkari en fiski. Hvorki spyr ég, að
hann hafi veiddur verið, né dauður fundinn, og það þykir mér líkt, að þeir sé
eigi fleiri en 2 í höfum og engan ætla ég þá auka geta sín á milli, því ég ætla
þá hina sömu jafnan vera. Og eigi mundi öðrum fiskum hlýða, að þeir væri svo
margir sem aðrir hvalir fyrir mikilleika sakir þeirra og svo mikillar atvinnu,
er þeir þurfa. En sú er náttúra sögð þeirra fiska, að þegar hann skal eta, þá
gefur hann ropa mikinn upp úr hálsi sér og fylgir þeim ropa mikil áta, svo að
alls kyns fiskar, þeir er í nánd verða staddir, þá safnast til, bæði smáir og
stórir, og hyggjast, að sér skuli aflast þar matar og góðrar atvinnu. En þessi
hinn mikli fiskur lætur standa munn sinn opinn meðan, og er það hlið ekki minna
en sund mikið eða fjörður, og kunna fiskarnir ekki að varast og renna þar með fjölda
sínum. En þegar er kviður hans er fullur og munnur, þá lýkur hann saman munn
sinn og hefir þá alla veidda og inni byrgða, er áður girntust þangað að leita
sér til matfanga.
Nú höfum vér flesta hluti talda og sagða, þá sem helzt mun
þykja undarlegir í Íslands hafi og heldur þó suma hluti hér talda, er í öðrum
stöðum er meiri gnótt heldur en þar, sem þeir eru nefndir.
Sonur: Nú með því að vér höfum getið flestra fiska þeirra,
er þar hvarfla í höfum, þá sem nokkurrar minningar eru verðir í umræðu, þá
fýsumst vér að ræða um þá hluti, er á landinu eru helzt minningar verðir. Hvað
ætli þér um þann mikla eldsgang, er þar er ofur mikill á því landi, hvort hann
mun vera af nokkurri landsins náttúru, eður kann það að vera, að hann sé af
andlegum hlutum, eður þá hina ógurlegu landskjálfta, er þar kunnu að verða,
eður þá hin undarlegu vötn eður ísa, er þar þekja öll lönd hið efra?
Faðir: Það þyki mér vera mega um ísa þá, er á Íslandi eru,
að það land gjaldi návistar þeirrar, er það liggur nær Grænlandi, og er þess
von, að þaðan standi mikill kuldi, með því að það er umfram öll lönd ísum
þakið. En nú með því, að Ísland tekur þaðan mikinn kulda og hefir þó lítinn varma
af sólinni, þá hefir það fyrir því svo mikinn gnótt ísa yfir fjallgörðum sínum.
En um ofurgang elds þess, er þar er, þá veit ég síður, hvað
ég skal þar um ræða, því að það er undarleg náttúra um hann. Eg hefi spurt í
Sikiley, að þar er mikill eldsofurgangur, og er mér svo sagt frá þeim eldi, að
hann brennir bæði tré og jörð, og er svo sagt í Dialogo, að hinn helgi
Gregoríus hafi svo mælt, að píslarstaðir sé í Sikiley í þeim eldi, er þar er. Enn
draga þó meiri líkindi til þess í þessum eldi, er á Íslandi er, að þar sé víst
píslarstaðir, fyrir því að sá eldur er í Sikiley er, þá dregur hann til sinnar
næringar kvika hluti, þar sem hann brennir jörð og tré. Því að tréð er kvikt.
Það vex og gefur grænt lauf, og svo hrörnar það og þornar, þegar það tekur að
deyja. En fyrir því má það kvikt kalla, meðan það er grænt, að það deyr, þegar
það hrörnar. Jörðina má og víst kvika kalla. Hún gefur stundum mikinn ávöxt, en
þegar, er sá er niður fallinn, þá gefur hún enn nýjan ávöxt. Svo og öll
líkamleg skepna, þá er kvik er, þá er af jörðu grær og má hana því kalla kvika.
En hvorntveggja þenna hlut, tréð og jörðina, þá brennir Sikileyjar eldur og
dregur til sinnar næringar.
En sá eldur, er á Íslandi er, þá brennir eigi tréð, þó að í
sé kastað, og eigi jörðina, en steina og hart berg, þá dregur hann til sinnar
næringar, og kveikist þar af svo sem annar eldur af þurrum viði, og er aldri
svo harður steinn né berg, að hann bræði eigi sem vax og brennir síðan sem
feitt oleum. En þó að þú skjótir trénu í eldinn, þá sviðnar það aðeins og vill
eigi brenna.
Nú með því að þessi eldur vill ekki við annað fæðast en við
dauða skepnu, því að vér vitum, að steinar og björg eru dauð skepna, en hann
hafnar allri þeirri skepnu, er annar eldur fæðist við, þá má það víst kalla, að
sá eldur er dauður. Og er hann til þess líkastur, að hann sé helvítis eldur,
því að þar eru allir hlutir dauðir.
Svo virðist mér og vötn þau sum, er þar eru, að sumri
náttúru sem eldur sá, er vér ræddum um. Því að þar eru þær keldur, er æ og æ
vella ákaflega bæði vetur og sumar. Nú er stundum svo mikill ákafi á vellu
þeirra, að þær spýja langt í loft upp vatni úr sér. En hvað sem menn leggja þar
í hjá keldunum í þeim tíma, er þær spýja, hvort sem það er klæði eður tré eður
hvatki það er, ef það vatn kemur á í niðurfalli sínu, þá verður það allt að
steini. Og þyki mér þau líkindi mest til draga, að vatnið mun dautt vera, að
það dregur til dauðrar náttúru hvaðvetna það, sem það vætir með sínu ádrifi,
því að steinninn hefir dauða náttúru.
En með því að sá eldur væri eigi dauður, og yrði hann með
einhverri landsins náttúru eður atburðum, þá mætti þetta líkast vera um vöxt
landsins, að grundvöllur þess mun vaxa með mörgum æðum og tómum smugum eður stórum
holum. En síðan kunna þeir atburðir að verða, annað hvort af smuglegum vindum
eður af afli gnýjandi gjálfurs, að þessar æðar eður holur verða fullar af vindum,
svo mjög að þær þola eigi umbrot vindsins. Og kann þaðan af það að koma, að
landskjálftar þeir verði hinu stóru, sem verða á því landi. Nú ef þetta mætti
vera með nokkurum líkindum eður hætti, þá mætti það vera af því hinu sterka
umbroti, er verður í grundvöllum landsins, að þaðan mætti eldur sá hinn mikli
kveikjast og koma, en brestur upp í ýmsum stöðum landsins. Nú skal þetta eigi
hafa fyrir sönn fræði, að svo sé, sem nú höfum vér um rætt, nema heldur það að
draga slíka hluti saman til líkinda, er vænlegast þykir til vera, fyrir því að
það sjáum vér, að af afli kemur eldur allur. Þar sem saman kemur högg harðs
steins og harðs járns, þá kemur þar eldur af því járni og afli, er þau berjast.
Trjám máttu og til þess saman ríða, að þar fáist eldur af því erfiði, er þau
hafa. Það verður og iðulega, að tveir vindar rísa upp í senn, hvor í móti
öðrum, og ef þeir mætast í lofti uppi, þá verður það mikið högg, er þeir koma
saman, svo að það högg gefur mikinn eld af sér, og dreifist hann víða um loft.
Það kann og stundum vera, að sá eldur dreifist til jarðar og gjörir þar mikinn
skaða og brennir þar hús, og stundum skóga og skip í hafi. En allir þessir
eldar, er nú hefi ég talda, hvort sem þeir koma af járni eður vinda umbroti í
lofti eður af einhverju því ofurefli, er eldur af má gjörast, þá brenna þeir þó
tré og skóga og jörð.
En sá eldur, er fyrr ræddum vér um og upp kemur á Íslandi,
þá hafnar hann öllum þessum hlutum, svo sem fyrr sögðum vér í frá. Nú draga þau
líkindi til og heldur grunar um hans náttúru, að hann mun heldur koma af
dauðlegum hlutum og öðru efni en nú ræddum við um. Og ef það er með þeim hætti,
sem nú höldum vér grunum til og líkt er, að þeir hinu stóru landskjálftar, er
verða á því landi, þá verða þeir af ofurgangi elds þess, er um brýzt í
grundvöllum landsins.
Sonur: Enn girnumst ég nokkurs að spyrja um þenna eld
lengra.
Þér gátuð þess fyrr í yðvarri ræðu, að Gregoríus hafi ritað
í Dialogo, að í Sikiley væri píslarstaðir, en mér þykir meiri líkindi til
draga, að á Íslandi muni vera píslarstaðir. En þar sem þér rædduð um, að svo
mikil gnótt verður eldsins í grundvöllum landsins, að landskjálftar verði af
umbroti eldsins og eldurinn svo hættur við steininn eður bergið, að hann
brennir það sem vax, og nærist við það eina, þá hugða ég, að hann muni brátt
brenna alla grundvöllu landsins undan landinu og svo öll bergin.
Nú þó að yður þyki barnleg spurning mín um slíka hluti,
vilda ég þess yður biðja, að þér svöruðuð linkindlega, því að margs mun ég þess
spyrja, að heldur mun æsku að kenna en vizku.
Faðir: Ekki efumst ég í því, að píslarstaðir eru á Íslandi í
fleirum stöðum en eldinum einum og fyrir því, að eigi er minni ofurgangur jökla
og frosts á því landi heldur en eldsins.
Þar eru og þær keldur og vellandi vötn, svo sem fyrr sögðum
vér í frá. Þar eru og köld vötn, þau er falla undan jöklum svo stór, að berg og
jörð, er hjá liggja, þá skjálfa fyrir þær sakir, að vatnið fellur svo strítt og
með svo stórum fossum, að bergin skjálfa fyrir ofureflis sakir og stríðleiks.
