151

Annálafærslur í tímaröð

Annales Islandici Posteriorum Sæculorum. Annálar 1400-1800.

Gefnir út af Hinu íslenzka bókmenntafélagi. Reykjavík. Félagsprentsmiðjan, I. bindi 1922-1927, II. bindi 1927-1932, III. bindi 1933-1938IV. bindi 1940-1948, V. bindi 1955-1988, VI. bindi 1987.

Ýmsu er sleppt hér að neðan úr annálunum, svo sem skýrslum um dvalir hirðstjóra á Bessastöðum án þess að frá öðru sé sagt, atriðum sem varða ekki staðarsöguna en aðeins einstaka persónusögur o.þ.h. Þó tekin með andlát á Bessastöðum þegar viðkomandi er greftraður í kirkjugarði staðarins.

1347. Frostavetur kom þá mikill og svo harður, að fraus sjói svo mikillega, að ríða mátti af hverju nesi yfir flestalla firði umhverfis Ísland. Þá hafði verið riðið frá Nesi á Seltjarnarnesi og í Seylu, af Kjalarnesi og til Viðeyjar, af Álftanesi gengið að Hvaleyri. (Setbergsannáll, B. IV, bls. 33).

1404. Drukknaði ráðamaðurinn frá Bessastöðum í Lambhúsa- eða Bessastaðatjörn um haustið. Reið drukkinn frá þeim þýzku sunnan úr Hraunum, er þá höfðu búðir hjá Straumi. (Nmgr.: Þetta er líklega munnmælasaga, sem Gísli hefur ársett of snemma. Ekki er kunnugt um verzlun Þjóðverja hér á landi fyrr en árið 1419, og er fullt svo líklegt, að þeir hafi þá verið hér fyrsta sinn). (Setbergsannáll, B. IV, bls. 38).

1418. Brann fjósið á Bessastöðum og peningur, sem inni var. [Nmgr. Fyrir þessu finnast engar heimildir]. (Setbergsannáll, B. IV, bls. 42).

1480. Kom mikið norðanveður á góuþrælinn. Renndi þá marga firði og víkur. Mælt var, að eftir það veður hefði verið riðið úr Bessastaðanesi syðra og að Skildinganesi á Seltjarnarnesi. (Nmgr.: Fyrir þessu finnast engar heimildir). (Setbergsannáll, B. IV, bls. 51).

1502. Riddari Torfi Jónsson í Klofa drap fógetann frá Bessastöðum, Lienard; Helga Guðnadótir, hans kona, gaf fyrir kirkjuleg hans Vindás, Hreiður og Akbrautarholt. (Löngu síðar í A (á bls. 246, í árinu 1639), er svolátandi klausa: Sagt er, að riddari Torfi Jónsson í Klofa og Helga Guðnadóttir hafi átt 10 börn saman, sem komust til manns, og er af þeim margt fólk komið. Þessi Torfi drap fógetann á Bessastöðum Lienard, og tók þar fyrir opinbera aflausn af biskup Stefáni. Fógetinn kom sér illa við landsfólkið, og hafðist margt illt að; því fékk Torfi ekki stór gjöld fyrir þetta stórræði. Og þegar biskup þetta spurði, átti hann að svara, að Torfi skyldi hafa vegið allra manna heppnastur). (Fitjaannáll, B. II, bls. 32).

1505. Sleginn í hel einn þýzkur maður frá Bessastöðum, eptir liggjandi um veturinn, Hans Ethin af Árna Erlendssyni; hafðist Árni ekki handa, fyrri en hann hafði ákomur fengið, reiddist þá, og sló hann í hel; urðu því bætur hægar, að Árni átti sig að verja, en hinn var ekki úr vors kongs ríkjum; þó var bætt nokkru, því hann var hirðstjórans maður. Um þetta mál dæmir Þorvarður lögmaður Erlendsson, en um útlegð Árna til alþingis fyrir Finnboga lögmann. (Skarðsárannáll, B. I, bls. 77).

1505. Sleginn í hel þýzkur maður frá Bessastöðum Hans Ethin af Árna Erlendssyni. (Vatnsfjarðarannáll, B. III, bls. 35).

1515. Söffrin Nordby hirðstjóri á Íslandi. Hann fann fyrst að sigla inn í Seilu og hafa þar höfn. (Fitjaannáll, B. II, bls. 34).

1522. Þetta skeði í vestanveðri miklu. Brotnuðu þá 8 skip á Áftanesi. Féll þar þá ein stofa á Bessastöðum í grunn. (Setbergsannáll, B. IV, bls. 56).

1524. Týl hirðstjóri höggvinn á Bessastöðum af Dönskum. (Skarðsárannáll, B. I, bls. 87).

1524. Týl hirðstjóri höggvinn á Bessastöðum af Dönskum. (Vatnsfjarðarannáll, B. III, bls. 38).

1532. Var hér á landi í Grindavík einn engelskur kaupmaður, hét Jóhann Breiði. Hann var missáttur við kongsfóveta á Bessastöðum, og vildi ekki gjalda honum toll, sem var átti. Einninn kom misgreiningur í með þessum Jóhann og Hamborgurum, sem og lágu til kaupskapar á Suðurnesjum, og keypti hann og hélt skreið nokk(urr)i, er þeir áttu að hafa, og komu orð í með hvorutveggjum um þessi efni. Gerði sagður Jóhann Breiði sér þá vígi eður virkisgarð skammt frá búðum á Járngerðarstöðum, sem enn sér merki, og gerði orð með spotti þeim Hamborgurum að sækja til sín skreiðina. Tóku sig þá til hinir þýzku menn og Bessastaða fóveti, og komu óvart um nótt upp í Grindavík, komust upp í virki Jóhanns og slógu hann til dauðs og alla hans menn, en tóku skip og góss og allt hvað þeir áttu. Þar sést kuml þeirra eða dysjar hjá virkisgarði. (Skarðsárannáll, B. I, bls. 92-93).

1535. Rak brotið hafskip í útnyrðingsveðri upp á Álftanesi fyrir innan Bessastaði; tók út aftur í landsynningsveðri og strandaði vestur á Mýrum og þar haft til húsabyggingar. (Setbergsannáll, B. IV, bls. 59).

1535. Hengdi smalapiltur á Bessastöðum reiðhest hirðstjórans með snæri í hesthúsinu og strauk síðan. Hafði hirðstjórinn barið hann daginn fyrir stuld. [Nmgr.: Þá mun enginn hirðstjóri hafa setið á Bessastöðum, því að biskuparnir, Jón Arason og Ögmundur Pálsson, höfðu hirðstjórn (1534-1536)]. (Setbergsannáll, B. IV, bls. 59).

1539. Hvítasunnumorgun sjálfan með sólu komu 14 danskir frá Bessastöðum út í Viðey, settust þar að og inntóku hana (áður áttu þeir ei á öllum Nesjum nema Bessastaði, Barneseyri og Lambhús). Þar tóku þeir ij skip, teinæring og tólfæring. Þar næst bönnuðu þeir Hafnfirðingum að sigla í ij ár, en Hafnfirðingar áttu smáskip suður um öll Nes og inn með Sundum og ij teinæringa á eyrinni í Hafnarfirði. Þessi öll skip tóku þeir að sér á öðru árinu. (Sauðlauksdalsannáll, B. VI, bls. 369).

1546. Gekk á þess ári sótt mikil um landið. Deyði þá margur maður. Þá voru jarðaðir í Garðakirkjugarði á Álftanesi 50 manns, en á Bessastöðum nær 70. (Setbergsannáll, B. IV, bls. 62).

1550. [Eftir handsömun Jóns Arasonar og sona hans]. Sendir þá Daði suður til Bessastaða til fóvetans Christians skrifara, að segja honum hverninn komið sé, biður hann ráða og viðtöku um þessa fanga, og hann muni vita kongsins vilja, að biskup Jón skyldi takast, svo sem hann hafði hiðrstjóranum Lauritz Mule bífalað, en Christian sé nú í hans stað settur. Ríður þá Christian skrifari norður í Dali, með sínum mönnum, til Snóksdals, og afhendir Daði honum þar biskupinn og hans syni. Er svo mælt, þeir hafi í Snóksdal í haldi verið 6 vikur alls. Ríður nefndur Christian þaðan og suður í Borgarfjörð með þá feðga, og svo þaðan í Skálholt, og var það um allraheilagramessu leyti. Var þá ekki annars kostur af þessum danska skrifara, en biskup Jón og hans synir væru af lífi teknir. Var hann þá hræddur, að þeirra mundi vitjað, og því lét hann þá ekki fara til Bessastaða. (Skarðsárannáll, B. I, bls. 120).

1551. Þeir feðgar, biskup Jón og synir hans, voru mjög harmaðir af alþýðu manna um norðurlandið. Og bar svo við um veturinn, að vermenn ferðuðust suður. Þá heyrðu þeir þær ræður og ámæli af almúgafólki, að engin hefnd skyldi koma eptir slíka menn, sem biskup Jón hefði verið, og synir hans, og nú færi aptur Norðlendingum. Einninn var þetta talað um suðursveitir, ekki síður af kvennfólki en karlmanna. Þetta þótti Norðlendingum, sem suður reru, illt að heyra og skapraun, og geymdu þetta í geði sínu um veturinn, þar til vertíminn leið af. Síðan tóku sig saman með sambandi nær 30 menn, og ferðuðust til Kirkjubóls í Garði. Þar var þá í sinni Nesjareið fóvetinn frá Bessastöðum, Christian skrifari, með sínum mönnum. Þeir tóku hann og aflífuðu, og alla hans menn, einninn hans ungan son, sem hét Bal(d)vin. Þeir höfðu uppi þá hina dönsku menn, hvar sem þeir voru um Suðurnes. Alls drápu þeir 14 menn, og létu þetta heita hefnd eptir þá feðga. Og er þetta kallað Danska-slag. Þessir menn urðu síðan landflótta margir, og voru þeir 16, er í England sigldu. Margir létu og úti af þeim stórfé. (Skarðsárannáll, B. I, bls. 123-124).

1555. Koma fyrirmenn landsins saman á Bessastöðum á Jónsmessu með hirðstjóranum Knúti Steinssyni að gefa andsvar upp á kong Christians 3. bréf, hingað sent með nefndum Knúti Steinssyni… (Skarðsárannáll, B. I, bls. 135).

1555. Kom stóra bóla hingað í land 1555. Þá varð mikið mannfall í landinu, svo slíkt hafði ekki skeð síðan pláguna í 60 ár. Féllu þá með ungum og gömlum…Bessastöðum 69. (Setbergsannáll, B. IV, bls. 64).

1566. Deyr Páll Stígsson höfuðsmaður á Bessastöðum 1. dag Maii og grafinn þar fyrir framan altarið. (Skarðsárannáll, B. I, bls. 145).

1566. Andaðist Páll Stígsson, hirðstjóri á Bessastöðum, 2. dag Maii, og var þar grafinn, svo sem legsteinn hans sýnir enn í dag. (Fitjaannáll, B. II, bls. 75).

1566. Deyði Páll Stígsson á Bessastöðum, sem var höfuðsmaður, 1. dag Maii, drukknaði skammt frá staðnum. Hann var jarðaður fyrir framan altarið í kórnum. Hann hafði ætlað ofan á nesið, reið út í forað eða gröf hjá Lambhúsum, fórst svo þar. (Setbergsannáll, B. IV, bls. 66).

