„The Jungle Gent Hero of a lost Civilisation“

Hertogasonurinn Ian Graham eyddi 50 árum ævi sinnar í það að draga fram í dagsljósið borgir Maya indíána. Graham hefur verið heiðraður í Ameríku fyrir störf sín en er næsta óþekktur í upprunalandi sínu, Bretlandi. Hann settist nýlega að í fæðingarborg sinni, Suffolk, og hefur gefið út sjálfsævisögu sína sem heitir „The Road to Ruins“. Útgáfan vakti takmarkaða athygli í Bretlandi en var mjög fagnað í gervallri Ameríku. Ian Graham er sjálfmenntaður fornleifafræðingur, einkum út frá heimsóknum sínum í British Museum á árum áður. Honum tókst að koma menningu Maya-indíána á kortið, með  því að rannsaka borgir þeirra sem höfðu verið huldar sjónum manna í aldaraðir. Bandaríska tímaritið Archaeology (http://www.archaeology.org/)  lýsti því yfir að: „Ian Graham has done more than any other person to save the fragile written record of the ancient Maya“. Reyndar hafa bandarísk dagblöð talið að hann væri Bandaríkjamaður, einkum vegna þess hve duglegur hann hefur verið að lögsækja óheiðarlega listmunasala þar í landi, sem hafa höndlað með stolna muni frá Mexíkönskum uppgraftarsvæðum. Síðastliðið vor var því haldið fram af embættismanni þjóðminjasafns Guatemala að Graham hefði komið í veg fyrir algera þurrð menningarverðmæta í Guatemala á níunda áratug 20. aldar af völdum auðugra safnara. Það er sannarlega ástæða fyrir áhugamenn um varðveislu menningarverðmæta og mannkynssögu að kynna sér lífshlaup Ians Graham og störf hans í þágu amerískrar menningarsögu (teikningar hans af steinristum Maya-indíána hafa verið notaðar og dugað sem sönnunargögn í málum gegn fornleifaþjófum). Tilviljun virðist hafa ráðið lífshlaupi hans, því Graham þvældist árið 1957 með Rolls-Royce bíl sinn til Bandaríkjanna í ævintýraleit og endaði í Mexíkó. Hafði fyrir hendingu komið að skilti þar sem stóð „Last Gas before Mexico“. Ákvað að þvælast yfir landamærin án þess að horfa um öxl. Þar með voru örlög hans ráðin. Hægt er að fræðast um lífshlaup og ævistarf Ians Graham með leit á Google.com. Hann eignaðist aldrei bíl eftir að hann seldi Rolls-Royce bílinn í Los Angeles, en hélt því sjálfur fram að líf hans hefði hafist á sömu stundu. „The Road to Ruins“ er enn fáanleg í frumútgáfu m.a. á Amazon.com, á allt að 270.000 kr. Notuð eintök fást á allt niður í 30.000 kr. eða svo. Ef heppnin er með, má e.t.v. finna lesið eintak á lægra verði á e-bay. Titillinn á þessa færslu er sóttur í grein í The Sunday Times frá 8. apríl 2012. – – – Sunnudagur 27. maí 2012:

The Time Tribe

Untitled

 

http://www.thetimetribe.com/ Dr. Karen Wehner er mannfræðingur og fornleifafræðingur, búsett í Boston, Massachusetts í Bandaríkjunum. Hún hefur unnið undanfarna 18 mánuði að hugmynd sinni um verkefni í sögu og fornleifafræði. Reyndar tekur það yfir fleiri fræðisvið og veitir töluvert alhliða þekkingu. Verkefnið heitir „The Time Tribe“ og er nám með leik ætlað 8-13 ára börnum. Leikurinn er bæði mjög spennandi og skemmtilegur, auk þess að vera mjög fræðandi. Til að hann verði að veruleika og börn fái notið leiksins, þarf Karen að fjármagna hann með frjálsum framlögum. Fáir dagar eru til stefnu um fjármögnun (lýkur 5. júní) og öll framlög vel þegin (sjá upplýsingar og skilmála hér: http://www.kickstarter.com/projects/1361047337/the-time-tribe-episodic-time-travel-adventure-game). Eitt af því mikilvægasta við „The Time Tribe“, er að leikurinn fer þvert á menningarheima, veitir söguþekkingu, og eflir samhygð og menningarlæsi.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s