Og eigi megu menn til ganga að forvitnast á þá árbakka, nema löng reip hafi og
sé borin á þá menn, er til vilja forvitnast að sjá, og sitji hinir fjarri, er
gæta reipsins, svo að þeir eigi kost að draga þá þegar aftur til sín, er
stríðleiki vatnsins ærir þá. Nú ætla ég það víst, að hvervetna þar sem mikil
ákefð verður í slíkum ógnar hlutum, að þar eru víst píslarstaðir, og sýnir Guð
mönnum fyrir því svo mikla og ógurlega hluti opinberlega á jörðu, að menn skuli
því meir við sjá og ætla með sér, að þó væri miklar píslirnar til að hyggja, þó
að það skyldi þola síðan, er maðurinn er fram farinn, sem nú sér hann, meðan
hann lifir á jörðu, en heldur það, að hann skal það ætla með sér, að miklu munu
þeir hlutir stærri, er ósýnilegir eru og honum eru eigi lofaðir að sjá. En
þessir hlutir eru til vitnisburðar, að það er eigi logið, er oss er sagt, að þeir
menn eigi kvala vonir, er fram fara af þessum heimi og hér vilja eigi við sjá,
meðan þeir lifa, fyrir sakir illra verka og ranglætis. En það mætti ellegar
margir hyggja fáfróðir menn, að það væri ekki annað en lygð og einskis vert,
nema mælt fyri ógnar sakir, ef eigi væri slíkir vitnis burðir í hjá, sem nú
höfum við um rætt. En nú má eingi dyljast við, sá er sjá má fyrir augum sér,
fyrir því að slíkir hlutir eru oss sagðir frá píslum helvítis, sem nú má sjá í
þeirri ey, er Ísland heitir, því að þar er gnótt elds ofurgangs og ofurefli
frosts og jökla, vellandi vötn og stríðleikur ískaldra vatna. En þeir hlutir,
er þú ræddir áður um eldinn, að hann mundi bræða eður brenna grundvöllu
landsins eður fjöllin, svo að allt landið muni af því týnast, þá má það eigi
vera fyrir þann tíma, er Guð hefir fyrirætlað, því að skepnan og allt annað
ræður sér eigi sjálft, heldur verða allir hlutir eftir því að fara, er guðleg
forsjá hefir fyrir öndverðu skipað og mun þér skiljanlegra verða, ef ég sýni
þér nokkur þau dæmi, er slíka hluti megi eftir marka.
Þá er höfðingi dauðans vildi freista Jobs, þá átti hann þó
eigi framar veldi en hann bað lofs til. Og er hann hafði lof fengið, þá átti
hann þó eigi kost framar sinn vilja að drýgja en honum var lof til gefið, því
að gjarnan mundi hann hafa viljað drepa hann í fyrstu, ef honum væri það lofað.
En honum var þar til leyfi gefið að taka fé hans. Og hann tók það allt í
fyrstunni, en honum var eigi lofað að týna honum sjálfum. En þá er hann
girntist oftar að biðja leyfis til meiri freistni við Job heldur en fyrr hafði
hann, þá var honum lofað að drýgja vilja sinn á líkama Jobs og öllum þeim
varnaði, er hann varðaði. En það leyfi fékk hann ekki, að skilja önd hans frá
líkama fyrr en sá tími kæmi, er sá hafði fyrir ætlað, er allan kost átti á hans
dómi og lífdögum. En þegar er Satanas hafði leyfi til þess fengið að drýgja
vilja sinn á honum, þá sýndi hann brátt hversu góðviljaður hann var um alla þá
hluti, er hann átti kost á, því að svo er ritað, að Satanas tók frá Job alla
gnótt fjár og 7 syni hans og 3 dætur og laust síðan allan líkama hans með
líkþrá ógurlegri millum hvirfils og ilja.
Nú er sú grein á því, er oss hæfir vel að gæta, að höfðingi
lífsins á vald á öllum hlutum, og er hann sjálfur góðviljaður. En höfðingi
dauðans er illviljaður og á einskis kost nema þess eins, að hann þiggur leyfi
áður af þeim, er öllum hlutum ræður, en það er allsvaldandi Guð. Má fjandinn
fyrir því eigi gjöra mönnum skaða, svo að þeir týnist með dauðlegum eldum þeim,
er hann kveikir, og gætir síðan vakurlega með ógurlegum jarðskjálftum eður
grimmleik einhverjum eður illsku þeirri, sem hann girnist. Og hann fær eigi
leyfi til meira en slíkra hluta, sem þá hefir hann frammi og helzt birtast
eftir þvílíkum dæmum, sem nú sagða ég þér um Job, sem bæði eru ærin og nóg þvílík
dæmi, ef þess þætti nauðsyn vera að leiða mörg dæmi í eina ræðu.
Sonur: Þess betur þætti mér, er ég mætta fleiri dæmi af
yðrum munni heyra, þau er mig leiddu til fróðleiks. En þessi dæmi, er nú hafi
þér um rætt, þá leiða mig til fullrar skilningar, að þar sem Satanas átti eigi
kost að drýgja vilja sinn á einum manni um það fram, sem honum var lofað, þá er
það víst, að síður mun hann eiga vald á þúshundruðum manna að drýgja vilja sinn
á þeim um það fram, er honum er leyfi til gefið, hvorki fyrir sjálfan sig né
einhvern sinn embættismann.
Nú með því að vér skulum enn fram á leið á þessari gamanræðu
halda, er nú höfum við um rætt, þá vil ég forvitnast, ef yður sýnist nokkurir
hlutir fleiri í þessari ey, þeir sem minningar sé verðir til umræðu og undarlegir
munu þykja.
Faðir: Flestra hluta höfum vér þeirra getið í þessari ey, er
helzt eru umræðu verðir. En þó eru enn þeir hlutir sumir, er geta má ef vill.
Á því landi er málmur svo mikill, er járn skal af gjöra, og
kalla menn þann málm rauða. En sá málmur hefir verið ærinn einn dag fundinn, og
menn hafa búið annan dag ferð sína þangað og blása þar og gjöra járn af, þá
hefir sá rauði horfið svo í burt, að engi maður veit, hvar hann kom niður
síðan, og er það kallað á því landi rauðaundur.
Þá er sá enn annar hlutur, er mönnum þykir undarlegur vera.
Svo er sagt, að keldur sé þær á Íslandi, er menn kalla
ölkeldur. Og er því svo kallað, að vatn það, sem þar er í, er líkara þefað
mungáti en vatni. Og þó að menn drekki þar af, þá fyllast menn ekki af því
vatni, svo sem af öðru vatni, heldur sjatnar það vel og rennur í hörund sem
mungát. Fleiri eru ölkeldur á því landi en ein, er ölkeldur eru kallaðar. En þó
er sú ein, er bezt er og frægust af öllum, og liggur sú í dal þeim, er heitir
Hítardalur. Svo er sagt af þeirri keldu eður vatni því, er þar er í, að það er
dámað alllíkt mungáti og til nógs að drekka. Og það er mælt, að það fái svo
nokkuð á mann, ef það er svo mjög drukkið. En ef menn gjöra hús um kelduna, þá
hverfur hún burt úr húsinu og brestur upp fyrir utan húsið. Svo er og sagt, að
menn megi þar af drekka við kelduna slíkt, hver vill, en ef þeir fýsast burt að
hafa með sér, þá dofnar það skjótt, og er það þá eigi betra en annað vatn, eður
þaðan af verra.
Nú gátum vér fyrir því svo margra hluta og smárra, að slíkir
hlutir þykja þar undarlegir vera. Ei má ég hug mínum á koma fleiri þá hluti, er
þar eru áminningar verðir í þvi landi.
Sonur: Nú með því að vér höfum þá gamanræðu upphafða og rætt
um undur þau, er á Íslandi eru og í Íslands höfum, þá lúkum vér henni með því,
að vér höfum minning þeirra hluta, er í Grænlands höfum eru eður á landi sjálfu
eður svo og um Írland og þau undur, er þar eru.
Faðir: Þó að vér skyldum fleira um þessi lönd ræða, þá eru
þau þó með ýmsum háttum, og eru þau eigi öll eftir einum hætti, því að þau
undur, er eru annað hvort á Grænalandi eður Íslandi, þá eru bæði með ofurgangi
frosts og jökla, eður ellegar elds og bruna eða með stórum fiskum og kynmörgum
öðrum hafskrímslum, og er hvorttveggja það land svo illt og snarpt, að það er
nálega óbyggjandi fyrir þá sök, en Írland er nálega landa bezt, það, er menn
vita, þó að eigi vaxi þar vín upp á, og eru þar margir hlutir þeir, er
undarlegir munu þykja. Og þó þeir hlutir sumir, að það land mun kallað vera
helgara en önnur lönd af þeim hlutum, er þar þykja undarlegir í. Það liggur á
þeirri heimsins síðu, er svo vel er temprað saman hiti og kuldi, að þar verður
aldrei of heitt né of kalt. Þar verður aldrei ofurhiti að meini um sumar, ekki
og ofurkuldi að meini um vetur, því að um öllum vetrum fæðist þar allt búfé
úti, bæði sauðir og naut, og nálega eru menn þar klæðlausir bæði um vetur og
sumar. En það land er svo heilagt umfram önnur lönd, að þar má ekki
eiturkvikindi á þrífast, hvorki ormur né padda, og þó að það sé flutt þangað af
öðrum löndum, þá deyr það þegar, er það kennir bera jörð eður stein. Og þó að
nokkuð sé tekið úr því landi, annað hvort tré eður mold eður sandur, og flutt í
önnur þau lönd, er eiturkvikindi eru í, og er þeim sandi eður moldu sáð í hring
um þau, þar sem þau liggja, þá komast þau aldrei síðan út um þann hring og þar
liggja þau öll dauð í. Svo og þó að þú takir tré það, er úr þessu landi er, sem
nú ræddum vér um, og dragir í hring um þau, svo að þú skeðjir jörðunni með
trénu, þá liggja þau öll dauð í þessum hring.
Það er og mælt um Írland, að jafnmikið eyland, sem það er,
þá vitu menn það varla, er jafnmargur sé heilagur maður í sem þar.
Það er og mælt, að sú þjóð, er það land byggir, er bæði
grimm í sér og þó drápgjörn og mjög ósiðug. En svo drápgjarnir, sem þeir eru,
og svo margir, sem helgir eru í þeirra landi, þá hafa þeir engan drepið af
þeim, og allir þeir helgir menn, sem þar eru, þá hafa allir sóttdauðir orðið.
Því að þeir hafa heilhugaðir verið við alla góða menn og helga, þó að þeir hafi
verið grimmir sín í millum.
Vatn eitt er og það í því landi, er undarlegt er sagt í frá
náttúru þess. Það vatn er kallað á þeirra tungu Logheehag. Það vatn er vel
mikið að vexti. En sú er náttúra þess vatns, ef þú tekur tré það, er sumir
kalla beinvið, en sumir hulfur, en á latínu er kallað acrifólium, og setur þú
það í vatnið, svo að sumt stendur niður í jörðina, en sumt í vatninu, en sumt
upp úr vatninu, þá verður það að járni, er niður stendur í jörðina, en það að
steini, er í vatninu er, en það tré, sem upp stendur úr vatninu sem áður var
það. En þó að þú takir annarskonar tré en þetta, þá hafnar það ekki sinni
náttúru, þó að þú setjir það í þetta vatn.