1582. Deyði Jón frá Ingveldarstöðum [sonur Jóns Ormssonar skipara Runólfssonar]. Jón var lágur maður og þreklegur, gæfur maður til sinnis, reiddist allsjaldan… Jón hafði opt mikinn byr af Dönskum á Bessastöðum. Eitt sinn um vor kom Jón til Bessastaða. Þá hét umboðsmaður þar Eiríkur Jakobsson. Þeir drukku til samans. Gekk Jón út og á aptur inn kom, mælti Eiríkur: Sit nú enn hjá mér um stund, Jón titlingur! Jón gekk að borðinu, og sló hann löðrung allóþekkilegan og mælti: Sé eg titlingur, svo skaltu fá titlings slag. Tveir voru menn með Jóni norðlenzkir í stofunni, og hlupu þeir til hans. Þar voru og fimm útlenzkir menn inni. Eiríkur sat og þagði um stund, mælti síðan: O, du Jon thorir að slá kongsins fóveta hér í hans stofu. Já sagði Jón: Þú hefur séð, að titlingurinn flýgur allopt svo hátt sem örninn. Nú Jón, sagði Eiríkur, sit upp og drekkum til samans. Sættust þeir svo. (Skarðsárannáll, B. I, bls. 167-168).

1606. Kom út hingað fyrir alþing hirðstjóri Herloff Daa. Hann sendi strax vestur til Stapa mann eptir Jóni Jónssyni lögmanni, það hann kæmi strax til fundar við hann suður til Bessastaða, hvað Jón lögmann gerði, reið í snöggum svip suður á Nes. Var hann þá orðinn stirður maður til fóta, og annara burða. Hann kom til Bessastaða um kveld, og var fyrst drukkið, því Herloff Daa hafði gott og ríflegt höfðingssinni til veitinga. En um morguninn var Jón Jónsson lögmaður andaður í sínu tjaldi, er stóð við kirkjugarðinn þar á Bessastöðum. Lágu hans menn þar sofandi í kringum hann, en dönsk kona kom í tjaldið og sagði til. Var Jón lögmann síðan grafinn í kór þar virðuglega, og hans líkkista sett niður hjá kistu hirðstjórans Páls Stígssonar, er þar var grafinn fyrir 40 árum. (Skarðsárannáll, B. I, bls. 193).

1606. Dó Jón lögmaður á Jónsmessu á Bessastöðum í tjaldi sínu þar við kirjkugarðinn, sjötugur að aldri. Lágu menn hans sofandi í kringum hann. Dönsk kona kom í tjaldið og sagði til. Var sagt, hann hefði af brennivíni dáið, aðrir, að hann hefði kafnað í koddanum. (Grímsstaðaannáll, B. III, bls. 465).

1616. Upplesið kongsbréf á alþingi að leggja fé til Bessastaðakirkju uppbyggingar af öllum kirkjum á Íslandi eptir fjármegni kirknanna. Þessu framfylgdu sýslumenn um landið. Að þessu voru haldin ráð og undirrót Jurius Daníelssonar umboðsmanns á Bessastöðum; kvöldaði og illa. (Skarðsárannáll, B. I, bls. 205).

1616. Gekk bóla mikil. Dó í henni margt fólk innan þrítugs aldurs. Sú bólusótt kom út hingað á land fyrst á engelsku skipi undir Jökli, og dó þar síðan undramargt fólk: …svo á sumum kirkjum voru jörðuð 60 lík, sumum 40, 30, 20; allfáum minna. Ég hefi séð skrifað, að hér á Álftanesi, að Garðastaðarkirkju, hafi jarðaðar verið 35 manneskjur úr hennar sónum, en að Bessastaðarkirkju hefi ég heyrt sagt nær 50 hafi jarðaðir verið. (Setbergsannáll, B. IV, bls. 80-81).

1617. Útfluttur viður til Bessastaðakirkju og þá síðan reist og byggð, heldur hávaxin, og stórt hús, bitalaust. Sagði Jurin Daníel, slíkt hús kynni ekki að forganga, en íslenzkur byljavindur sætti ekki því raupi. (Skarðsárannáll, B. I, bls. 207).

1617. Útfluttur viður til Bessastaðakirkju og hún byggð með engum bitum, hvað byljavindur íslenzkur vel sá. (Vatnsfjarðarannáll yngri, B.III, bls. 100).

1619. Skikkaður Friðrik Friis að vera hirðstjóri Íslands, fékk sjúkdóm í hafinu, dó þá 3 nætur hafði á landinu verið, grafinn á Bessastöðum. (Skarðsárannáll, B. I, bls. 211).

1619. Hrapaði niður sú nýja Bessastaðakirkja gervöll í stormi. Uppgrafinn af dönskum Friðrik Friis og fluttur fram. (Skarðsárannáll, B. I, bls. 213).

1619. Hrapaði sú bitalausa Bessastaðakirkja í vindi. (Vatnsfjarðarannáll yngri, B. III, bls. 102).

1620. Lét Jacob Pétursson umboðsmaður smíða upp kirkju á Bessastöðum úr viði hinnar hröpuðu með torfveggjum og undir torfþaki. (Skarðsárannáll, B. I, bls. 214).

1620. Smíðuð upp Bessastaðakirkja úr viðum hinnar föllnu. (Vatnsfjarðarannáll, B. III, bls. 57).

1620. Smíðuð upp Bessastaðakirkja úr viðum hinnar gömlu og afföllnu. (Vatnsfjarðarannáll yngri, B. III, bls. 102).

1624. Bessastaðakirkja laskaðist á því ári. (Setbergsannáll, B. IV, bls. 252).

1624. Í nóvember féll í stormi dómkirkjan á biskupssetrinu Hólum nyrðra. Einnig sama ár hrundi kirkjan á Bessastöðum syðra (situr höfuðsmaður þar). (Annálabrot Gísla Oddssonar, B. V, bls. 528).

1626. Um vorið drukknaði ráðskonan frá Bessastöðum, Arnbjörg að nafni, ætlaði að sækja sauði í útsker, sem flætt höfðu. Maður hennar Högni Sigurðsson, sem síðar bjó í Gufunesi, var eigi heima. (Fitjaannáll, B. II, bls. 110).

1626. Þetta vor, sunnudaginn eftir krossmessu, drukknaði ráðskonan á Bessastöðum, Arnbjörg að nafni; ætlaði að sækja sauði í útsker, er flæddir voru, en maður hennar, Högni Sigurðsson, er síðar bjó á Gufunesi, var ekki heima í það sinn. (Setbergsannáll, B. IV, bls. 82).

1627. Höfuðsmaður Íslands, Holgeir Rosenkrans, sem þá hafði sitt skip í Seilu við Bessastaði, er hann spurði rán í Grindavík, stefndi til sín skipi úr Keflavík og öðru úr Hafnarfirði, en hið þriðja úr Hólminum duldist inn við Leiruvoga. Lét hirðstjórinn tilbúa í Seilunni virki eður skans, (sumir sögðu af fiskiböggum), og setja á byssur þær fáu, til voru. Þar voru í virkinu Íslendingar margir: Jón, er lögmaður hafði verið, Sigurðsson, séra Þorlákur Skúlason biskupsefni, Þorbergur og Sigurður Hrólfssynir; þessir voru að norðan með sínum mönnum. Og þegar þessi tvö skip sigldu framan að Seilunni skutu hvorir um sig nokkrum byssum, þeir tyrknesku og landsmenn, og stönsuðu þá illvirkjar sig, sneru við og hitti annað skipið grunn og stóð á klett; fluttu þá fanga af því og á hitt skipið, og komu svo báðum í brott og héldu frá, en þeir Dönsku fengu stórt ámæli af því, að þeir lögðu eigi að þeim strákum, meðan í því svamli voru að flytja góssið á millum skipanna, hvað Íslendingum þótti þó auðvelt verið hafa. Þetta var fyrir sjálft alþingi, og reið ekki hirðstjórinn upp á þingið. (Skarðsárannáll, B. I, bls. 227-228).

1627. Lét hirðstjórinn tilbúa virki eður skans í Seilu og setja á byssur þær fáar, til voru í virkinu. Voru þar Íslendingar margir: Jón Sigurðsson, er lögmaður hafði verið, séra Þorlákur Skúlason, Þorbergur og Sigurður Hrólfssynir; þessir voru norðan að með sínum mönnum, en Gvendur Stefánsson læddist burtu á laun, og missti þar fyrir lénsjarðir, sem hann þá hafði á Skagaströnd, og fékk þær aldrei síðan, né nokkur lén. (Grímsstaðaannáll, B. III, bls. 469).

1627. Um þetta leyti læddist í burt úr Bessastaðavirki íslenzkur maður einn þangað áður skikkaður, Guðmundur Stephansson að heiti, og missti hann þar fyrir lénsjarðir, sem hann hafði haft á Skagaströnd, og fékk þær aldrei síðan, né nokkurt léni. Þetta var fyrir sjálft alþing. (Nmgr.: Er viðbúnaður var hafður í Seylunni til að taka á móti Tyrkjum. Sbr. III, 469). (Setbergsannáll, B. IV, bls. 254).

1628. Vígður herra Þorlákur Skúlason til biskups yfir Hólastikti; kom út syðra í Seilu með hirðstjóranum, eptir alþing, á varnarskipi Íslands dönsku. Hann kom heim til Hóla á Maríumessu Magdalenu, aldur 31 ár. Voru við landið varnarskip, bæði dönsk og engelsk. Ekki varð vart við ófriðarmenn kringum Ísland það sumar. (Skarðsárannáll, B. I, bls. 229-230).

1629. Höfuðsmaðurinn hinn sami, kom í Seilu með stríðsskip; voru þá og fleiri varnarskip í kringum Ísland. (Skarðsárannáll, B. I, bls. 231).

1633. Ólafur fógeti á Bessastöðum lét smíða haffært skip, því var siglt til Björgvinar á Noregi. (Vallholtsannáll, B. 1, bls. 328)

1635. Þá var hengdur þjófur á Bessastöðum, sem þar stal smjöri. (Grímsstaðaannáll, B. III, bls. 471).

1636. Maður átti barn við systur sinni á Bessastöðum. Hún fyrirfór barninu og gróf það lifandi niður í tótt. Var haldið þau hefðu átt annað áður. Þau réttuð á Bessastöðum. Þá var og hengdur þjófur þar. (Setbergsannáll, B. IV, bls. 269).

1637. Tóku þeir sýslumenn, Þorbergur Hrólfsson og Hrólfur Sigurðsson í Þingeyjarþingi, þann útlæga mann Guðmund Jónsson, sem dulizt hafði um landið næstliðin 3 ár; hafði hann tjald á fjöllum uppi, moslitað sem steinana. Hann færður Magnúsi b(ónda) Björnssyni, sýslumanni í Vöðluþingi, og var sá maður þar höggvinn af Bessastaðaböðli. Jens fóveti var þá kominn í Eyjafjörð. Hann sigldi í Vopnafirði. (Skarðsárannáll, B. I, bls. 250).

1637. Hirðstjórinn Pros Mundt hafði verið hér í landi þetta ár; hafði mikið mannhald á Bessastöðum, veitti góðar ölmusugjafir fátækum mönnum. Benedikt Pálsson bartskeri var hjá Pros þann vetur. Sigldi Pros eptir alþing, en Jens umboðsmaður um haustið í Vopnafirði. (Skarðsárannáll, B. I, bls. 252).

1637. Guðmundur Jónsson, sá er höggvinn var í Vöðluþingi af Bessastaðaböðli, var atgervismaður í mörgu, bróðir sér Halldórs Jónssonar á Ferjubakka og Snorra á Hæringsstöðum í Flóa. (Fitjaannáll, B. II, bls. 131)

1638. Varnarskipið, sem í Seilunni lá, og hirðstjórinn sigldi á hingað, og svo burt, átti að koma aptur um sumarið, og kom ekki, hvar höfuðsmaðurinn hafði þó ráð fyrir gert, og lá hans kaupmaður hér um veturinn, og aðrir 8, sem skipsins bíða áttu. (Skarðsárannáll, B. I, bls. 255).