Þar eru enn keldur þær í fjalli þvi, er Blaðma heitir, og er
það nálega eitt eyðifjall, en þær keldur hafa undarlega náttúru.
Önnur keldan hefir þá náttúru, ef þú tekur annað hvort
hvítan sauð eða naut eða hross eða mann þann, er hefir hár hvítt, og þværð þú
einhvern þessara hluta í vatni því, þá verður það þegar kolsvart.
En það er náttúra annarrar keldunnar, ef maður þvær sér þar
í, hvað lit, sem áður hefir hann, hvort sem hann var rauður eða hvítur eða
svartur, þá verður hann síðan snjóhvítur af hærum, svo sem hann sé elligamall
maður.
Það vatn er eitt þar enn í því landi, er þeir kalla á sína
tungu Loghica. Í því vatni er hólmi einn lítill, svo sem flotahólmi sé. Hann flýtur
umhverfis vatnið, og kemur hann hér og hvar að landi, stundum svo nær, að maður
má stíga í hólmann, og verður það oftast á drottinsdögum. En sú er náttúra að
hólma þessum, ef sá maður stígur í þann hólma, er sjúkur er, hvatki sótt, sem
hann hefir, og neytir hann þeirra grasa, er í hólmanum vaxa, þá verður hann
þegar heill.
Það fylgir og þeirri náttúru, að aldrei kemur fleiri senn í
en einn, þó að margir vilji, því að sá hólmi flýtur þegar frá landi, er einn maður
kemur í.
Þessi náttúra er og með þessum hólma, að hann flýtur 7 vetur
samfast í þessu vatni, en þegar 7 vetur eru liðnir, þá flýtur hann til lands í
einhverjum stað og grær við annað land svo sem það hefði jafnan þar við verið.
En meðan er sá tími er, þá heyrist mönnum sem dyn mikill komi líkur
reiðiþrumum. Og eftir liðna þrumu, þá sjá menn slíkan hólma í vatninu sem áður
var með sama vexti og samri náttúru. Og fer svo hverja 7 vetur eftir aðra, að æ
sem annar grær við meginland, þá kemur annar, og veit þó engí, hvaðan kemur.
Þá er þar enn ey ein lítil í því landi, er heitir á þeirra
tungu Inhisgluer. Þar er mikil mannabyggð í ey þeirri, og er þar ein kirkja í.
Því að svo nokkuð mikið fólk er í eynni sem vera mun ein kirkjusókn. En þó að
menn andist þar, þá eru þeir eigi í jörð grafnir, heldur eru þeir reistir
umhverfis kirkjuna við kirkjugarðinn og standa upp sem kvikir menn með
þornandum öllum limum og ósköddu öllu hári og nöglum og fúna aldrei. Og aldrei
sezt þar fugl á. Og má þar hver fram á leið kenna, sá er eftir lifir sinn föður
eða föðurföður og allar sínar kynkvíslir, þær sem hann er af kominn.
Þá er þar enn vatn eitt mikið, það er heitir Loghri. En í
því vatni liggur ey ein lítil, og eru þar í hreinlífismenn, þá er kalla má
hvort er vill kanóka eða eremita. Og eru þeir með svo miklum fjölda, að þar er
full convent af. Stundum eru þeir fleiri. En svo er sagt frá ey þeirri, að hún
er heilsöm og ekki sóttul, og seinna eldast menn þar í þeirri ey en í öðrum
stöðum á landinu. En þegar er menn eldast svo mjög eða sýkjast, að þeir sjá
sinn endadag ætlaðan af Guði, þá verður þá úr að flytja eynni til lands, þar
sem hann má deyja. Því að engi má í eynni líflátinn verða af sóttum, en sýkjast
má maður þar í, en eigi deyja fyrr en hann er úr fluttur eynni.
Þá er þar enn eitt mikið vatn, er þeir kalla á sína tungu
Logherne. Í því vatni er þess konar mikill fiska fjöldi, er menn kalla laxa, en
sá fiskur gengur svo nógur um allt land þeirra, að þeir hafa æfrinn til síns
borðs. Eyjar eru þar margar í vatni því, en ein er sú þar, er þeir kalla á sína
tungu Kertinagh. Sú ey væri hæfileg að byggja fyrir mikilleika sakir, ef menn
þorði að byggja hana. En það er mælt um þá ey, að djöflar hafa jafnmikið veldi
yfir helmingi eyjar þeirrar sem í sjálfu helvíti. Og þeim sinnum, er freistnir
menn hafa það gjört til raunar, þá hafa þeir svo síðan frá sagt, að jafnmargar
þrautir og pínslir hafa þeir þar þolað, sem sagt er ífrá, að sálur þola í
helvíti. En í öðrum helmingi eyjarinnar, þá er kirkja og kirkjugarður um, og er
þó nú hvorttveggja helmingur auður. En svo er frá sagt, að yfir þeim helmingi
eyjarinnar, sem kirkjan stendur í, þá hafa djöflar eigi þar vald yfir.
Það gjörist enn á því landi, er mjög undarlegt mun þykja, að
menn veiddu í skógi eitt kykvendi, er engi maður kunni frá að segja, hvort
heldur var maður eða annað dýr, því að menn fengu ekki mál af því og eigi urðu
menn varir við, að það skildi mannamál. En það var þó vaxið að öllum hlutum svo
sem maður, bæði hendur og fætur á og mannsandlit, en hári var vaxinn allur líkamur
sem annarra dýra. En að endilöngu baki, þá var vaxið sem manstæði á hrossi með
stóru hári og síðu og féll báða vega hryggjar, svo að dragnar á jörðu, þegar
það gengur bjúgt.
Það vænti ég nú, að ég hafi flestra hluta þeirra getið, er
þar eru orðnir af sjálfri landsins náttúru, svo að menn þykjast víst vita
sannindi af.
Sonur talar snoturlega: Því þyki mér vel ráðið, að ég hafi
forvitnazt til slíkra hluta, því að margir munu svo ófróðir vera, að þeir munu
eigi hafa heyrt slíka hluti fyrr og mun þó nú hvortveggja undarlegt þykja og þó
fróðleikur í flestum, er heyra.
En með því að mér heyrist svo í orðum yðrum, að enn mundi þeir
hlutir nokkurir eftir vera, er undarlegir væri, hvort sem það væri víst af
landsins náttúru eða með einum hverjum öðrum hætti þeim, sem umræðu þætti
verðir vera. Þá viljum vér heldur tilmæli veita, að eigi liggi sá hlutur eftir,
er yður þyki umræðilegur vera með því, að vér höfum til tekið þessarrar ræðu.
Faðir svarar fróður harðla: Eru þeir og enn aðrir sumir
hlutir, er undarlegir munu þykja, og eru þeir eigi af landsins náttúru, heldur
af jarðteiknum heilagra manna, og vitum vér til vís, að satt er. Sumir hlutir
eru og þeir, er vér vitum eigi víst, hvort sannir eru eða eigi, annað en af
umræðu manna og það er almæli þar í landinu. En þessa hluti vitum vér víst
sanna vera.
Í vatni því sama, er vér nefndum fyrr og Loghri heitir, þá
liggur ey ein lítil, er kallað er Inisclodran. Þar var einn heilagur maður sá,
er hét Diermicius, og hafði hann sér þar kirkju þá, er hann sat að. En í þá
kirkju eða þann kirkjugarð, er hann varðveitti, þá má ekki kvenkykvendi þar í
koma. Og kunnu þau öll við því að sjá hvorttveggja fuglar og aðrar skepnur, þau
sem mannvitslaus eru, þá kunnu þetta að varast, svo sem menn, og freistar ekki
kykvendi þar í að ganga þenna kirkjugarð, það er kvenkennt er, og engu hlýðir,
þó að freisti.
Þar var og enn í því landi heilagur maður einn, sá er
Kevinus hét, í bæ þeim, er Glumelaga heitir. Og þar var hann í þann tíma sem
einsetumaður væri, og gerðist þessi atburður í hans tíma, er nú viljum vér frá
segja. Það gerðist svo til, að hann hafði einn ungan mann hjá sér, frænda sinn
þann, sem þjónaði honum, og unni hann þeim sveini mikið. Sveinn sá tók að
sýkjast fyrir honum, og varð sótt hans svo þung og mikil, að hann var banvænn.
Það var í þann tíma um vorið í marciománuði, er sóttir manns verða sem
hættastar. En gjörðist svo til, að sveinn beiddist af Kevino frænda sínum, að
hann skyldi gefa honum epli og sagði, að sótt hans mundi þá verða léttari, ef
hann fengi það, er hann beiddist. En til þess var þá ekki líkt í þann tíma, að
þá mundi epli fá, því að þá hið fyrsta tók brum að þrútna um vorið á öllum
aldinviði til laufs. En fyrir því að hinn helgi Kevinus harmaði sjúkleik frænda
síns mjög, og það annað að hann mátti það eigi fá honum, er hann beiddist, þá
féll hann til bænar og bað þess Guð, að hann sendi honum nokkura þá hluti, er
frændi hans tæki huggan af því, sem hann girntist. En að lokinni bæn, þá gekk
hann út og sást um. En skammt frá húsi hans stóð píll einn mikill að vexti.
Hann leit upp í kvistu pílsins svo sem væntandi miskunnar og þaðan nokkurrar
huggunar. Því næst sá hann, að vaxin voru epli á píli þeim, svo sem vera mundi
á apaldri í tíma sinn réttan. Og tók hann þar af þrjú epli og færði sveininum.
Sem sveinninn hafði etið af þeim eplum, þá tók sótt hans að léttast. Og varð
hann heill sóttar þeirrar, en píll sá hefur jafnan síðan haldið þeirri gjöf, er
Guð gaf honum þá. Því að hann ber á hverju ári epli svo sem apaldur og heita
þau jafnan síðan hins helga Kevinus epli. Og fara þau um allt Írland síðan með
þessum hætti, að menn eta þar af, ef þeir verða sjúkir. Og þykjast þeir menn
fró á finna, að þau eru góð við öllum sjúkleik manna, en ekki eru þau girnileg
til áts fyrir sætleiks sakar, ef menn hefði þau eigi meir fyrir lækningar
sakar.
Margir hlutir hafa og þar þeir orðið, er helgir menn hafa
skjótlega gjört með sínum krafti, og svo mun enn undarlegir þykja. En vér höfum
nú þá eina hluti rædda, er með þeim heilagleik voru gjörvir, að þeir standi enn
í dag til vitnisburðar og jafnundarlegir þykja enn í dag sem þá hinn fyrsta
dag, er það varð. En þeir aðrir hlutir, er menn halda víst fyrir satt og fyrir
sanna hluti eru hafðir, þá megum vér nú og þá vel sýna.
Þar er og enn í því landi sá staður einn, er Themar er
kallaður, og var sá staður forðum, svo sem hann væri höfuðsæti og konungsborg,
en hann er þó nú auður fyrir því, að menn þora eigi að byggja hann. En þessi
atburður gerðist til þess, að staðurinn varð auður, að allt fólkið, er í var
landinu, trúði því, að sá konungur, er þar sæti á þeim stað, skyldi jafnan dæma
rétta dóma og engan annan. En þó að þeir væri heiðnir annars kostar og hefði
eigi rétta trú til Guðs, þá höfðu þeir þó þenna átrúnað svo staðfastan, að þeir
hugðu það hvervetna réttdæmt vera, er sá konungur dæmdi. Og aldrei hugðu þeir,
að rangur dómur mundi dæmast af því konungssæti. En þar sem hæð þótti vera
borgarinnar, þá átti konungur þar kastala fagran og vel gjörvan. Í þeim kastala
átti konungur fagra höll og mikla, þá sem hann var vanur að sitja í yfir dómum
manna. En að sinni gerðist svo til, að þau mál komu fyrir konung og í hans dóm,
er annan veg áttu hlut í vinir hans og kunnir menn, og vildi hann þeirra máli
fulltingja um alla hluti. En annan veg áttu hlut í málinu þeir menn, er honum
var illa við. Og hann var þeirra mikill óvin, og gerðist þá svo til, að
konungur hallaði meir dómi eftir vilja sínum en eftir réttindum. En fyrir því
að þaðan komu rangdæmi, sem öll alþýða hugði að koma mundi réttdæmi, þá sneri
um sæti því sakar átrúnaðar fólksins, og snerist sá kastali um og höllin með
öllum sínum grundvöllum og svo jörðin með. Og snerist það upp á jörðunni, er
áður vissi niður, en hús öll og hallir snerust niður í jörðina, og hefur svo
verið jafnan síðan. En fyrir því að svo mikill undarlegleikur varð, þá þora
síðan eigi menn þann stað að byggja. Og engi konungur þorir þar síðan sitt sæti
að hafa. Og er þar þó hinn fegursti staður, er menn vitu á jörðu. Það er og
mælt, ef menn vildi þann stað byggja, að engi mundi sá dagur yfir koma, er þeir
mundu eigi hvern dag sjá nýtt undur.
Þá er þar enn einn sá hlutur í því landi undarlegur, er
mönnum mun þykja mjög ótrúlegur, en það segja þó þeir menn, er landið byggja,
að hann er víst sannur, og varð það sakar reiði eins heilags manns.
Svo er sagt, að þá er hinn helgi Patricius boðaði kristni í
landi því, þá var það eitt kyn, er miklu var honum gagnstaðlegari en annað fólk,
er í var landinu. Og leituðu þeir menn við að gera honum margs kyns háðung,
bæði móti Guði og þeim helgum manni. En þá er hann bauð þeim kristni svo sem
öðrum mönnum, og hann kom á þeirra fund og þar, sem þeir höfðu þing sín, þá
tóku þeir það til ráðs að ýla að honum svo sem vargar. En þá er hann sá, að
hann mundi sínu erindi litlu fram koma við þetta fólk, þá varð hann mjög reiður
og bað þess Guð, að hann skyldi hefna þeim með nokkurrum þeim bardaga, er þær
kynkvíslir mætti jafnan síðan taka minning móti sinni óhlýðni. En þær
kynkvíslir fengu síðan mikla hefnd og maklega og þó mjög undarlega, því að svo
er frá sagt, að allir þeir menn, er af þeim ættum koma, þá eru þeir jafnan
vargar nokkurra stund og renna í skógum og hafa slíka fæðslu sem vargar og eru
því verri, að þeir hafa mannsvit til allra véla sinna, en slíka ágirnd og gráða
til manna sem til annarra kykvenda. En svo er sagt, að sumir fá þetta hvern
sjöunda vetur, og eru menn þess á millum. En sumir hafa þetta svo lengi, að
þeir hafa 7 vetur um samt og fá aldrei síðan oftar.
Þá er enn einn sá hlutur, er undarlegur mun þykja, um menn
þá, er gelt eru kallaðir. En þessi er sök til, ef menn verða að gelti, að þar
sem lið kemur saman og skipað með tvennum fylkingum og æpa hvorttveggja heróp
ákaflega, þá kann það að henda blauða menn og æskufulla, þá sem ei hafa fyrr í
her komið, að þeir láta vit sitt af þeirri ógn og hræðslu, er þeir fá þar, og
hlaupa síðan í skóga frá öðrum mönnum og fæðast þar sem dýr og svo forðast þeir
mannafund sem villidýr. En svo er sagt frá fólki þessu, ef það lifir í skógum
20 vetur með þessum hætti, þá vaxa fjaðrar á líkömum þeirra svo sem á fuglum,
þær er hylja má líkam þeirra með fyrir frosti og kulda, en engar þær
stórfjaðrar, er þeir megi flaug af taka sem fuglar. En svo er mikill sagður
fljótleikur þeirra, að eigi fá aðrir menn nálgast fund þeirra og ei mjóhundar
heldur en menn, því að það fólk má nálega jafnskjótt fara hið efra í trjám sem
apynjur eða íkornar.
Þar er og enn einn sá hlutur, er heldur mun undarlegur
þykja, er gerðist í borg þeirri, er Cloena heitir. Í þeirri borg er kirkja sú,
er vígð er í minning þess heilags manns, er Kiranus heitir. En þar gerðist svo
til einn sunnudag, er fólk var að kirkju og hlýddi messu, þá kom þar sígandi úr
lofti ofan eitt akkeri, svo sem það væri úr skipi kastað. Því að þar var
strengur við. Og kræktist akkerisfleinninn í bogann á kirkjudyrunum, en fólkið
allt gekk út úr kirkjunni og undraði og sá í loft upp eftir strenginum. Þeir sá
skip fljóta fyrir strenginum og menn á. Og því næst sá þeir úr því skipi mann
einn fyrir borð hlaupa og kafast niður til akkerisins og vildi leysa það. Hans
aðferð sýndist þeim eftir því vera bæði handa læti og fóta sem þess manns, er í
sjó svimur. En er hann kom niður til akkerisins, þá leitaði hann við að leysa
það. En því næst hljópu menn til og vildu taka manninn. En kirkja sú, er
akkerið stóð fast í, þá er þar biskupsstóll einn. Biskupinn var viðstaddur
þenna atburð og fyrirbauð hann mönnum að halda þeim manni, því að biskup sagði,
að hann mundi bana hafa sem hann væri í vatni haldinn. En þegar er hann varð
laus, þá skundaði hann ferð sinni upp aftur til skipsins, en þegar hann kom
upp, þá hjuggu þeir strenginn og fóru síðan leiðar sinnar úr augliti manna, en
akkerið hefir þar síðan legið til vitnisburðar í þeirri kirkju.
Flestra allra hluta þeirra, ætla ég, að vér höfum nú getið,
er helzt eru nauðsynlegir að geta úr þessu landi. En þó er sá einn hlutur enn
eftir, er geta má, ef sýnist, fyrir gamans sakir og skemmtanar.
Gamansmaður einn var í landi því mjög löngu og þó var hann
kristinn, og var sá maður kallaður Klefsan að nafni. Það var mælt um þann mann,
að engi maður mundi sá vera, er hann sá, að hann mundi ei hlægja gera með sínum
gamansamlegum orðum og þó lygilegum. Og þó að maður væri hryggur í hug sínum,
þá er það sagt, að maður mundi ei hláturs bindast, ef þeir heyrði þessa manns
ræðu. En hann fékk sótt og dó og var síðan grafinn í kirkjugarði sem aðrir
menn. Hann lá lengi í jörðu, svo að allt var hold fúið af beinum hans og svo
mörg bein fúin með. Þá gerðist svo til, að menn grófu líkami manna í þeim sama
kirkjugarði og grófu svo nær sem Klefsan var grafinn, að þeir grófu upp haus
hans heilan og settu síðan upp á stein einn hávan í kirkjugarðinum, og stendur
hann þar jafnan síðan. En hver sá maður, er þar kemur og þann haus lítur og sér
í þann stað, er munnur hans var og tunga, þá hlær hann þegar, og svo þó að hann
sé í hryggu skapi áður en hann sér þetta höfuð, og hlægja nú dauð bein hans
litlu færri menn en þá, er hann var kvikur. Eigi veit ég fleiri hluti á því
landi vera þeir, er mér þykja til þess fallnir vera að hafa til lengdar slíkrar
ræðu.
Sonur: Nú með því að vér höfum rætt um þá hluti, er
undarlegir þykja á Írlandi, þá viljum vér nú ræða um þá hluti og þau undur, er
eru á Grænalandi eða í Grænalands hafi.
Faðir: Það er mælt um Grænalands höf, að þar sé skrímsl í,
og ætla ég þau þó eigi oft fyrir augum verða. En fyrir því kunnu menn þó frá að
segja, að menn munu séð hafa og varir við orðið.
Svo er sagt um það skrímsl, er menn kalla hafstramba, að það
sé í Grænalands hafi. Það skrímsl er mikið vexti og að hæð og hefir staðið upp
rétt úr hafinu. Það hefir svo sýnzt, sem það hafi haft mannsherðar, háls og
höfuð, augu og munn, og nef og höku. En upp ífrá augum og brúnum, þá hefir
verið því líkast, sem maður hafi haft á höfði hvassan hjálm. Axlir hefir það
haft svo sem maður, en engar hendur. Og svo hefir það sýnzt, sem þegar hafi það
spengzt frá öxlum ofan og æ því mjórra, er það hefir neðar meir verið séð. En
það hefir engi séð, hversu hinn neðri endir er skapaður á því, hvort heldur er,
að sporður hefir á verið sem á fiski eða hefir hvasst niður verið sem hæll. En
líkamur þess hefir því líkur verið að ásýn sem jökull. Engi hefir það svo
glöggt séð, hvort heldur hefir á verið hreistur sem á fiski eða húð sem á
manni. Jafnan þegar þetta skrímsl hefir séð verið, þá hafa menn og vitað vísan
storm í hafi eftir. Það hafa menn og markað, hversu það hefir horft eða fallið
síðan á sjó, þá er það hefir steypzt. En ef það hefir horft að skipi og þangað
steypzt, þá hafa menn víst vitað sér manntjón á því skipi. En ef það hefir
horft frá skipi og þangað steypzt, þá hafa menn verið í góðri vilnan, að þeir
mundi halda mönnum, þó að þeir hitti i stóran sæ og storma mikla.