1640. Drukknuðu 4 menn suður á Vatnsleysuströnd. Einn af þeim var Guðmundur Jónsson lögréttumaður á Brunnastöðum. Hann var faðir Guðrúnar, sem giftist Jóni Guðlaugssyni, sem bjó í Hamarskoti. Sá Guðlaugur hafði siglt á sama skipi og sér Ólafur Jónsson prests Krákssonar. Hann sat á Garðastað (hér) á Álftanesi. Þessi Guðlaugur og séra Ólafur Jónsson voru báðir í einu húsi utanlands, þó ólíkir væri, því séra Ólafur varð prestur á Garðastað, en þessi Guðlaugur varð böðull á Bessastöðum. Bjó áður á Hvaleyri með konu sinni, Steinunni. Hafði hann þá stolið úr búðum danskra, sem þá stóðu á Hvaleyrargranda. Þar eftir fékk hann eða var tekinn fyrir böðul. Húsmóðir séra Ólafs og hans hafði sagt, að séra Ólafur yrði prestur á Íslandi, en Guðlaugur yrði böðull, hvað og einnin fram kom, sem áður er sagt. (Setbergsannáll, B. IV, bls. 89).

1644. 10. Julii kom hið fyrsta danskt skip í Seiluna með þá fregn, að stæði hið sama strið, og að mjög hættulega stæði í Danmörk. Þá kom ekki höfðusmaður hingað til lands vegna stríðsins. Hann féll í sjóslaginu um haustið. (Fitjaannáll, B. II, bls. 144).

1644. Þann 12. sama mánaðar [júlí] datt maður ofan um lúkuna á sama skipi og ofan í barlest og deyði strax. (Fitjaannáll, B. II, bls. 144).

1645. Í þessum mánuði kom upp óbótamál suður í Höfnum, að maður átti barn við stjúpdóttur sinni. Maðurinn hljóp, en konan var réttuð á Bessastöðum 15. Augusti sama ár. (Fitjaannáll, B. II, bls. 148).

1645. 26. þess mánaðar [ágúst] kom danskt skip í Seiluna, sem átti að sækja gjald af landinu, stóð þá stríð samt sem mest, og sögðu þeir litla von til danskrar siglingar. (Fitjaannáll, B. II, bls. 148).

1645. Þann 3. Septembris sigldi það danska skip, sem kom í Seiluna. (Fitjaannáll, B. II, bls. 148).

1649. Var þá sendur hirðstjóri hingað til Íslands, Henrik Bielke, norskur herramaður að ætt, og nýsleginn riddari. Hann sendi þá hingað strax um vorið skútu eina til umboðsmannsins á Bessastöðum, er Matthías hét, bróðir Jens. (Seiluannáll, B. I, bls. 292).

1649. Í Aprili öndverðlega kom skip á Eyrarbakka lítið, var þar á fyrir danskur maður, Marteinn að nafni, en hollenzkt fólk og skip; sögðust sendir eptri skreið vegna compagnisins. En áður en þeir komust í burt, kom annað skip í Seiluna, sent frá Danmörk með bréf hingað til landsins, og sögðu þau tíðindi, að þessir væru ótrúanlegir, hvar fyrir fógetinn, Matthías Söfrinsson, tók þá með skipi og öllu saman, lét sigla skipinu í Seilu, en geyma Martein heima á Bessastöðum, inn til hann stalst í burtu og hljóp vestur fyrir Jökul, komst burt með Hollenzkum og varð svo náður í Hollandi. En skipið beið hér þar til höfuðsmaður kom, og þeir sem þar á voru; einn af þeim hvarf burtu úr skipinu á nóttu og hverfusteinninn með af skipinu, og héldu menn, að hann mundi hafa bundið hann við sig og hlaupið svo fyrir borð, en skipið og mennina lét höfuðsmaðurinn hafa í Danmörk.

Það skip, sem kom í Seiluna, kom með kongsbréf sem kong Friderich sendi hingað, hver þá var til ríkisstjórnar kominn í Danmörk og Noregi, að hann óskaði, að  innbyggjendur landsins, á næstkomanda alþingi, skyldu sverja honum trú og hollustu, sem voru tilteknir: biskuparnir báðir og tólf prófastar og prestar af Skálholtsstipti, sex prófastar og prestar af Hólastipti, báðir lögmennirnir og allir sýslumenn, og tveir lögréttumenn og tveir lögskilabændur af hverri sýslu, og einn af Vestumannaeyjum. Voru þessi bréf send um allt landið til höfðingja fyrir alþing. (Fitjaannáll, B. II, bls. 161).

1649. Það vor komu tveir herramenn út á Bessastöðum, Henrich Bjelke riddari að Elínargarði og viceadmirall af norðskum aðli, hver þá hafði fengið Ísland til forléningar, en Jens Söfrinsson sleppti, og annar Gabriel Acheley til Julerod, secretarius. Það sumar var mjög fjölmennt alþing, bæði af andlegum og veraldlegum. Lét höfuðsmaðurinn flytja þrjú koparfallstykki með mikilli fyrirhöfn upp á alþing; fjórar vættir sagðist, að vegið hefði hvert þeirra, og lét setja þau í syðra hólma í Öxará, móts við hirðstjórabúð sem í þá daga stóð í sunnanverðum stóra hólmanum. Og á Pétursmessumorgun þá gengu biskupar og lögmenn og allir höfðingjar að þeirri stóru búð, sem höfuðsmaðurinn hafði látið reisa af trjám og vaðmáli yfir tjaldað sem hús með stöfum, bitum og sperrum. Og talaði velbyrðugur herra Gabriel Acheley Knudsson til biskupanna og lögmannanna, prófasta og sýslumanna, presta og lögréttumanna og annars almúga, sem þar var saman kominn, um hans erindi hingað til lands, að hann, kongl. Majst. vegna, vildi taka þá eiða af þeim, sem kongl. Majst. hafði óskað, hvar um hann gerði merkilega ræðu til þeirra, fyrst í latínu og síðan í dönsku. Og þá biskuparnir höfðu svarað honum þar upp á í latínu vegna prófasta og presta og lögmennirnir í íslenzku vegna þeirra veraldlegu, gengu þeir allir saman til lögréttunnar, og þar tók velbyrðugur Gabriel Acheley eiðana af þeim, sem þá unnu með knéfalli. Sóru þar biskupar báðir og flestir prófastar af Skálholts- og Hólastipti og tveir prestar úr hverri sýslu, einninn lögmenn báðuir og sýsumenn allir þeir,sem til alþingisreiðar voru færir, og tveir lögrettumenn og tveir bændur úr hverri sýslu. Sóru lögréttumenn og bændur í umboði almúgans, hvert umboð þeir tóku í héraði fyrir alþing, svo sem prestar sóru í umboði þeirra presta, er heima sátu. Og strax þá eiðarnir voru unnir, lét höfuðsmaðurinn byssuskyttuna skjóta þrjú skot (Danmerkur-merki) af þeim fallstykkjum, sem þangað höfðu verið flutt. En að þinglausnum gerði höfuðsmaðurinn mikið og veglegt gestaboð í þeirri tjaldbúð, sem hann hafði látið byggja, bauð þangað báðum biskupum, lögmönnum og öllum höfðingjum, próföstum og prestum, sýslumönnum, lögréttumönnum og þeim, sem eiða höfðu unnið, og mörgum öðrum. Var þar drukkið og veitt með góðri skikkan og hæversklegri hegðan alla þá nótt. Þar var drukkinn kongsbikar, drottningarinnar, þeirra sonar og Danmerkur ríkisráðs, og við hverja skál var skotið þrisvar sinnum, svo Jörgen byssuskytta sagðist hafa skotið vel 70 sinnum; þar eptir vor þau koparstykki af alþingi strax flutt suður til Bessastaða. Þótti íslenzkum það nýtt að heyra, að fallstykkjum var skotið á alþingi. (Fitjaannáll, B. II, bls. 162-163).

1649. Þetta vor komu danskir þýfskudrengir 8 eður 9 á Eyrarbakka og sögðu landsmönnum, að þeir ætti að sækja skreið. Þeir brutu upp glergluggana á danska húsinu og tóku þar helming af skreiðinni og fluttu í skip. Umboðsmaður á Bessastöðum, Matthías Söfrensson, spurði það og náði þremur af þeim strákum, en hinir dvöldust í skipi og vörðust þar, náðust þó með skipinu allir um síðir; áttu svo í haldi fram að fyltjast til prófs og rannsaks. Þeirra foringi hét Marteinn. Hann komst úr járnunum fyrir böðlinum á Bessastöðum og straum svo fyrir Jökul. Þar komst hann í engelska duggu. (Setbergsannáll, B. IV, bls. 286-287).

1651. 10. Decembris deyði Matthías Söfrensson fógeti á Bessastöðum úr steinsótt. (Vallholtsannáll, B. 1, bls. 337).

1651. Matthías var umboðsmaður á Bessastöðum tvö fyrirfarandi ár, en deyði þetta ár á Bessastöðum 10. Decembris; steinsettur á Bessastöðum. (Seiluannáll, B. I, bls. 295).

1651. Smíðuð haffær skúta á Bessastöðum af Matthías umboðsmanni. (Seiluannáll, B. I, bls. 295).

1651. 10. Septembris brotnaði skútan frá Bessastöðum við Akranes. (Kjósarannáll, B. II, bls. 432).

1651. 13. Decembris deyði Mattis Söfrensson, fógeti á Bessastöðum, grafinn þar í kórnum. (Kjósarannáll, B. II, bls. 432).

1655. Eigi kom höfuðsmaður, en skip hans kom eptir alþing að sækja skreið í Seilu; það brotnaði i innsiglingu á Lönguskerjum þar við Seiluna. Riðu Danskir norður og sigldu á norðurskipum í Höfða, Hofsós, Akureyri, en sumir voru eptir um veturinn. (Vallholtsannáll, B. 1, bls. 342)

1655. Þann 21. Julii kom skip, sem í Seiluna átti að sigla, hvert höfuðsmaðurinn herra Henrich Bjelke sendi eptir gjaldi af landinu. Þeir sigldu að fyrir framan Seltjarnarnes og sigldu upp á blindsker fyrir framan suðurnes, festust þar og brotnaði skipið í sundur; skemmdist mikið af mjöli, sem þar var á og öðru góssi, sen menn komust allir lífs af. (Fitjaannáll, B. II, bls. 176-177).

1655. Brotnaði Seiluskip fyrir framan Seltjarnarnes. (Kjósarannáll, B. II, bls. 435).

1656. Höfuðsmaður kom ekki, en skip hans kom eptir alþing. Hafði hans umboð Tómas fógeti. Var hann boðaður að sigla til reikningsskapar; sigldi hann og með honum Margrét kona hans, og setti til umsjónar á Bessastöðum Hákon Ormsson Vigfússonar. (Vallholtsannáll, B. 1, bls. 345).

1656. Það haust sigldi Tómas umboðsmaður með konu sína aptur, sen setti Hákon Ormsson aptur í sinn stað til fóveta á Bessastöðum. Hann tók þar skömu eptir sótt og andaðist 13. Novembris á 43. Ári síns aldurs, ógiptur. Hann var fyrst Skálholtsráðsmaður, síðan fékk hann Rangárvallasýslu, hafði gott mannorð á sér, svo margan tregaði hann; var grafinn í kirkjunni á Bessastöðum. (Fitjaannáll, B. II, bls. 180).