Það hefir og enn séð verið þar eitt skrímsl, er menn kalla
margýgi. Þess vöxtur hefir svo sýnzt sem það hafi kvenmanni líkt verið upp ífrá
linda stað, því að það skrímsl hefir haft á brjósti sér stóra spena svo sem
kona, langar hendur og sítt hár og vaxið svo að öllum hlutum um háls og um höfuð
sem maður. Hendur hafa mönnum sýnzt miklar á því skrímsli og eigi með sundurslitnum
fingrum, heldur með þvílíkri fit sem tær tengjast saman á fit fuglum. Niður ífrá
linda stað hefir það skrímsl sýnzt líkt fiski bæði með hreistri og með sporði
og sundfjöðrum. Þetta skrímsl hefir svo verið sem hið fyrra, að sjaldan hefir
það sýnzt nema fyrir stórum stormum. Þetta hefir verið athæfi þessa skrímsl, að
það hefir oft kafs leitað og jafnan svo upp komið, að það hefir haft fiska í
höndum sér. Og ef það hefir horft að skipi og leikið sér við fiska eða kastað
fiskum að skipinu, þá hafa menn verið hræddir um það, að þeir mundu fá stór
manntjón. Það skrímsl hefir og sýnzt mikið og hræðilegt í andliti með hvössu
enni og breiðum augum, mjög mynnt og með roknum kinnum. En ef skrímsl það etur
sjálft fiska eða kastar á haf frá skipi, þá hafa menn verið í góðri von um, að
þeir mundi halda mönnum, þó að þeir fengi stóra storma.
Nú er það enn eitt undur í Grænalands hafi, er ég em eigi
fróðastur um með hverjum hætti, er það er. Það kalla menn hafgerfingar. En það
er því líkast sem allur hafstormur og bárur allar, þær sem í því hafi eru,
safnist saman í þrjá staði. Og gerast af því þrjár bárur. Þær þrjár gerða allt
haf, svo að menn vitu hvergi hlið á vera. Og eru þær stórum fjöllum hærri,
líkar bröttum gnýpum og vitu menn fá dæmi til, að þeir menn hafi úr höfum
komizt, er þar hafa í verið staddir, þá er þessi atburður hefir orðið. En því
munu sögur vera af gjörvar, að Guð mun æ nokkura þaðan hafa frjálsað, þá sem
þar hafa verið staddir, og mun þeirra ræða síðan dreifzt hafa og flutzt manna í
millum, hvort sem nú er svo frá sagt, sem þeir hafa helzt um rætt eða er nokkuð
þeirra ræða aukin eða vanað, og munu vér fyrir því varlega um þá hluti ræða, að
vér höfum fá þá hitta nýlega, er þaðan hafa komizt og oss kynni þessi tíðendi
að segja.
En í því sama hafi þá eru þó mörg fleiri undur, þó að þau
megi ei með skrímslum telja, því að þegar er úr sækir hinum mesta háleik
hafsins, þá er svo mikill gnóttur ísa í hafinu, að ég vita eigi dæmi til
þvílíkra annars staðar í öllum heiminum. Þeir ísar eru sumir svo flatir sem
þeir hafi frosið á hafinu sjálfu, annað hvort fjögurra álna þjokkir eða fimm,
og liggja svo langt undan landi, að það verður annað hvort fjögurra daga ferð
eða fleiri, er menn fara að ísum. En þeir ísar liggja meir í landnorður eða til
norðurs fyrir landinu heldur en til suðurs eða útsuðurs eða vesturs. Og fyrir
því skal um landið sigla, hver er landinu vill ná til, útsuður og vestur til
þess, er hann er umkominn alla þessa ísa von og sigla þaðan og til landsins.
En iðulega hefir menn það hent, að þeir hafa of snemma
landsins leitað, og hafa þeir fyrir því í þessa ísa komið. Og sumir þeir, er
hafa í komið, þá hafa týnzt, en sumir hafa og úr komizt, og höfum vér nokkura séð
af þeim og heyrt þeirra ræður og frásagnir. En það hafa allir til ráðs tekið,
þeir sem í þessa ísavök hafa komið, að þeir hafa tekið smábáta og dregið á ísa
upp með sér og hafa svo leitað landsins, en hafskip og allur annar fjárhlutur,
þá hefir þar eftir dvalzt og týnzt, en sumir hafa og úti búið síðan á ísum,
áður en þeir hafa landi náð, fjóra daga eða fimm og sumir enn lengur.
Ísar þessir eru undarlegir að náttúru. Þeir liggja stundum
svo kyrrir, sem von er að, með sundurslitnum vökum eða stórum fjörðum, en
stundum er svo mikil ferð þeirra og áköf, að þeir fara eigi seinna en það skip,
er gott byrleiði hefir. Og fara þeir eigi sjaldnar móti veðri en fyrir, þegar
sem þeir taka ferðina.
Þar eru enn sumir þeir ísar í því hafi, er með öðrum vexti
eru, er Grænlendingar kalla falljökla. Þeirra vöxtur er eftir því, sem hátt
fjall standi upp úr hafinu og blandast eyvitar við aðra ísa, nema sér einum saman
heldur hann.
Í því hafi eru og hvala kyn mörg, sem vér höfum fyrr um
rætt.
Svo er og sagt, að þar sé og öll sela kyn í því hafi, og
fylgja þeir mjög ísum þessum, svo sem þar sé ekki þrot ærinnar átu. En þessi
eru þau kyn sela, er þar eru:
Eitt kyn af þeim er það, að nóselar heita, og verða þeir
ekki lengri en fjögurra álna langir.
Þá er það annað selakyn, er orknselar heita og verða þeir
fimm álna langir eða sex, þeir er lengstir verða.
Þá er það hið þriðja sela kyn, er flettuselar eru kallaðir,
og verða þeir þvílíkir að lengd sem þeir, er áður ræddum vér um.
Þá er það hið fjórða sela kyn enn, er granselar heita, og
verða þeir sumir 6 álna eða 7, þeir er lengstir verða.
Þá eru enn sum smærri þar sela kyn og er það kallað af þeim
eitt opnuselar, og eru þeir fyrir því svo kallaðir, að þeir symja eigi á grúfu
sem aðrir selar, heldur symja þeir opnir eða ellegar á hlið, og verða þeir ekki
stærri en fjögurra álna.
Þá er það enn eitt sela kyn, er smæst er og skemmingur
heitir, og eru þeir eigi lengri að vexti en tveggja álna, og er það með
undarlegri náttúru, því að svo er frá sagt, að hann fer undir þá ísa, er flatir
eru og annað hvort eru fjögurra álna þjokkir eða fimm, og blása í gegnum þá,
svo að þeir hafa stórar vakir, þar sem þeir vilja.
Nú er það enn eitt kyn eftir, er Grænlendingar kalla í tölu
með hvölum, og virðist mér svo, að þá megi heldur telja með selum, er rostungur
heitir, og verða þeir að vexti fjögurtán álna eða fimmtán, þeir sem lengstir
verða. Vöxtur þess fisks er allur sem sel, bæði hár og höfuð, og húð og fitjar
aftur og sundhreifir svo sem á sel. Eigi er hann og ætur á föstudögum heldur en
aðrir selar. En það bregður af vexti hans frá öðrum selum, að hann hefir tennur
tvær stórar og langar umfram aðrar smátennur, og standa þær í efra gómi í öndverðu
höfði. Húð hans er góð og þjokk til reipa, og rista menn þar af sterkar ólar,
svo að vel draga sextigi manna eitt reip eða fleiri og geta þó eigi slitið.
Þessi sela kyn, er nú höfum vér um rætt, þá eru fiskar
kallaðir, því að þeir fæðast í sjó og lifa við aðra fiska, og eru þeir mönnum
vel ætir og þó eigi sem hvalar, því að hvalar eru ætir á föstudögum sem aðrir
fiskar, en þessir fiskar eru eigi ætir, nema þá er kjöt skal eta.
En eigi veit ég fleiri hluti í Grænalands hafi sjálfu, þá er
mér þyki getuverðir eða frásagnar, nema það sem nú höfum vér rætt.
Sonur: Þessir hlutir munu öllum þykja undarlegir þeim, sem
heyra, bæði um skrímsl þau, er töld hafa verið í hafi því. Svo skilst mér og að
þetta haf mun vera stormsamara en hvert annarra og þykir mér því það undarlegt,
að það er þakt með ísum um vetrum og sumrum umfram öll önnur höf, þau sem eru.
Og þykir mér undarlegt, hví menn girnast þangað svo mjög að fara, er svo mikill
lífsháski liggur við, eða hvað menn sækja til þess lands, það sem til nytsemda
horfir eða gæzku.
Svo vil ég þess með leyfi spyrja, við hvað sá lýður lifir,
er það land byggir? Eða hversu landinu er farið, hvort það er ísum þakt sem
hafið eða er það þítt, þó að hafið sé frosið? Eða er nokkuð sáð á landinu sem á
öðrum löndum? Svo forvitnar mig og það, hvort þér ætlið, að það sé meginland
eða eyland, eða eru dýr nokkur á því landi, eða slíkir hlutir, sem í öðrum
löndum eru?
Faðir: Þar er þú forvitnar um það, hvað menn sækja þangað
til lands þess, eða hví menn fara þangað í svo mikinn lífsháska, þá dregur þar
til þreföld náttúra mannsins.
Einn hlutur er kapp og frægð, því að það er mannsins náttúra
að fara þangað, sem mikils er háska von, og gera sig af því frægan.
En annar hlutur er forvitni, því að það er mannsins náttúra
að forvitna og sjá þá hluti, er honum eru sagðir, og vita, hvort svo er, sem
honum var sagt, eða eigi.
Hinn þriðji hlutur er fjárföng, því að hvervetna leita menn
eftir fénu, þar sem þeir spyrja, að féföngin eru, þó að mikill háski sé annan
veg við.
En á Grænalandi er svo, sem þú mátt vonu nær vita, að allt
það, sem þangað kemur af öðrum löndum, þá er þar dýrt, því að það land liggur
svo í fjarska við önnur lönd, að þangað fara sjaldan menn. En hvaðvetna það,
sem þeir skulu landinu með hjálpa, þá verða þeir það allt kaupa af öðrum
löndum, bæði járn og svo við allan, þann sem þeir skulu hús af gera. En þenna
fjárhlut flytja menn þaðan móti sínum varningi, bukkavöru og nautavöru og dalarnir
eru ísum þaktir, svo að hvergi finnur hlið á. En það mun þó raunar vera, að
vera munu þau hlið annað tveggja í dölum þeim, er liggja millum fjallanna eða
með ströndum, er dýrin megu gegnum hitta, því að eigi mætti dýrin ellegar renna
af öðrum löndum, nema þau finni hlið á ísum og landið þítt. En oft hafa menn
freistað að ganga upp á landið á þau fjöll, er hæst eru í ýmisum stöðum að
sjást um og vildu vita, ef þeir fyndi nokkuð, er þítt væri á landinu og
byggjandi. Og hafa menn hvergi það fundið, nema þar sem nú búa menn, og er það
lítið fram með ströndinni sjálfri.
Marmari er þar mikill á því landi, þar sem byggt er, með
ýmisum lit, bæði rauður og blár og grænfáinn.
Val er þar og margur í því landi, sá er í öðrum löndum þætti
mikil gersimi í vera — hvítir valir — og er hann gnógari þar en á engu landi
öðru, og kunnu landsmenn sjálfir þó sér ekki af að nýta.
Sonur: Þér gátuð þess og fyrr í yðvarri ræðu, að ekki sáð er
á því landi, og vil ég nú þess spyrja, við hvað það fólk lifir, er á því landi
er, eða hversu mikið það fólk er, eða hvað matvistum það hefir, eða hvort það
hefir tekið við kristni eða eigi?
Faðir: Fátt er fólk á því landi, því að lítið er þítt, svo
að byggjandi er. En það fólk er kristið, og kirkjur hafa þeir og kennimenn. En
ef það lægi nær öðrum löndum, þá mundi það vera kallaður þriðjungur af einum
biskupsdómi, en þó hafa þeir sér nú biskup, því að eigi hlýðir annað sakar svo
mikillar fjarvistar, sem þeir eru við aðra menn.
En þar er þú leitar eftir því við hvað, er þeir lifa á því
landi, með því að þeir hafa ekki sáð. En við fleira lifa menn en við brauð
eitt. Svo er sagt, að á Grænalandi eru grös góð, og eru þar bú góð og stór, því
að menn hafa þar margt nauta og sauða, og er þar smjörgerð mikil og osta. Lifa
menn við það mjög og svo við kjöt og við alls konar veiði, bæði við hreina hold
og hvala og sela og bjarnar hold, og fæðast menn við það þar á landi.
Sonur: Enn þykir mér nokkuð vanspurt vera um þetta land.
Hvað ætlið þér, að valdi, hví það land hafi meiri ísafjölda en ekki annarra eða
hafið, það sem þar er um. Og þó skilst mér það af, að hafið sé bæði djúpt og þó
mjög salt og svo iðulega gjálfursamt. Og hugða ég, að það mundi eigi
auðveldlega frjósa, því að hvervetna þar sem hafið er djúpt og þó saltur
særinn, þá kunnu varla að frjósa, en þó allra sízt, þá er hræring hafsins
fylgir og gjálfurljótt verður. En mér heyrist svo um þetta haf, er nú ræddum
vér um, og svo landið, þá verður aldreigi millum, að eigi er ísum þakt
hvorttveggja, landið og hafið, nema það kunni að verða stundum hér og hvar, að
hlið verður á ísum fyrir hræring gjálfursins, en eigi fyrir ylja sakir.
Nú með því, að þar er jafnan frostið, bæði vetur og sumar,
þá vil ég nú þess biðja, að þér skýrið, hversu veðrátta er á því landi, hvort
þar verða nokkurir yljir eða fögur sólskin sem í öðrum löndum, eða er þar
jafnan ill veðrátta og fyrir því svo mikill gnóttur ísa og frosta? Og vil ég,
að þér lýsið fyrir mér þenna spurning, og svo um það, sem ég hefi fyrrmeir
spurt í okkarri ræðu, um það, er Grænlendingar kalla norðurljós. Og vildi ég
nú, að þér leystið þenna spurdaga fyrir mér og um það, hvað þér ætlið, í hverjum
hlut heimsins, er þetta land liggur. Hvort það liggur á einni hverri utanverðri
heimsins síðu, eða liggur það nokkuð inn í landaklofa sem önnur stór lönd með því,
að þér segið, að það er áfast við önnur meginlönd?
Faðir: Þessa hluti, sem nú hefir þú spurða, þá má ég þig
eigi sannfróðan gera til fulls fyrir því, að ég hefi engan þann fundið, er kannað
hafi allar kringlur heimsins eða hans vöxt eða rannsakað hafi allar heimsins
síður eða landaskipan eða þau endimörk, sem þar eru í skipað. Og ef ég hefði
nokkurn þann fundið, er þessa hluti hefði séð og rannsakað, þá mætti ég þig hér
sannfróðan um gera. En það má ég í Ijós láta við þig, hvað getur manna eru,
þeirra sem helzt hafa ætlað eftir líklegleikum. En þeir menn, sem helzt hafa
ritað um heimsins vöxt eftir tilvísan Ysidori eða annarra fróðra manna, þá hafa
það mælt, að í himnum eru þeir meginvegir, sem óbyggjandi er undir.
Er einn svo heitur, að ekki má undir búa fyrir hita sakir og
bruna, og hvervetna brennur, er undir verður. Og þykir mér það líkast, að sá
mun vera meginrásarvegur sólarinnar, og ætla ég allan þann veg skipaðan vera
með logandum geislum hennar, og má ei fyrir því þar undir búa engi sá, er vel
tempraðan bólstað vill hafa.
Svo hafa þeir og mælt um þá tvo vegu, er í himni liggja, að
þar er óbyggjandi undir, að þeir sé svo kaldir, að fyrir þá sök sé eigi hægra
undir þeim að búa fyrir kulda sakir, en hinnug er fyrir ofurhita sakir. Því að
þar hefir kylurinn svo mikið afl undir sig dregið, að vatnið hafnar náttúru
sinni, því að það snýst í jökul og svo öll löndin þekjast með ísum og svo höf,
ef undir þeim veg liggja.
Og skilst mér þá það, að fimm sé vegirnir í himnum. Tveir
þeir, er byggjandi er undir, en þrír hinir, er óbyggjandi er undir.
Nú er þar allt byggjanda undir þeim vegum, er millum eru
kuldans og brunans. Og er það líkt, að því sé landa skipti á, að sum sé heitari
en sum, og liggi þau nær meir bruna veginum, er heitari eru.
En þau lönd, sem köld eru, svo sem lönd vor, þá liggja þau
þeim veg nær meir, er kaldur er, og frost má við koma sínu afli að svala. En
eftir hugþokka mínum að ætla, þá þykir mér það líkast, að hinn heiti vegurinn
liggur úr austri og í vestur með bjúgum hring brennanda þegar umkringdum öllum
jarðarböllum. En það er þá líkast móti því, að þeir hinir köldu vegirnir liggja
á hinum yztum síðum heimsins til norðurs og suðurs. Og ef ég hefi þetta ætlað
eftir réttri skipan, þá er það ei ólíkt, að Grænaland liggi undir þeim kalda
veginum fyrir því, að það vitni bera flestir Grænalandi, þeir sem þar hafa
verið, að kuldinn hefir þar fengið yfrið afl sitt og svo ber hvervetna vitni á
sér landið og hafið, að þar er algangsi orðið frostið og meginafl kuldans, því
að það er bæði frosið um vetrum og sumrum og hvortveggja ísum þakt.
Það mæla menn og víst, að Grænaland liggi á yztu síðu
heimsins til norðurs. Og ætla ég ekki land út úr kringlu heimsins frá
Grænalandi nema hafið mikla, það er umhverfis rennur heiminn. Og það mæla menn,
þeir sem fróðir eru, að það sund skerist í hjá Grænalandi, er hið tóma haf
steypist inn í landaklofa og síðan skiptist það með fjörðum og hafsbotnum allra
landa millum, þar sem það nær að renna inn í kringlu heimsins.
En þar er þú spurðir eftir því, hvort sól skín á Grænalandi
eða verði það nokkuð sinni, að þar sé fögur veður sem í öðrum löndum, þá skaltu
það víst vita, að þar eru fögur sólskin, og heldur er það land veðurgott
kallað.
En þar skiptist stórum sólargangur, því að þegar sem vetur
er, þá er þar nálega allt ein nótt. En þegar er sumar er, þá er nálega sem allt
sé einn dagur. Og meðan er sól gengur hæst, þá hefir hún ærið afl til skins og
bjartleiks, en lítið afl til yljar og hita. En hefir hún þó svo mikið afl, að
þar sem jörðin er þíð, þá vermir hún svo landið, að jörðin gefur af sér góð
grös og vel ilmandi. Og má fólkið fyrir því vel byggja landið, þar sem það er
þítt, en það er afar lítið.
En sá hlutur, er þú hefir oft eftir spurt, hvað vera mun
það, er Grænlendingar kalla norðurljós, þá em ég eigi um þann hlut fróðastur.
Og hefi ég þá menn fundið iðulega, er langar stundir hafa á Grænalandi verið,
og þykjast þeir þar ei sannfróðir um vera, hvað það er. En þó er svo um þann
hlut sem um flesta aðra þá, sem menn vitu eigi til sanns, að vitrir menn færa í
ætlan og í getur og geta slíks um, sem þeim þyki þá vera vænlegast og
sannlegast.
En þessi verður natura og skipan á norðurljósi, að það er æ
þess Ijósara, er sjálf er nótt myrkvari, og sýnist það jafnan um nætur, en
aldrigin um daga, og oftast í niðmyrkrum, en sjaldan í tunglskini. En það er
svo tilsýnum, sem maður sé mikinn loga langa leið af miklum eldi. Þar skýtur af
í loft upp að sjá hvössum oddum misjöfnum að hæð og mjög ókyrrum og verða
ýmisir hærri. Og bragðar þetta Ijós allt tilsýnum svo sem svipandi logi. En
meðan þessir geislar eru hæstir og bjartastir, þá stendur þar svo mikið Ijós
af, að þeir menn, er úti verða staddir, þá megu þeir vel fara leiðar sinnar,
svo og að veiðiskap, ef þeir þurfa. Svo og ef menn sitja í húsum sínum og er
skjár yfir, þá er svo Ijóst inni, að hver maður kennir annan, sá sem inni er
staddur. En svo er þetta Ijós brigðilegt, að það þykir stundum vera dökkvari,
svo sem þar gjósi upp svartur reykur á millum eða þjokkur mjörkvi. Og er þá því
líkast, að Ijósið kvefist þá í þeim reyk, sem það sé búið að slökkna, og sem
það kóf tekur að þynna, þá tekur það Ijós annað sinni að birtast. Og það kann
að verða stundum, að mönnum sýnist svo sem þar skjóti af stórum gneistum svo
sem af sindranda járni því, er nýtekið verður úr afli. En þá er nóttin líður og
dagur nálgast, þá tekur þetta Ijós að lægjast. Og er þá sem það hverfi allt í
þann tíma, er dagur birtist.