1657. Einninn deyði Hákon Ormsson, umsjónarmaður á Bessastöðum, úr langvarandi veikleik. (Vallholtsannáll, B. 1, bls. 347).

1657. 15. Aprilis kom fyrst skip í Seiluna eptir skreið. (Fitjaannáll, B. II, bls. 180).

1658. Manndauði af bólunni á Suðurnesjum, komu 40 til Garða og Bessastaðakirkjna, 90 til Útskálakirkju og 90 til annarar kirkju þar. (Vallholtsannáll, B. 1, bls. 350).

1662. Mánudaginn í föstuinngang kom mikið veður með fjúki og í því forgengu tveir áttæringar suður í Lambastaðaröst, bæði frá Bessastöðum kongsskip; drukknuðu 14 menn á báðum. (Fitjaannáll, B. II, bls. 192).

1662. Þann 12. Julii kom höfuðsmaðurinn Henrich Bjelke. Hafði hann um vorið fyrir alþing með fyrstu skipum skrifað hingað eptir kongs Friðriks 3. befalningu, til allra helztu manna, biskupa, lögmanna og sýslumanna, að kongur vildi láta landsfólkið sverja sér souverainetets eður arfhyllingareið og absolutum dominium yfir allt ríkið, á alþingi, og voru þangað menn nefndir, bæði prófastar, prestar, lögréttumenn og bændur, úr hverri sýslu, en af því höfuðsmaðurinn kom ekki, þá var ekki meira að gert á alþingi. En þá hann kom skrifaði hann og sendi upp á alþing að þinglausnum til biskupa, lögmanna, sýslumanna og áðurnefndra, að allir á nefndan dag sem tilnefndir voru og það gátu. Var þá þing sett á Kópavogi 28. sama mánaðar af lögmanninum herra Árna Oddssyni, og voru þar eiðar teknir. Sóru þá arfhyllingareið kongi Friðrik 3. biskupar báðir M. Brynjólfur Sveinsson og herra Gísli Þorláksson og prófastar flestallir af báðum stiptunum, prestar tveir úr hverri sýslu og úr sumum fleiri, vegna þeirra, sem ekki kmust, lögmen báðir herra Árni Oddsson og herra Þorlifur Kortsson, sýslumenn flestallr, lögrettumenn tveir úr hverri sýslu g tveir bændur. Og að þessum eiðum unnum og aflögðum gerði lénsherrann herra Henrich Bjelke heiðarlegt gestaboð og sæmilega veizlu öllum þar saman komnum, og stóð hún fram á nótt með trómetum, fíólum og bumbum; fallstykkjum var þar og skotið, þremur í einu, og svo á kongsins skipi, sem lá í Seilunni; rachetter og fyrværk gekk þar þá nótt, svo undrum gegndi. (Fitjaannáll, B. II, bls. 193-194).

1663. Tómas Nikulásson fógeti á Bessastöðum. (Vallaannáll, B. 1, bls. 383).

1664. Tómas Nikulásson fógeti á Bessastöðum. (Vallaannáll, B. 1, bls. 383).

1664. Á Bessastöðum skaðaði sig sveinn Tómasar Nikulássonar er Hans hét, á byssu, var að hreinsa hana við eld; hljóp þá úr henni sorinn og inn fyrir neðan bringspalir honum; hann lifði eykt, var þjónustaður og deyði svo. (Vallholtsannáll, B. 1, bls. 364).

1664. 17. Octobris varð danskur maður sér að skaða á Bessastöðum, óviljandi á byssu, með því móti hann lagði byssuna í eldinn, en hún var hlaðin með púður. (Fitjaannáll, B. II, bls. 200).

1664. 26. ejusdem var Þórur Þs. hengdur suður frá Bessastöðum, sagðist hann hefði stolið úr Hólmsbúðum. (Kjósarannáll, B. II, bls. 442).

1664. 17. Octobris varð danskur maður sér að skaða óviljandi á Bessastöðum, er Hans hét, með því móti, að hann hafði lagt byssu í eldinn, en hún var hlaðin með púður og högl, hljóp svo í gegnum hann, lifði í 2 tíma eptir. (Kjósarannáll, B. II, bls. 443).

1664. Tómas umboðsmaður á Bessastöðum gerði illa hrakreisu í Grindavík, nær hann vildi heimta þar af biskupsmönnum manntalsfiska, og var af þeim svo búinn til baka hraktur og hans fylgjarar. (Vatnsfjarðarannáll yngri, B. III, bls. 139).

1664. Hengdur þjófur [suður] frá Bessastöðum í Garðahrauni, Þórður að nafni; hafði stolið úr búðum í Hólmi. (Setbergsannáll, B. IV, bls. 100).

1665. 24. Maii, miðvikudaginn næsta fyrir föstudag i fardögum, fjúk mikið og illviðri. Þá drukknaði Tómas Nikulásson af skipi og 4 menn aðrir, vildu vestur undir Jökul á fund Matthíass Stapaumboðsmanns, hleyptu upp á sker. Fannst Tómas nokkru síðar upprekinn, og nokkuð skert andlitið. Var fluttur til Bessastaða og grafinn þar. Kerling nokkur fann hann; henni gaf Elín kona hans 4 dali, 2 tunnur mjöls, voð vaðmáls, 3 vættir fiska og annað meira. Reinholt, er drukknaði með Tómasi, fannst einninn og sveinn hans hinn danski. (Vallholtsannáll, B. 1, bls. 366).

1665. Þann vetur sat Tómas Nikulásson fóveti á Bessastöðum með konu sína, í miklu gengi og meðlæti og ástundaði til ábata í öllum útvegum. Hann var vitur maður og framsýnn, þótti mörgum hann nokkuð óstilltur og yfirgangssamur; treystist þó varla neinn í móti að mæla. Matthías hét maður Guðmundsson, danskur sýslumaður í Þórnessþingi. Hann bjó á Ingjaldshóli, en átti bú á Arnarstapa, og sat þar optast. Hann var djúpvitur maður; flestir vildu hjá honum sneiða. Var mannlegur í mörgu og haldinn ekkert glettingabarn. Á næsta sumri fyrir kom út hingað sá maður, er Christoffer hét; hann hafði fengið til forráða lén það, er Matthías hafði og reið á vesturnes við nokkra menn um haustið, og kallaði sér Stapaumboð með haustgjöldum öllum. En Matthías kvað þvert nei við, sagðist ekkert laust láta fyr en ef væri að komandi vori. Samdist svo með þeim, að þeir voru sáttir að kalla. Var Christoffer vestur þar um veturinn. Tómas umboðsmaður bjóst til ferðar um vorið á vesturnes 22. Maii til að innsetja Christoffer í lénin, og setti fram róðraferju danska, er hann átti, og gekk þar á við 5. mann, danskir 4 með Tómasi sjálfum, og nýgiptur mannvænlegur maður íslenzkur, Reinholt Reinholtsson (af útlenzkri ætt), sem nauðugur hafði þá ferð farið. Vildi nú Tómas til Einarsness um kveldið sigla, en taka þar síðan hesta til ferðarinnar og ríða þaðan landveg. Veður var gott og gerði á skúraveður hvasst um daginn. Þeir sigldu fyrir Kjalarnes og síðan fyrir Akranes og sáu menn ferð þeirra af hvorutveggja nesinu. En sem þeir komu gagnvart Melum í Melasveit, urðu menn þeir á landi voru ei fyrri við varir, en skipið hraktist flatt, og var einn maður á síðunni. Hrundu menn fram báti litlum, sem næstur var, ef mönnum yrði hjálpa, en þeir fengu ei að gert, því sá var ómála og að eins ódauður, er þeir sáu. Týndist þar Tómas og skipverjar hans. Þar forgekk og öll hans ráðagerð, og varð hann mjög fáum harmdauði. Höfðu menn það fyrir satt, að blindsker mundi orðið hafa undir skipinu, þar sem heitir Kotatangi, og hefði því mennirnir slegizt útbyrðis, því byrinn var steinóður á eptir. En ekki var traust, að sumir gætu ekki til, að Matthías hefði því valdið, að fyrir þeim væri villtar sjónir. Kona Tómasar Elen hét að gefa 20 ríkisdali þeirri kirkju, að hverrar sóknar landi lík hans kæmi. Rak það upp litlu síðar á Akranesi þar sem heitir Norðurflös, um sumarið eptir alþing, hvergi skert nema af höfðinu barið hodið, en þekktist á klæðum og gullarmbandi og það hann hafði áður fótbrotnað, og sást sá hnútur á fætinum. Efndi Elen heitstrenging sína við Garðakirkju. Hún gaf og nokkuð konu þeirri, hann fann, og öllum þeim, er hann fluttu suður. Var lík hans flutt til Bessastaða og jarðað í kórnum hjá Margrétu hans fyrri konu í tvílagðri kistu. Voru þangað kallaðir prestar og lögréttumenn úr sýslunni. Þar voru og höfðingjar nokkrir í það sinn; herra Þorleifur Kortsson lögmaður, Gísli Magnússon á Hlíðarenda og Daði Jónsson, einninn kaupmenn og skipstjórar úr nálægum kaupstöðum. (Fitjaannáll, B. II, bls. 202-204).

1665. 10. Martii drukknaði Tómas Nikulásson fógeti fyrir framan Mela í Melasveit og með honum 3 danskir og einn íslenzkur, Reinholt Reinholtsson að nafni. Lík Tómasar rak upp fram í Skaga eptir alþing, og var flutt til Bessastaða, og grafinn þar í kórnum. Elín kona hans gaf Garðakirkju á Akranesi eptir hann 20 dali; hún gaf og nokkuð konu þeirri, er hann fann. (Kjósarannáll, B. II, bls. 444).

1665. Drukknaði Tómas Nikulásson umboðsmaður með sínum 5 fylgjurum, fram undan Melum í Melasveit, á litlu skeri; var orðinn mjög ráðandi og harðdrægur hér á landi. Sigldi frá Bessastöðum og ætlaði á Stapa að afsetja Matthías Guðmundsson af Stapaumboði og setja Christofer Roehr þar aptur inn, ætlaði á Vestfjörðu að knýja fé af fjáðum mönnum. (Eyrarannáll, B. III, bls. 272-273).

1667. 10. Septembris kom kongsskip í Hólminn. Þar kom einn herramaður Otte Bielcke, er setti upp skatt á landsfólkið, hver kallaður var Skanstollur, því hann átti að festa eitthvert pláss, hagkvæmt hér á landi, til varnar fyrir útlenzkum hervíkingum. Lét svo um vorið byggja skans í Bessastaðanesi og þangað færa nokkur fallstykki; skildi hér eptir eina byssuskyttu og sigldi síðan. Sá tollur, sem út var gefinn af landsfólkinu, var mælt hlaupið hefði 1600 rd. eður meir. (Kjósarannáll, B. II, bls. 446).

landsfólkinu, hvað og framfór þann 8. Julii á Bessastöðum. (Kjósarannáll, B. II, bls. 449).

1667. Otto Bielke commandant á Bessastöðum. (Vallaannáll, B. 1, bls. 383).

1667. Þá hélzt enn ófriður millum Engelskra og Hollenzkra, og hindraðist öll sigling til Íslands um sumarið, utan ein hleypiskúta kom til Bessastaða um vorið, sem hér átti að koma á fyrirfaranda sumri, en lá í Hollandi um veturinn. (Fitjaannáll, B. II, bls. 210).

1667. Þá var bændum skipað að flytja alla kongsins skreið frá Bessastöðum, sem goldizt hafði um vorið, í Víkursand, og tjáði engum á móti að mæla. (Fitjaannáll, B. II, bls. 213).

1667. Á þessu varnarskipi [orlogsskip í Hólminn sem fylgdi dönskum kaupförum] kom út einn herramaður, sem hét Otto Bjelke, náfrændi lénsherrans. Hafði honum verið befalað að gera varnarskans einhverstaðar á laninu, þar hentugt þætti, til varnar við illþýði, því í Danmörk hafði verið sagt, að Hollenzkir hefðu Ísland inntekið. (Fitjaannáll, B. II, bls. 213).

1667. [Strandgóss úr hollensku skipi sem strandaði við Skeiðarársand]: Þetta fé kölluðu Danskir vogrek og væri því kongsfé. Voru sýslumenn fyrir austan tilskyldaðir, að flytja varninginn til Bessastaða, hver um sína sýslu, og svo var gert. Haldið var, að margur yrði þá fingralangur fyrir austan. (Fitjaannáll, B. II, bls. 214).

1667. Otto Bjelke var um veturinn í landinu, að boði kongs, sem fyr var ritað. Hann lét bréf ganga til allra sýslumanna, að þeir skyldu, undir sýslunnar fortöpun og hæsta straff, leggja gjald til skansgerðarinnar, og setti vissa peningasummu upp á hvern […] Voru þá allir almennilega tilskyldaðir til að leggja gjaldið, andlegrar stéttar menn og veraldlegrar. Mæltu prestar mjög í móti, en biskupinn M. Brynjólfur sendi bréf um stiptið með alvarlegri áminningu, að allir skyldu tjá sig þar til liðuga. Féll þá flestum allur hugur, þó fyr væri fullharðir. Ekkert var þá tíðræddara, en um þessa nýung. Svo var niðursett um Þverárþing að 3 merkur fiska til vigtar skyldu gjaldast af hundraði hverju, föstu eða lausu, því fastaeign hvers manns og tíundarhæð var niður reiknuð í hverjum hreppi. Mælt var, að þetta hefði til samans verið 15 hundruð ríkisdalir, því ei var goldið utan í slegnu gjaldi, en þar sumir gáfu fisk eða vaðmál, keyptu aðrir fyrir peninga. Skansinn var byggður á Bessastöðum, þar í nesinu við sjóinn. Voru þangað kallaðir Nesjabændur hann að hlaða. Þessi herramaður sigldi aptur um sumarið. (Fitjaannáll, B. II, bls. 214-215).

1667. Um haustið rak upp í Öræfum austur á Skeiðarársandi á nóttu í stormi eitt stórt hollenzkt skip, nýkomið frá Ostindien, fraktað með lérept, silki kopar, silfur, gull, dýrmætar jurtir og eðalstina. Fordjarfaðist mesti hluti góssins, en menn komust margir lífs á land á bátnum og skipbrotinu, en af því veðrið var kalt, en yfrið langur vegur til byggða, þeir og einnig drukknir af brennivíni, hvert þeir höfðu drukkið, þá á land komu, þá dóu svo margir, að ei lifðu eptir meira en 60, en á skipinu höfðu verið 200 manns. Var svo af varningi flutt mikið til Bessastaða, bæði um haustið og um veturinn. Þann vetur lágu eptir í Kjalarnessþingsókn 60 útlenzkir menn. (Kjósarannáll, B. II, bls. 446).

1667. Hindraðist sigling til Íslands um sumarið, söum ófriðar millum Hollenzkra og Engelskra, utan ein hleypiskúta kom til Bessastaða um vorið. (Hestsannáll, B. II, bls. 492).

1667. Þá kom út einn herramaður, Otto Bjelke Hafði honum verið befalað að gera varnarskans einhversstaðar á landinu. Með honum kom Jóhann Klein umboðsmaður; hann hóf fyrstur þann sið af umboðsmönnum, að vera í Danmörku á vetrum. Á því skipi voru 300 manna, þá þeir sigldu af, en síðan gerðist sótt mikil í skipinu, svo margir dóu í hingaðsiglingu; 25 dóu hér við landið og voru grafnir við Víkurkirkju; hinum var út kastað. Skipið lá í Engeyjarsundi. Því var bændum skipað að flytja alla kongsins skreið frá Bessastöðum í Víkursand, og tjáði engum móti mæla. (Hestsannáll, B. II, bls. 492-493).

1667. Otte Bjelke var í landinu um veturinn, að boði kongs, sem fyr var ritað. Hann lét bréf út ganga til allra sýslumanna, undir sýslunnar fortöpun og hæsta straff, að þeir skyldu leggja gjald til skansgerðarinnar, og setti vissa peningasummu upp á hvern;… Voru þá allir almennilega tilskyldaðir til að leggja, andlegrar sem veraldlegrar stéttar. Mæltu prestar mjög í móti, en biskup sendi bréf um stiptið, og áminnti presta að tjá sig liðuga; féll þá flestum allur hugur, þó fyrr fullharðir væri… Mælt var, summan hefði orðið 15 hundruð ríkisdalir, því allt var godlið í slegnu gjaldi. (Hestsannáll, B. II, bls. 494).

1667. Steytti hér við landið fyrir austan eitt mikið og stórt austindianskt skip, út gert frá Hollandi, nær að skyldi heim aptur sigla; það hafði í burtu verið 7 ár, en sökum stríðsins Engelskra og Hollenzkra í milli tók það þennan kers, unz það týndist við Sólheimasand austur; komst fólkið á land mestan part, en kropnaði þó fjöldi af því, á land kom, sökum þess það var sikli klætt einasta; þó að lyktum komust vel 50 til byggða, en 2 ½ hundrað manns hafði þar á verið með það fyrsta. Komu þessir sér í skip með Dönskum um haustið, en þeir af gengu og ei fengu fra, skiptust manna meðal og höfðu hér vetursetu. Það var orðlagt, að frakt þessa skips hefði verið estimeruð fyrir 43 tunnur gulls, nær það sigldi frá Austurindien. Þar var idel klukkukopar fyrir barlest en góssið var allra handa raritet: silki, skarlat, pell, lérept etc., ýmislegir dýrmætir eðalsteinar og carbunculi, desmerkettir og allskyns þesskonar dýrmætt góss, af hverju upprak smámsaman í reitingum, og var þetta góss, sem upp rak, flutt til Bessastaða eptir commandantsins skipun, hver sýslumaður frá sér til annars. (Vatnsfjarðarannáll yngri, B. III, bls. 142).

1667. Kom út hingað Otto Bjelke, sem settur var hér commandant á þessu landi, hver með undirhafandi officierum og soldátum kom út á einu af áðurgreindum kongsskipum. Hafði hann befalning til að leggja contribusio upp á landið til skansabyggingar á Bessastöðum, Íslandi til defension, hvað hann og gerði, setjandi sjálfur vissa summu upp á hverja sýslu, hver að yfirgekk þeirra eptirgjald.

Þessi commandant lét selja um allt landið á þessum vetri (því hann var á Bessastöðum) þá indíansku, uppreknu vöru, fyrir ærna gjald, gerði út menn þar til. (Vatnsfjarðarannáll yngri, B. III, bls. 144).

1667. Item komu hingað til landsins seint um haustið með kaupförum 3 conföjer, sem svo hétu: Oldenbort, Hardrein og Agatta, eitt upp á 56 stykki, annað upp á 40, þrðija upp á 45; höfðu inni 1000 soldáta. Eitt af þessum stríðsskipum hindraðist af leka undir Noreg og sneri aptur til Kaupenhafnar með stríðsfólk það inni hafði. Annað steytti við Hetland og dó nokkuð af fólkinu, en sumt komst af á bátum. Þessi skip áttu inn að taka fitalía og kost í Færeyjum og Íslandi, hvar til var með þessum skipum útsend velsiglandi jakt, hverrar skipherra að var Henrik Jensson, fyr kaupmaður í Hólmi og Skutulsfirði; þessi sigldi inn í Færeyjar kostinn að sækja, hvar þeir fengu nokkur naut og sauði og sigldu þar með undir Ísland og brotnaði við Austurlandið í Skaptafellssýslu, en menn komust allir af og voru hér þann vetur. Hingað til landsins komst ei nema hið þriðja af stríðssipunum, Oldenborg, með það stríðsfólk hún inni hafði, hvar á meðal var commandantinn Otto Bjelke, systursonur lénsherrans Henrik Bjelki, með undirhafandi officerum og soldötum, sem áttu landið aptur inn að taka af Engelskra hendi, ef inntekið hefðu, sem utanlands sagt hafði verið, hvað fyrir guðs aðstoð ei satt reyndist. Margt af stríðsfólkinu dó, þá til Bessastaða kom, af megurð, að sumir meintu, og var í Bessastaðakirkjugarði grafið, en þeim eptirlifðu var á bæi um Álptanes til forsorgunar skipt. Hann hafði og befalning til að leggja contribusion upp á landið til skansabyggingar á Bessastöðum, Íslandi til defension, hvað hann og gerði, setjandi sjálfur vissa summu upp á hverja sýslu, hver að yfirgekk eptirgjaldið. Meintist, að yfir allt landið mundi hlaupa sig sú summa yfir 1000 rdl., hvað að útlagt var af öllum andlegum og veraldlegum þó til lítils gagns kæmi og átti gjaldið allt til Bessastaða komið að vera á sumarmálum. Þessi commandant Otti lá á Bessastöðum með undirhafandi fólki um veturinn og hafði hjá sér til þjónustu dóttur lögréttumannsins Eyjólfs á Brunnastöðum. Lét og selja um allt Ísland á þessum vetri þá indversku uppreknu vöru fyrir ærna gjald og gerði út menn þar til hvað mestallt hann til sín tók. (Eyrarannáll, B. III, bls. 275-276).

1668. Kom út hingað til landsins fógetinn Johann Klein og sigldi aptur og commandantinn Otto Bjelke ásamt honum, með ærið mikið gjald af landinu, sem lagt var til skansgerðar á Bessastöðum, af hverri lítið varð, utan aðeins lítill skansvottur í afsökunarnafni ásýndar. Einninn færði hann burt með sér af landinu innskriptargjald fyrir fyrtéða indianska vöru. (Vatnsfjarðarannáll yngri, B. III, bls. 148).

1668. Kom út til landsins fóvetinn Jóhann Klein og Christian Bjelke, bróðir commandantsins Otta Bjelke, og sigldu aptur báðir ásamt commandantinum, hver eð með sér hafði ærið mikið gjald, er lagt hafði verið til skansagerðar, af hverri lítið var, utan einn skans á Bessastöðum þetta vor gerður, ferkantaður, 20 málfaðmar á hvern veg, og tveggja mannhæða hár og með fallbyssum besettur. Einninn færði hann með sér innkeypt dalagjald fyrir þá indianisku vöru og margar gersemar af því góssi, einninn mikið gjald, er hann hafði af landinu samansafnað í ríkisdölum, kvennsilfri og borðsilfri, sem honum hafði hér í landi skenkt verið; hafði hann þó æði mikið þar af gefið þeirri kvennpersónu, er hjá honum um veturinn verið hafði, hver frá Bessastöðum fór um vorið, þá Christian Bjelke kom. (Eyrarannáll, B. III, bls. 278).

1669. Skólameistari á Hólum, Jón Bjarnason, átti barn í frillulífi, reið síðan til Bessastaða og fékk gott audiens, svo hann bleif við sitt profess samt. (Vatnsfjarðarannáll yngri, B. III, bls. 152).