En þeir menn er í ætlan eða í umræðu hafa slíka hluti fært,
þá eru þeir þrír hlutir, er menn hafa í getur fært, að einhver mundi vera af
beim.
Menn segja sumir, að eldur kringi umhverfis höfin og öll
vötn þau, sem hið ytra renna um böll jarðarinnar. En með því að Grænaland
liggur á hinni yztu síðu heimsins til norðurs, þá kalla þeir það mega vera, að
það Ijós skíni af þeim eldi, er umhverfis er kringdur hin yztu höfin.
Þetta hafa og sumir í ræður fært, að í þann tíma, er rás
sólarinnar verður undir belli jarðarinnar um nóttina, að nokkurir skimar megi
af hennar geislum bera upp á himininn með því, að þeir kalla Grænaland svo
utarlega liggja á þessi heimsins síðu að brekkuhvelið jarðarinnar má þar
minnka, það er fyrir ber skin sólarinnar.
En þeir eru sumir, er þetta ætla, og það þyki og ei ólíkast
vera, að ísarnir og frostið dragi svo mikið afl undir sig, að af þeim geisli
þessi skimi.
Eigi veit ég þá hluti fleiri, er í getur sé fært um þetta
mál, en þessa þrjá hluti, er nú ræddum vér um, og engan dæmum vér sannan af
þeim, en þessi þyki mér ei ólíkastur, er síðast ræddum vér um.
Eigi veit ég og fleiri þá hluti á Grænalandi, er mér þykja
áminningar verðir í umræðu en þessa, er nú höfum vér um talað og hér eru
ritaðir eftir ætlan horskra manna.
Sonur: Þeir hlutir eru hér allir umræddir, er mér þyki
undarlegir vera og þó mikill fróðleikur, að maður má fara út úr heiminum og sjá
sjálfur þau endimerki, er Guð hefir skipað með svo miklum torfærum, sem nú hafi
þér frá sagt, en enn þyki mér lítið vanspurt um þetta sama mál eftir því, sem
þér gátuð í hinu fyrra orði.
Þér sögðuð svo að þessum þrem gátum, að yður þótti líkast
vera, að þetta Ijós mundi skína af frosti og jöklum, en í fyrra orði létuð þér
það fylgja, þá er þér sögðuð, hversu þetta Ijós var til sýnum, að þar skaut upp
endur og sinnum þoku og mjörkva líkan svörtum reyk í því Ijósi og þykir mér það
undarlegt vera, ef kuldinn er þar svo algangsa, að af honum stendur þetta Ijós
líkt eldlegum geislum, hvaðan reykur sá kemur, er stundum þykir skýja og
skyggja fyrir Ijósið, svo að það þykir nálega kafna við því, að mér þykir það
líkt, að heldur verður reykurinn af ylinum en af frostinu.
Þá er enn sá annar hlutur, er mér þykir og undarlegur vera,
er þér gátuð enn fyrr í yðvarri ræðu, að þér tölduð heldur Grænaland vera
veðurgott, enda er það þó fullt af jöklum og frosti, þá má ég það varla skilt
fá, hversu það land má veðurgott vera.
Faðir: Það er þú spurðir um reyk þann, er stundum sýnist
fylgja norðurljósi, og lézt það fylgja, að þér þótti það líkt, að reykurinn
kæmi heldur af yl en kulda, þá sanna ég það með þér, en þú mátt það vita, að
hvarvetna þar sem jörðin er þíð undir jöklinum, þá varðveitir hún æ nokkurn
verma í undirdjúpum sínum. Svo og hafið undir ísunum, þá varðveitir það og
nokkurn yl í djúpum sinnum, en ef jörðin værí án allan verma eða yl, þá væri
hún öll í einum þela, frá ofanverðu og niður til hinna neðstu grundvalla. Svo
og höfin, ef þau hefði engan hlut verma í sér, þá væri það allt einn jökull frá
ofanverðu og til grunns.
Verða munu og hvortveggja stórar rifur á þeim jöklum, er á
landinu liggja, eða svo og vakir á þeim ísum, er í hafinu liggja. En hvarvetna
þar sem jörð verður ber, sú, er þíð er, hvort sem heldur er, að hún berast, þar
sem engi liggur jökull yfir henni eða berast hún undir gínandi rifum jökulsins.
Svo og hafið, þar sem það berast undir sundurslitnum vökum íssins, þá gefur
hvortveggja þaðan ropa af undirdjúpum sínum og kann vera að það duft safnist
saman og sýnist það líkt reyki eða mjörkva. Og taki sú þoka fyrir að draga
norðurljósið þeim sinnum, er því þyki líkt vera, sem það kæfi reykur eða
mjörkvi.
En þar er þú ræddir um veðurleik landsins, að þér þótti það
undarlegt, hví það land var veðurgott kallað, þá vil ég það segja þér, hversu
því landi er farið.
Þeim sinnum, er þar kann illviðri að verða, þá verður það
þar með meiri ákefð en í flestum stöðum öðrum, hvortveggja um hvassleik veðra
og um ákefð frosts og snjóa. En oftast haldast þar illviðri litla hríð, og er
langt í millum, að þau koma, og er þá góð veðrátta millum þess, þó að landið sé
kalt. Og verður því náttúra jökulsins, að hann verpur af sér jafnan köldum gust
þeim, sem élum hrindur brott af hans andliti, og heldur hann oftast beru höfði
yfir sér. En jafnan gjalda hans þó nálægir grannar, því að öll önnur lönd, þau
er í nánd honum liggja, þá taka mikil illviðri af honum. Og koma þau öll þá á,
er hann hrindir af sjálfum sér með köldum blæstri.
Nú ef þér skilst þetta, þá þyki mér eigi fleiri spor hér til
koma en nú hefir þú heyrt hér af þessu.
Sonur segir sína þykju: Þessir hlutir skiljast mér allir
vel, og þyki mér víst sannlegt, að svo muni vera, en þó eru enn þeir hlutir, er
þér gátuð litlu fyrri í yðvarri ræðu, er ég vil enn með yðru leyfi til
forvitnast.
Þér sögðuð svo, að báðar síður heimsins væri kaldar, jafnvel
hin syðri sem hin nyrðri, en ég heyri það alla menn segja, þá sem sunnan af
löndum koma, að þau sé æ þess heitari, er maður fer sunnar. Svo og allir þeir
vindar, er úr suðurættum koma, þá eru þeir bæði blautari og hlærri en aðrir
vindar. Svo gera þeir vindar og iðulega um vetrum góðan þey, þó að aðrir vindar
sé svo kaldir, að frost standi af og ísa leggi. En þá er varmt er sumar, þá er
þó æ jafnan sunnanvindur hlærri en aðrir vindar.
Nú er yður leiðist eigi spurning mín, og þætti ég eigi of
margs spyrja, þá vilda ég enn biðja yður, að þér veittið svör þessarri
spurning.
Faðir talar fullvitur: Þá er ég sagða yður, að á himnum voru
skipaðir þrír vegir torfærilegir, einn brennandi en tveir kaldir, þá gat ég
þess, að hinn heiti vegur beygist úr austri og í vestur. En ef ég hefi það sagt
með réttri skipan, þá ætla ég víst, að jafnköld sé að því í syðri síðunni sem í
nyrðri. En þó ætla ég öll þau lönd, er liggja nær hinum heita veginum, hvort
sem þau liggja fyrir sunnan hann eða norðan, þá ætla ég öll þau heit vera, en
hin ætla ég köld vera, löndin, er fjarri liggja á hvorri tveggja síðunni.
En þar er þú gazt þess, að allir menn segja löndin æ því
heitari, er sunnar fer, þá ætla ég það því valda, að þú munt engan þenna fundið
hafa, er jafn langt hafi suður á lönd farið frá þeim heita veginum, sem þessi
lönd liggja norður í frá, er nú höfum vér um rætt.
En þar sem þú ræddir um það, að vindarnir þeir, sem úr
suðurættum koma, eru varmari en aðrir, þá er það líkt, að hann verði varmur til
vor að koma, þó að hann blæsi af sunnanverðri frosinni síðu heimsins, því að
hann blæs gegnum boginn hring brennanda vegar, og kemur hann því varmur norður
í gegnum hann, þó að hann blási kaldan sunnan til. Og ef menn byggi jafn nær
hinum kalda veginum á syðri síðu, sem Grænlendingar búa á hinni nyrðri, þá ætla
ég víst, að jafnvarmur kæmi norðanvindur til þeirra sem sunnanvindur til vor.
Því að svo eigu þeir norður að líta til miðs dags og allrar sólar rásar, sem
vér eigum suður að líta, er fyrir norðan búum sólina.
Það sem fyrr höfum við um rætt, að um vetrum er hér
sólargangur lítill, en svo mikil gnótt um sumarið, að nálega er allt, sem einn
dagur sé.
Nú skaltu á því marka, að vegur sólarinnar er einkum
breiður, og er eigi rás hennar svo mjó eða bein, sem hún renni jafnan á einum
streng. En þegar er hún tekur hinar yztu rennslur á skáðum veg til suðurs, þá
hafa þeir sumar og nógan sólargang, er búa á yztum síðum heimsins til suðurs,
en vér höfum þá vetur og eklu sólargangs. En þegar sem sól tekur hina yztu
rennslu til norðurs, þá höfum vér yfrinn sólargang, en þeir hafa þá kaldan
vetur, og fer svo jafnan, að hún stígur þá upp til norðurs, er hún stígur niður
til suðurs. En þar er hún stígur niður til norðurs, þá tekur hún að vaxa til
hinnar syðri síðu.
Það skaltu og vita, að svo fer dægra skipti sem sólargangur,
því að sumum stöðum er þá miður dagur, er sumum stöðum er mið nótt. En sumum
stöðum rennur þá dagur upp og lýsir, er sumum stöðum tekur að rökkva og nátta.
Því að jafnan fylgir dagur sólinni og Ijós, en skugginn flýr sólina og sækir þó
eftir henni æ, sem hún líður undan, og er þar jafnan nóttin, sem skugginn er,
en þar jafnan dagur, sem Ijósið er.
En nú ef þessir hlutir skiljast þér allir vel, er við höfum
nú um rætt þessar stundir, hvortveggja um dægra far eða sólargang, eða allir
aðrir þeir hlutir, er við höfum þar um rætt, þá máttu vera fyrir því fullgóður
farmaður, að fáir munu um slíka hluti fleira spurt hafa en þú.
Sonur: Víst þætti mér nú fróðleikur í vera, ef ég mætti alla
hluti þá muna eftir, er þér hafið mér nú kunnuga gerva. Svo þykjumst ég nú það
finna í yðvarri ræðu, að yður þykir yfrið margra hluta ég spurt hafa í þessari
ræðu. En ef yður leiðist eigi spurning mín, þá er sú ein lítil spurning, er ég
vilda til forvitnast með yðru leyfi og mér þykir horfa til farmanna íþróttar.
Þér gátuð þess mjög löngu í yðvarri ræðu, að það byrjaði
þeim mönnum, er farmenn vilja vera, að vera árbúnir um vorum og sjá við því að
vera eigi um haustum lengi í hafi. En á tíma kváðuð þér eigi nær yður þætti
fyrst til hættandi vera um vorum að fara yfir höf landa á millum, eða svo og
nær yður þætti síðast til hættandi yfir höf að fara um haustum.
Þess gátuð þér með hverjum atburð höfin tóku að lægja storma
sína, en um það rædduð þér ekki með hverjum hætti þau taka að ókyrrast. Og vil
ég enn gjarnsamlega biðja, að yður leiðist eigi að leysa þessa spurning fyrir
mér. Því að mér virðist, að berast mætti svo að, að þætti eitthvert sinn
nauðsynlegt að vita og þó fróðlegt að kunna.
Faðir: Þeir hlutir, er þar ræðir þú nú um, þá er varla sem
með einum hætti sé, því að höf eru eigi öll jöfn. Höf eru eigi öll jafnstór.
Smáhöf eru skipað með litlum torfærum, og megu menn til hætta flesta alla tíma
yfir þau að fara. Því að þar er fyrir litlu að sjá, eins dægurs byr eða tveggja
þeim mönnum, er veðurkænir eru. Því að þau eru mörg lönd, er gott er til hafna
í, þegar er menn koma til lands. En hvervetna þar sem svo er til vaxið, að menn
megu bíða byrjar í góðri höfn, eða ellegar sé góðra hafna fyrir von, þegar
maður kemur fram, enda hafið svo lítið, að eigi þarf lengri forsjá fyrir að
hafa en eins dags ferð eða tveggja, þá má yfir slík höf hætta næsta í hvern
tíma, er sýnist. En þeim er leið er skipað með torfærum meirum, annað hvort með
löngu hafi rastafullu, eða ellegar sé þeirra landa von fyrir stafni, er
háskasamlegar hafnir eru í annað hvort fyrir skerja sakar eða boða eða grunna eða
stórra sanda, þá er hvervetna þar sem svo til vaxið, að mikla forsjá þarf fyrir
að hafa og eigi má þar síðarlega til hætta að fara yfir slík höf landa meðal.
En þar er þú leitaðir eftir tíma, þá þykir mér það sannlegast, að varla sé
síðar til hættandi yfir höf að fara en í þann tíma, er inn gengur öndverður
octóber, því að þá þegar taka höf mjög að ókyrrast, og vex þeirra stormur
jafnan síðan. Því meir, er síðar er á hausti, og nær meir sækir vetri. En í
þann tíma, er inn gengur septima decima kalendas novembris, þá tekur
austanvindur að ógleðjast og þykist vera aftignaður eftir brauttekinn
höfuðbúnað gulllegrar kórónu. Því næst setur hann á höfuð sér skýbaktan hött,
andvarpar af þjósti miklum svo sem syrgjandi eftir nýfenginn skaða. En þá er
landsynningur lítur ófagnað granna síns, þá hryggist hann með tvefaldri sorg.
Sú er hans önnur sorg, að hann hræðist slíkt rán, sem austanvindur hefir
fengið. En önnur er sú, að hann hryggist af harmi góðs granna síns og ágæts.
Hann æsist af harmi reiðs hugar og yglir brúnum undir fólgnum skrúfi og blæs
þjóstsamlega reytandi slefu. En þá er sunnanvindur lítur reiði násettra granna,
þá skrýðist hann með skýjaðri loðkápu og hirðir svo fyrir þeim sinn auð og
ylsamlegar féhirzlur og blæs harðlega svo sem með óttasamlegri vörn. En þá er
útsynningur verður var, að vinátta kólnar eftir rofnar sættir, þá klökknar hann
af harmi hugar með stórum regnélum, yglir augu yfir tárdöggu skeggi, belgir
hvofta undir þykkskýjuðum hjálmi, blæs af æði með köldum regnskúrum, leiðir
fram harðla þykkar bylgjur og brjóstmiklar bárur með skipgjörnum áföllum og
býður öllum hafstormum að æsast með kappsamlegri reiði. En þá er vestanvindur
sér það, að honum kemur af austri hrygglegur blástur og harmsamleg andvörp, þar
sem hann var áður vanur þaðan við að taka skínandi geislum með hátíðlegum
vingjöfum, þá skil hann það gerla, að sættir eru sundurslitnar og uppsagt allri
friðargerð og hryggist hann með mikilli kviðu sakar ófriðar og fer hann í
svartan ógleðikyrtil og dregur þar yfir sig gráskýjaða kápu og kastar ákaflega
öndu með harmsamlegri kviðu, situr með snerkjanda nefi og frostanda vörum. En
þá er bráðlyndur útnyrðingur sér þenna hryggleik granna sinna og lítur skaða
sjálfs síns um kveldlegar fegurðir þær, er hann var vanur áður að hafa, þá
sýnir hann skjótt lunderni með stríðri reiði, yglir heldur hvasslega brýnn,
reytir harðlega með skrapanda hagli og leiðir fram glumrandi reiðiþrumur með
ógurlegum eldingum, og sýnir af sinni hendi ógurlega reiði án allrar vægðar. En
þá er norðanvindur saknar þeirrar blíðu, er hann fékk af sunnanvindi og mildlegra
vingjafa, þá leitar hann að sínum fjárhirzlum og hrósar þá þeim auð, er hann
hefir gnógastan til og leiðir fram dökkvan skima með glæjanda frosti, setur á
höfuð sér ískaldan hjálm yfir jökluðu skeggi, blæss stríðlega að haglsfullum
skýfjöllum. En kaldur landnyrðingur situr reiðulega með snjódrifnu skeggi og
gustar kaldlega vindþrotnum nösum, eitlar augum undir hrímfrosnum brúnum,
snerkir kinn undir kaldskýjuðu enni, hvetur hvofta með ískaldri tungu, blæs af
þjósti með smuglegu rennidrifi.
En að sundurslitnum friði millum þessara átta höfðingja og
alæstum vindum með stormsamlegri ákefð, þá gerir mönnum ófært yfir höf að fara
landa á millum með mörgum torfærum. Dagur skemmist, en nótt myrkvist, haf
ókyrrist, bárur styrkjast, en ádrykkir kólna, regn stærist, en stormur
kveikist. Boðar vaxa, en strandir synja góðra hafna. Menn dæsast, en skipfarmi
kastar, og týnist iðulega mikill manna fjöldi sakar of mikillar tilhættni.
Sálur eru lagðar undir háskasamlegan dóm fyrir vangæzlu sakar og skjótlegs
dauða.
Nú er fyrir því öllum vitrum mönnum viðursjáandi að verða
síðarlega í höfum staddir, því að við mörgum háskum er að sjá og eigi við
einum, ef maður hættir of mjög undir slíka tíma.
Nú er fyrir því það betur tilætlað að fara meðan bezt er
sumars, að það er von verr, ef illa hlýðir, meðan vel er fyrir séð og
viturlega. En það er víst betur en von er að, ef það fer vel, er heimsklega er
til ráðið eða ætlað fyrir öndverðu, þó að það hlýði stundum.
Það kalla ég viturlega tilætlað, að maður sitji meðan svo
mikilla háska er von, og neyti með góðu hófi og rólegri hvíld um veturinn þess,
sem hann aflar með starfi um sumarið, heldur en hann egni til þess með sínu
sjálfræði, að hann týni allri þeirri aflan á lítilli hríð, er hann starfaði til
um sumarið. En allra mest er fyrir sjálfum sér að sjá, því að hann aflar
aldrigin síðan, ef svo illa ber til, að hann fylgir tjóni sjálfur.
Sonur: Nú er þetta vel ráðið, að ég jók mína spurning í
næstu ræðu, því að ég hefi bæði fengið af yður síðan fróðleg svör, og þó
nytsamleg, öllum þeim, er vit hafa til að skilja og sér í nyt færa þessa hluti,
er nú hafið þér um rætt. Fyrir því vil ég biðja yður enn, að þér talið með
nokkurum orðum um það, hversu snemma um vorið yður þyki til hættandi vera í höf
að fara landa á millum með ákveðnum tíma eftir því, sem ég beiddumst í hinni
fyrri spurningu.
Faðir: Flestöll höf fyrir utan hin stærstu höf, er mönnum
vel tilhættandi yfir að fara í þann tíma, er öndverður aprilis gengur inn. Því
að í þann tíma, er inn gengur septima decima kalendas aprilis, þá tognar dagur,
sól vex, en nótt skemmist. Norðanvindur fægir vægilega andlit himins með svalri
og léttri veðurblöku og sópar brott alla illviðrisbakka ruglanda skýs og
beiðist nýrrar sættargerðar með blíðri eftirleitan og setjast þá nýjaleik grið
allra vinda á millum. Því að þá girnast þeir allir að taka hvíld eftir móðlega
reiði og erfiðlegan blástur, og samtengist þá annað sinni ný sætt þeirra á
meðal eftir því, sem fyrr var sagt, þá er um þeirra sættargerð var rætt. Létta
regnskúrir, bárur lægjast, áföll minnka og svinar allur þroti þjótanda hafs, og
létta allir stormar. Kemur ró eftir hvíldarlaus nótt.
Nú hefi ég gert, sem þú beiddist að, og sýnt þér hvorntveggja
tíma með ákvæðum, bæði um haustum og um vorum, nær mér sýndist ráðulegast að
fara yfir hafsháska. Svo og hefi ég og þá tíma þér kunna gjörva, er mér þykja
heldur til hvílda fallnir en fara. Markað hefi ég og með nokkurum orðum fyrir
þér birting lofts eða þau endimerki, er skipað eru í himnum, hvortveggja þau,
er torfærileg eru og svo hin, er fær eru. Og ef þú manst alla þessa hluti
innilega, er nú hefi ég rædda fyrir þér, þá muntu eigi taldur vera með ófróðum
farmönnum, ef þú vilt þessarar íþróttar freista.
Nú er ráð að festa þessa hluti alla vel í hug þér fyrst, er
nú hefir þú heyrða, en síðan er kostur að spyrja fleira, ef sýnist.