1670. Það sumar kom út hingað viceadmiral Jens Rotsten, sendur að taka hollustueiða af 1678. Deyði syðra í Seilunni Tunis, sonur Henriks skipherra, stýrimaður á skipi hans, grafinn á Bessastöðum 16. Junii. (Vallaannáll, B. 1, bls. 387).

1670. Þennan vetur  deyði sá loflegi herra Friderich sá þriðji, en kongdóm tók son hans Christian fimmti, gerðist brátt forsjáll og stjórnsamur. Kom hingað kongsbréf um vorið, að hollusta skyldi konginum sverjast; skyldu tveir lögréttumenn og tveir bændur úr hverri sýslu af öllum almúganum þar til umboð taka. Herramaðurinn, sem eiðana átti að taka, Jens Rodsten, náði ei alþingi, kom undir Vestmannaeyjar, og sendi þaðan mann til lands og síðan á alþing, boðandi alla höfðingja og tilnefnda menn til Bessastaða, hvað þeir gerðu og sóru sínum arfherra, Christian fimmta þegnskyldu, trú og hollustu, fyrst biskupar báðir, þá lögmenn báðir, prófastar 9, sýslumenn og svo ofan eptir. Þetta skeði 9. Julii. Engar nýungar voru þá upp á settar. (Hestsannáll, B. II, bls. 497).

1670. Tveir menn, sem galdur var kenndur, úr Strandasýslu, og af 12 mönnum heima í héraði svarinn heldur eiðurinn ósær en sær, strýktir, annar á alþíngi, en báðir síðan á Bessastöðum, Sigmundur Valgarðsson og Eyjólfur Jónsson úr Trékyllisvík.

Skaut danskur Kock í Djúpafirði fyrir austan einn íslenszkan dugandismann, hraustan, í hel, og náðaðist síðar af sýslumanninum Þorsteini Þorleifssyni, er sagt, að sitji enn nú í fangelsi á Bessastöðum. (Eyrarannáll, B. III, bls. 282).

1670. Gerðist forlíkun með herra Gísla biskupi og Jóni Eggertssyni á Bessastöðum án peningaútláta og skeði fyrir hönd 24, tilnefndum af commissarius og fóvetanum, biskupinn Mag. Brynjólfur, lögmenn báðir og aðrir hinir beztu menn, andlegir og veraldlegir. (Eyrarannáll, B. III, bls. 283).1680. Þá var á alþingi Páll sýslumaður Torfason í Ísafirði dæmdur frá embætti og búslóð; skyldu öll fé hans upptæk, söum þess, að hann meðkenndi sig hafa keypt af Hollenzkum eða Enskum tvo lóðarstrengi, svo skip hans stæðu eigi uppi um vertíð. Var hann auðugur maður. (Mælifellsannáll, B. 1, bls. 554).

1680. Tóku þeir Dönsku Skutulsfjarðarskip, þá þeir inn á Djúpið sigldu fyrir Bolungarvík, hollenzkt ófríhöndlara skip, hét skipherrann Claus, hvert þeir með sér inn á höfnina fluttu, og skip og góss á Tunguþingi til prís dæmt og síðan til Bessastaða fært, og það ár síðar framsent með hesta. (Eyrarannáll, B. III, bls. 314).

1681. Þá linaði konungur straff Páls Torfasonar og bauð honum að gjalda eptir ítrustu efnum til Bessastaðakirkjubyggingar, eptir því sem amtmaður áliti sanngjarnt. (Mælifellsannáll, B. 1, bls. 557).

1682. Fékk Páll Torfason kongl. Majestets uppresningarbréf, að hann skyldi behalda öllu sínu góssi, föstu og lausu; sagt, að hann skyldi gjalda til Bessastaðakirkju 100 rd., 150 rd. fyrir bréfsins útvegun og 60 rd. fóvetanum. (Eyrarannáll, B. III, bls. 321-322).

1684. Herra Sigurður Björnsson lögmaður hélt þing um vorið, 6 nóttum eptir krossmessu, að Kjalardal í Skilmannahrepp, um morðsmál Sigurðar heitins Snorrasonar. Þar var þá fyrir réttinum Jón Hreggviðsson, og sagði sig rankaði lítt við, að þeir Sigurður heitinn hefðu haldizt á um keyri, og hann hefði tekið í öxl honum. Þá kom einninn fram, að kveldinu áður en Sigurður fannst dauður um morguninn, hefðu þeir Jón og Sigurður riðið út í myrkrið, annan veg en aðrir menn, þó Jón létist ekki geta munað til þeirrar ferðar. Auglýstu nú 12 menn tilnefndir á þessu þingi, samt öðrum allmörgum, að sannbevísanleg mannaverk mætti heita, því tillukt hefðu verið skilningsvit Sigurðar, og framar öðrum eignanda Jóni Hreggviðssyni. Voru og aðrir 12 menn tilnefndir að sanna hyggju sína með eiði hér um. Var Jón svo færður fanginn suður til Bessastaða, en áður eiðarnir væru teknir, slapp hann úr fanghelsinu, strauk svo norður um land, og sigldi með Hollenzkum. En mennirnir sóru það, þeir hyggðu hann heldur sekan en sýknan af morði Sigurðar. (Vallaannáll, B. 1, bls. 397-398).

1684. Drekkt Guðrúnu Jónsdóttur, er vinnukona var á Bessastöðum, fyrir barnsmorð. (Vallaannáll, B. 1, bls. 400).

1684. Dæmdur Jón Hreggviðsson, er þá var burtstrokinn, sannprófaður morðingi Sigurðar Snorrasonar, og líflaus og ófriðhelgur, hvar sem hittast kynni, utanlands og innan. (Vallaannáll, B. 1, bls. 400).

1684. Jón hét maður Hreggviðsson á Akranesi, illur og ódæll, var að mörgum strákskap kenndur. Kom svo, að vetur þennan var Jón tekinn, og átti að færast á Heynesþing og hýðast þar; skyldi böðullinn fylgja honum þangað. [Hann hét Sigurður Snorrason]. Voru þeir tveir á ferðinni. Réðst Jón þá á böðulinn, og með því Jón var ramur að afli, kom hann böðlinum undir og keyrði í pytt ofan og kæfði síðan. Strax urðu menn varir verks þessa. Var þá Jón gripinn eptir skipan Heidemanns og járnaður og fékk sinn dauðadóm. Litlu síðar slapp Jón úr járnum frá fógetanum og komst utan. (Mælifellsannáll, B. I, bls. 559).

1684. Fimm manneskjur voru þá til lífláts dæmdar á alþingi, 4 af þeim réttaðar… Þriðja manneskja var vinnukona frá Bessastöðum suður; hafði hún týnt barni sínu, sem hún kenndi dönskum manni; sagðist hún hafa hinu nýfædda barni út kastað á kveldtíma, og hefði einn fugl af lopti flogið ofan að því, hremmt síðan og flogið burt með. (Mælifellsannáll, B. I, bls. 560).

1684. Jón Hreggviðsson úr Borgarfirði, sem þá var í járnum og í fangelsi á Bessastöðum, fyrir svarin líkindi, að valdur væri bana Sigurðar Snorrasonar böðuls, strauk um vorið úr járnunum og fangelsinu norður í land, sigldi með Hollenzkum, og gaf sig til soldats í Danmark. En var á þessu alþingi dæmdur rétttækur, hvar næðist og dræpur, svo sem sannur banamaður Sigurðar. (Fitjaannáll, B. II, bls. 265).

1684. Féll til óbótamál á Bessastöðum á Álptanesi. Vinnukona þar fór leynilega með sína barnsfæðing; hún réttuð á alþingi það sumar. (Kjósarannáll, B. II, bls. 468).

1684. Frá Bessastöðum slapp úr varðhaldi Jón Hreggviðsson, þann menn héldu sannan að drápi Sigurðar Snorrasonar böðuls í Borgarfjarðarsýslu. Jón strauk norður og komst undan með Hollenzkum. (Hestsannáll, B. II, bls. 523).

1684. Slapp sá fangi Jón Hreggviðsson, sem böðulinn drap, úr fangelsi frá fóvetanum á Bessastöðum, hljóp og komst í skip með Hollenzkum, og náðist eigi. (Eyrarannáll, B. III, bls. 335).

1684. Andaðist barn Heidemanns á Bessastöðum í vöggu fljótlega um nótt, og í því bili slokknuðu öll ljós og eldur alstaðar á Bessastöðum; var tekinn um síðir í einum byssulás Af þessum viðbrigðum urðu þau Heidemann og hans kvinna svo skelfd, að þau riðu vestur til Valna, til lögmannsins Magnúsar; meinast, að þau vilji þar vetrarlangt sitja og síðan með fyrstu skipum sigla, eptir sem heyrist, en Lárus Gottrup skuli í hans stað á meðan fóveti vera á Bessastöðum, hver og fengið hafði hálfa Húnavatnssýslu með Þingeyraklaustri, hvert hann hafði byggt eptirkomandi ár Þorsteini Benediktssyni. (Eyrarannáll, B. III, bls. 338).

1684. Þá var og líflátin á alþingi Guðrún Jónsdóttir að nafni. Hún meðgekk, að hún hefði barn fætt andvana í túninu sunnan kirkjunnar á Bessastöðum, fjarlægt nokkrum manni; segir, að það hafi sér óvitandi burthorfið, meinandi það hafi örn tekið, hverja hún hafi séð í sama sinn yfir sér flökta, en barnið ei síðan aptur fundið. Þetta segir hún, enginn hafi vitað. Föður að barninu segir hún Knút nokkurn Pétursson, nú undirkaupmann í Hafnarfirði. Gerði góða iðran. Henni var drekkt 9. Julii. (Grímsstaðaannáll, B. III, bls. 479-480).

1684. Frá Bessastöðum slapp úr varðhaldi Jón Hreggviðsson; þann mann héldu þeir sannan að drápi Sigurðar Snorrasonar, böðuls í Borgarfjarðarsýslu. Jón strauk undan norður og sigldi með Hollenzkum. (Grímsstaðaannáll, B. III, bls. 480).

1684. Frá Bessastöðum slapp úr varðhaldi sá maður, er heitir Jón Hreggviðsson, þann menn héldu sannan að þeirri sök, að drepið hefði mann þann, er Sigurður hét, var Snorrason, sem böðull var í Borgarfjarðarsýslu. Komst Jón undan fyrir norðan land með hollenzkum. (Setbergsannáll, B. IV, bls. 126-127).

1685. Var Heidemann boðaður út, og sigldi frá Seilunni með konu og barn sitt og annað andað. Vildi enginn kaupmaður flytja hann þar syðra, sögðu hans góss bannsett, okrað og útkúgað. Hafði hann 4 skrínur, fullar með gjald og silfur, látið til skips flytja á tveimur hestum. Er þá mælt, að hann segði, að ekki mundi annar fógeti svo ríkur hafa orðið sem hann á fáum árum. (Mælifellsannáll, B. I, bls. 564).

1685. Kom kongsbréf, að íslenzkar sögur og gömul Antiquitet skyldu til láns afhendast fóvetanum á Bessastöðum til eptirskriptar. (Eyrarannáll, B. III, bls. 344).

1686. Máli Ara Jónssonar af Vestfjörðum, er augljós var orðinn að þriðja hórdómsbroti var vikið til konungs náðar. Sá Ari fór suður til Bessastaða og var þar vinnumaður nokkur ár síðan. (Vallaannáll, B. 1, bls. 406).

1686. Kom Jón Hreggviðsson úr Danmörk, er áður slapp úr járnum á Bessastöðum, með 2 kongsbréf: 1) að kongur gefi honum landsvist og frelsi frá því máli; 2) að hann skuli sína egtakvinnu aptur taka til hjúskapar. (Eyrarannáll, B. III, bls. 347).

1686. Fluttur Ari Jónsson, er fallið hafði í 3 hórdómsbrot, til Bessastaða. (Eyrarannáll, B. III, bls. 348).

1687. Brúðkaup L. C. Gottrup og Cahtarinu Peiters á Bessastöðum skömmu fyrir alþing. Það hélt Chr. Heidemann fógeti. (Vallaannáll, B. 1, bls. 408).

1688. Kom út í Keflavík Christian Müller með konu sína og dóttur, skipaður af konginum amtmaður yfir Íslandi. Þau settust að á Bessastöðum. Þ´var þar smíðaður loptsalur hár og mikill upp af suðurstofunni gömlu, og hafði amtmaður þau hús, en fógeti hin eystri hús, er hann hafði smíða látið. (Vallaannáll, B. 1, bls. 409).

1688. Virt hús og kirkja á Bessastöðum, eptir grein úr hinu konunglega skipunarbréfi amtmanns af 3 sýslumönnum og 3 lögréttumönnum 11. Julii. (Vallaannáll, B. 1, bls. 410).

1688. Gjörður skans á Bessastöðum. (Sauðlauksdalsannáll, B. VI, bls. 396).

1690. Eiríkur Gíslason Álfssonar stal á Álptanesi. Var síðan strýktur og markaður, en litlu síðar brauzt hann inn í Hafnarfjarðarkaupmannsbúð, einn manna, braut þar upp hirzlur og kistur, og tók burt ýmsa hluti af góssi. Var þá smíðuð fangakista á Bessastöðum og Eiríkur í hana settur; sat hann þar fram um þing. (Vallaannáll, B. 1, bls. 412).

1690. Eiríki Gíslasyni, er sat í fangakistunni á Bessastöðum, var vægt upp á lífið, en dæmd tvö húðlát, hið seinna næst lífi; fór hann að þeim út teknum vestur undir Jökul, stal þar stórtöku, og var svo hengdur veturinn eptir. (Vallaannáll, B. 1, bls. 413).

1690. Item skrifast, að 4 persónur á Bessastöðum hafi óðar orðið. (Eyrarannáll, B. III, bls. 360).

1690. Eiríkur Gíslason, Álfssonar, stal úr dönsku búðum í Hafnarfirði til 40 eða 50 vætta, tekinn og í Bessataða fangelsi settur; dæmt húðlát og mark. (Eyrarannáll, B. III, bls. 361).

1691. Hengdur maður fyrir stuld við Snæfellsjökul, hét Eiríkur Gíslason. Var áður fyrri settur í fangelsi á Bessastöðum, komst í Hafnarfjarðarbúðir, var þar tekinn og til Bessastaða hafður og í járn settur, strauk svo þaðan mönnum óvitandi, komst svo vestur og þar réttaður, sem fyrr segir. (Setbergsannáll, B. IV, bls. 132-133).

1692. Amtmaður og fógeti riðu snemma um vorið norður til Bæjar við Hrútafjörð og konur þeirra, og voru þar að kaupöli Laurits Hanssonar Skefving og Þórunnar Þorleifsdóttur lögmanns Kortssonar; riðu síðan suður aptur. Brúðkaup þeirra Laurits og Þórunnar var haldið á Bessastöðum 19. Junii, 4. sunnudag eptir trinitatis, allt til miðvikudags. Þar var margt góðra manna, innlendra og útlendra, og allvel veitt. (Vallaannáll, B. 1, bls. 419).

1694. Nýársnótt brann sjávarbúðin að Bessastöðum með því er í henni var af skipsplöggum. (Vallaannáll, B. 1, bls. 429).

1695. Nýársdagsnott brann sjóbúðin hjá Bessastöðum og þar inni farviður skipa og 3 ½ tjörutunna. (Fitjaannáll, B. II, bls. 316).

1695. Nýársnótt brann til kaldra kola sjávarbúðin á Bessastöðum, þar inni 3½ tunna tjöru, árar og keipar og margt annað. (Setbergsannáll, B. IV, bls. 139).

1699. Christian Müller, ennþá amtmaður, kom með kaupförum og sigldi aptur, setti í sinn stað Lauritz lögmann. Jens Jörgensson sat á Bessastöðum, tók landsgjöldin og veitti veraldleg lén. 4 menn danskir höfðu þá landsgjöld öll, vís og óvís, jafnvel hafnartolla, vogrek, festufé og Hellirár, að engu fráteknu, utan haukum. Sú var sögn manna, þeir allir skyldu gjalda kongi árlega fimmtíu þúsund, fjögur hunduruð þrjátíu og sex ríkisdali og fjóra skildinga. (Hestsannáll, B. II, bls. 547).

1700. 28. Maii, þriðjudag, meðan skipið lá enn hér við land, varð sá atburður, að Jón Jónsson fálkameistari kongsins, íslenzkur að ætt og uppruna, af Álptanesi, er hér hafði verið 2 ár áður í þeirri sýslan, fór upp úr Hólminum að Hlíðarhúsasandi, ásamt öðrum Dönskum þaðan. Hann hafði með sér byssu hlaðna, og er þeir fóru á land hljóp byssan af fyrir þeim, er hana tók upp, af því hann gáði ekki, að hún var hlaðin; kom skotið í fót Jóni; var hann síðan færður suður til Bessastaða, lifði 3 nætur við harmkvæli og deyði síðan, jarðsettur að Bessastöðum. (Vallaannáll, B. 1, bls. 438).

1700. Íslenzkur maður Jón, giptur í Kaupenhafn, orðinn kongsins falkoneur, var hingað sendur til að taka við kóngsins fálkum, dó um sumarið á Bessastöðum af því tilefni, að byssa hans hlaðin hljóp af óvarlega á fót hans fyrir ofan hnéð og tók í sundur. (Fitjaannáll, B. II, bls. 338).

1700. Kongsins fálkameistari varð fyrir sinni eigin byssu, steyttri óvarlega, í Hólmi suður, dó innan fárra daga. (Hestsannáll, B. II, bls. 549).

1700. Einninn á þessu sumri skaut sig óvarlega í hel kongsins fálkameistari á Bessastöðum, Jón Falkener, sem hingað sendur var fálka að meðtaka, hver eð kom við lás á steyttri byssu, er í skipinu lá, er í land fara ætlaði, er þá af hljóp í hans búk eður lær, hvar af hann dó nokkrum dögum síðar. (Eyrarannáll, B. III, bls. 409).

1700. Á sama ári kom á mikið veður með fjúki laugardaginn fyrir páska. Varð þá harður páskadagur með áköfu norðan fjúki allan þann dag og frostmiklum vindi. Hraktist þá fé. Laskaðist glugginn á Bessastaðakirkjukór. (Setbergsannáll, B. IV, bls. 160).

1700. Íslenskur fálkameistari kom út, Jón að nafni, uppalinn og til kominn á Álftanesi. Hann var Jónsson, bróðir Sigurðar Jónssonar í Sviðholti, er var hreppstjóri. Hann var þá orðinn innlendur í Kaupinhafn og giftur. Hann fór óvarlega með byssu sína, svo hún steytt hljóp af og tók í sundur fótinn fyrir neðan hnéð. Hann dó litlu síðar á Bessastöðum og liggur þar grafinn. (Setbergsannáll, B. IV, bls. 161).

1702. Forpaktaranna fullmektugur Jens Jörgensen, sökum skulda, var á þessu sumri afsettur Bessastaðaráðum, en Páll Beyer aptur innsettur. (Eyrarannáll, B. III, bls. 418).

1703. Hraut enn við um stuldi sumstaðar á Suðurnesjum. Þótti mönnum sem þjófar mundu vera einhversstaðar uppi þar í fjöllunum, og fóru menn úr byggðinni að kanna þau, að skipan yfirvaldanna. 30 upp til Krýsuvíkur og 30 hið syðra til Reykjaness. Þessir fundu engan ávital til útilegumanna, en hinir tóku fastan Magnús Þórðarson, hjáleigumann í Krýsuvík, giptan. Lék á honum orðrómur allillur um þjófnað.  Var hann færður til Bessastaða og rannsakaður á Kópavogsþingi, vildi þó ekki meðkenna, það merkilegt væri, sagði, að kveldi fyr en leitarmenn komu til húsa hans, hefði þar komið maður nokkur með smjör í poka, og beðið sig húsa; hefði sá nefnt sig Björn eður Bjarna, en hann mundi ekki gerla, hvort heldur var, og verið þar um nóttina; hefði hann og m´moðir sín styrkt hann til að drepa því saman, en neytt svo af með honum, en kona sín komið þar hvergi nærri; fékk hún og betri vitnisburð. Var mönnum grunur á því, er þessu vildu nokkurn trúnað gefa, að þessi mundi vera Bjarni Valdason, bróðir Árna, er hengdur var hið fyrra árið. Lét Magnús hann hafa burt hlaupið, þá leitarmenn komu. Magnús slapp litlu síðar úr þjófakistunni á Bessastöðu, og annar þjófur með honum, er Guðmundur hét Ásgrímsson úr Flóa, og hafði færður verið af Strönd sunnan, er Páll Beyer var riðinn heiman í Hafnir suðr til að sjá frir hval þeim, er þar hafði rekið. (Vallaannáll, B. 1, bls. 460).

1703. Hringdi sér sjálf stóra klukkan á Bessastöðum á páskadaginn þrisvar. (Grímsstaðaannáll, B. III, bls. 525).

1703. Á Bessastöðum drukknuðu 3 menn danskir; þeir voru að fiska, en einn komst af. (Grímsstaðaannáll, B. III, bls. 525).

1703. Hringdi sér sjálf stóra klukkan á Bessastöðum á páskadagsmorguninn 3 högg. (Setbergsannáll, B. IV, bls. 177).

1707. Til ennþá frekari undirvísunar um mannfallið hér á Álftanesi vil ég það mannfall hér greina, sem begrafnir voru á konglegrar Majset. garði Bessastöðum frá 1. Septembris og til 27. Novembris 1707: Á Bessastöðum deyðu í bólunni: Páll Beyer yngri, sonur herra landfógetans Páls Beyers, Páll Bjarnason, Eiríkur Sigurðsson, Þorleifur Bjarnason, Guðrún Jónsdóttir. Þetta voru vinnuhjú á Bessastöðum. (Setbergsannáll, B. IV, bls. 198).

1710. Eptir alþing var hýddur á Bessastöðum Hemingur Guðmundsson úr Rangárþingi, sjötugur, fyrir guðsorða afrækt. (Vallaannáll, B. I, bls. 495).

1710. Á því sumri stóð alþing yfir í hálfan mánuð. Þá dæmdu um mál herra Sigurðar lögmanns amtmaðurinn, fullmektugur Páll Beyer á Bessastöðum, og vicelögmaðurinn, herra Jón Eyjólfsson, um sama gjörðan við Jón Hreggviðsson upp á hans landsvist hér, sem aldrei satt reyndist, með fleirum öðrum, og var þeim göfuga herra Sigurði lögmanni til eiðs dæmt hér fyrir, hvern eið hann sór, en Jón var dæmdur út á Bremenhólm og fór hvergi. Þá var óeiningarsamt alþing. (Setbergsannáll, B. IV, bls. 209).

1710. Þetta haust, nokkrum dögum eftir það kaupfarið í Hafnarfirði var burt siglt, kom um veturnætur hollenzkt skip (hér) í Hafnarfjörð að kvöldi dags, á hverju sagðir voru 70 manns, hvert skip að brákazt hafði og laskazt í ísnum með 2 skipum öðrum. Tóku þessir fólkið af öðru upp á sitt skip, sn það þriðja varð eftir í hafísnum. Þetta fólk var mjög máttdregið af matarskorti, og fékk herra landfógetinn, Páll Beyer á Bessastöðum, þeim 60 sauði tals og tvo eður 3 stórgripi. Þeir undu skip sitt upp á þurrt til aðgjörðar. Gengu margir menn af því skipi út um Álftanessveit sér matar að biðja. Höfðu þá ekki allir stóran skaða í kaupum og sölum íslenzkir, sem víxluðu við þessa bjargþrota menn. Þessir menn sigldu úr Hafnarfirði mánudaginn annan í vetri. Mælt var eftir þeim, að 19 vikur hefðu þeir fastir í hafísnum verið. (Setbergsannáll, B. IV, bls. 210).

1717. Kom út nýr landfógeti, að nafni Cornelíus Wulff, en Páll Beyer sigldi, að standa sinn reikning fyrir 1f0 ár, með konu og börn, og andaðist á útsiglingu; hafði sumum þótt hann drykkfeldur. (Mælifellsannáll, B. I, bls. 620).

1718. Þá hallaði túnaslætti komu skip á hverja höfn í kringum landið, og þá öll í einum flota frá Noregi, með fylgd varnarskips, sem hin fyrri sumur, vegna hættu af ófriði þeim, er ennþá var með Dönum og Svíum. Kom þá út á Keflavíkurskipi nýr amtmaður, hingað settur af konginum, að nafni Niels Furmann, Norðmaður einn, ungur og ógiptur, og settist hann á Bessastaði, og var hér eptir um veturinn, svo og fógetinn, er hér kom hið fyrra sumarið, og var þá enn á lífi hinn gamli amtmaður Christian Müller. (Vallaannáll, B. I, bls. 512).

1718. Kom út Fuhrman amtmaður. (Annáll Eggerts Ólafssonar, B. VI, bls. 497).

1720. Um þetta bil andaðist Guðmundur Þorleifsson hinn ríki í Brokey. Hann var son Þorleifs lögmanns Kortssonar. Hannes Scheving var systurson hans, og þá réttur erfingi, en Guðmundur hafði fengið kongsbréf fyrir að gefa allar eignir sínar amtmanni Níelsi Fuhrmann; hafði hann og komið því til leiðar við konu sína, Helgu Eggertsdóttur, áður hann dó, að gefa sinn hluta ogsvo til Fuhrmanns. (Mælifellsannáll, B. I, bls. 624).

1724. Nálægt Jónsmessu um sumarið dó á Bessastöðum jómfrú Appollonía Svartzkopf; þar um ei fleira. – Um veturinn áður, eptir jól á sunnudagskveld, hvarf þar 12 vetra gömul stúlka, hét Guðrún Björnsdóttir, tekin af amtmanninum til fósturs; fannst látin þar í tjörninni, hvað honum féll þunglega; var sómalega grafin. (Hítardalsannáll, B. II, bls. 597).

1724. Svartskoppe á Bessastöðum fær forgipt í graut, og deyr skömmu síðar, að sögn. (Hvammsannáll, B. II, bls. 694).

1724.  Á þessu sumri deyði Apollania Svartkopp á Bessastöðum, en hverninn hún dó veit eg ei; það var sú kvinna, sem amtmaðurinn Fuhrmann ekta átti, en var sagt, að ei hefði viljað; mæðgur tvær voru á Bessastöðum, danskar, hin yngri vildi eiga hann. (Grímsstaðaannáll, B. III, bls. 562).

1724. Það ár tilféll stórmælið á Bessastöðum suður, þanninn að ein eðal kvenpersóna, jungfrau Schwartzkopf, er árinu fyrr, 1723, út kom upp á eiginorð við amtmanninn Fuhrmann (að sögn manna), skyldi hafa af nokkurs konar forgiftugri fæðu andazt etc. Var í því máli yfirdómari tilskikkaður prófasturinn séra Þorleifur Arason að Breiðabólstað austur, sem og sýslumaðurinn Hákon Hannesson, og fóru fram eiðar í því máli etc. Sigldi svo amtmaður upp á þetta 1726. (Setbergsannáll, B. IV, bls. 340).

1725. Á því sumri var og þing haldið að Kópavogi suður, eptir skipun konungs, af Þorleifi prófasti Arasyni og sýslumanni Hákoni Hannessyni, um dauða Schwartzkopfu sálugu, sem verða vildi kærasta amtmanns Fuhrmanns. Var sumar ætlun, hún hefði af mannavöldum dáið. Stóð það þing yfir um heilar þrjár vikur. Voru þar svarnir yfir 30 eiðar fyrir sýslumanni Sigurði Sigurðssyni, og málið af honum útsent á 30 arkir skrifað. (Mælifellsannáll, B. 1, bls. 632-633).

1725. Þessi kongsbréf og missive auglýst á alþingi: … 6. Kom sérleg kongl. Majestets skikkan til prófastsins í Rangárþingi, séra Þorleifs Arasonar og sýslumanns Hákonar Hannessonar, að þeir, svosem commissarii skyldu rannsaka og dæma, hvort Apollonie Svartzkopf, sem á undanförnu ári dó á Bessastöðum, hefði verið fyrirfarið með eitri, en sýslumanninum í Árnessýslu, Sigurði Sigurðssyni, að vera sóknari málsins. Hér um héldu þeir langsamt þing um sumarið á Kópavogi, sem endaði þann 24. Octobris, jafnvel þótt málið fengi eigi til fulls sína endalykt í það sinn, þar commissariis samdi ekki í öllu, og vék því sýslumaðurinn Hákon, samt saksóknarinn, fyrri í burtu. En til þessa þings var stefnt landfógetanum Cornelius Wulf, vicellögmanninum Niels, hans kvinnu, öllu heimafólki á Bessastöðum (og) mörgum öðrum þar í kring, að vitna hvað þeir vissu eðaur heyrðu hér um. En til vitnisburðar áheyrslu amtmanninum, Niels Fuhrmann, og báðum þeim mæðgum Katharine Holm og hennar dóttur Karen Holm, Páll Kinch, þá arbeiðiskarl á Eyrarbakka, hafði vitnað um veturinn áður í Kaupenhafn og framborið þar sögn Appollonie Svartzkopfes, við hverja hann hafði talað hér á Bessastöðum, skömmu fyrir hennar dauða, kom eigi á þetta Kópavogsþing, þótt stefndur væri. Því dæmdi séra Þorleifur hann í straff á æru og peningum, amtmanninn öldungis saklausan fyrir þessu verki, þar einkis vitni sneyddi upp á hann, sömuleiðis mæðgurnar báðar fríar. Þessi stúlka, Appollonie Svartzkopf, hafði áður í Kaupenhafn klagað til amtmannsins, að brugðið hefði upp við sig eiginorði, og vann það mál, bæði fyrir consistorio og hæstarétti, svo hann skyldaðist til að ekta hana og tilhlýðilega að forsorga svo lengi, sem það frestaðist. Kom hún því hingað á Hólmsskipi fyrir fardaga Anno 1722, meinti geð hans kynni að mýkjast, en lúðurinn vildi eigi svo láta. Samt var hún á hans kost til þess hún deyði. Var sögð vel að sér, og lá mörgum hér í landi gott orð til hennar, sem við hana kynntust, þóttist og mega reiða sig upp á liðsinni góðs fólks í sínu landi. (Hítardalsannáll, B. II, bls. 604).

1726. Á þessu ári var biskup Mag. Jón Árnason skikkaður af kongl. Majest. þriðji commissarius í Svartzkopfsmáli, þar hinir fyrri urðu eigi samdóma í öllu. Þar um þingað aptur á Kópavogi um sumarið og nokkur fleiri vitni yfirheyrð; lenti við sama og hið fyrra árið, að eigi bevísaðist, það Svartzkopfe hefði verið með forgift fyrirkomið. Annars voru sumir vitnisburðirnir ófagrir upp á síðu Catharinæ Holm. (Hítardalsannáll, B. II, bls. 610)

1727. Sigldi með Stykkishólmsskipi Oddur Sigurðsson og studiosus Guðmundur Sigurðsson, item Benedix lögmaður og Fuhrmann upp á Svartskoppumál, sem var trúlofuð amtmanni, en deyði á Bessastöðum, sem grunað var af eitri. Amtmaður hafði þá kærri Karin Holm, sem menn meintu valda hinnar dauða. (Sauðlauksdalsannáll, B. VI, bls. 407).

1727. Sigldu Fuhrman, Wulf, Benedict lögmaður, Oddur Sigurðsson og Guðmundur Sigurðsson. Þá hafði staðið Svartskoppumál (Annáll Eggerts Ólafssonar, B. VI, bls. 499).

1728. Kom út amtmaður Fuhrmann og hafði látið úti 500 dali við bróður Schwartzkopfu sálugu, er hún átti í láni hjá honum. Þá sigldi líka Hólma kerling, sem margir héldu valdið hefði dauða Schvartzkpofu. (Mælifellsannáll, B. I, bls. 639).

1728. Amtmaður Fuhrmann kom út, hafði látið meira en 300 dali í Svartskoppe máli. (Hvammsannáll, B. II, bls. 701).

1728. Amtmaður Fuhrmann tapaði Svartskoppumáli fyrir hæstarétti, átti að betala Páli Kinch 300 rd., til vors frelsara kirkju 40 rd.,  til fógetans Wulf 50 rd. og erfingjar síra Þorleifs, sem var commissarius, til Páls Kinch 50 rd. Fuhrmann fékk kóngsbréf að gjöra stiftamtmanns vices á Íslandi. (Sauðlauksdalsannáll, B. VI, bls. 408).

1728. Gekk aftur fyrir hæstarétti dómur commissarior um Paul Kinck í Svartskoppumáli, er amtmaður sigldi upp á og tapaði. Fékk Fuhrman kóngsbréf að gera allar stiftamtmannsvices á Íslandi. (Annáll Eggerts Ólafssonar, B. VI, bls. 499).

1731. Matthías Juckumsson hýddur á Bessastöðum. (Annáll Eggerts Ólafssonar, B. VI, bls. 500).

1733. Herra amtmaður Níels Fuhrmann andaðist þann 28. Junii, og hafði gefið og tillagt jungfrúnni á Bessastöðum allar sínar eignir, meðan hún lifði. Fór hún að Núpi til lögmanns Magnúsar. (Mælifellsannáll, B. I, bls. 648).

1733. Þann fyrsta sunnudag í góu varð skiptapi í Lambastaðaröst fyrir Garði, í góðu veðri, skammt frá landi; fékk skipið 3 áföll í röstinni og forgekk með öllu, sem á því var: 16 men, 18 manna færur, margt af nýsmíðuðum árum, járnsaum og fleira öðru, sem fara átti til kongsskipanna á Stafnesi og annarsstaðar. Það var eitt af hinum stærri kongsskipum; fór frá Bessastöðum sama sunnudagsmorguninn, og ætlaði suður á Stafnes; hafði  þessi formaður samfleytt í 3 ár lagt í venju, að fara sjóleiðis sama sunnudag frá Bessastöðum suður á Stafnes. (Hítardalsannáll, B. II, bls. 655).

1733. Amtmaðurinn Niels Fuhrmann dó kristilega á Bessastöðum þann 19. Junii, seint á föstudag, 48 ára. Var grafinn í Bessastaðakór hjá höfuðsmanninum Páli Stígssyni dag… Lengstum heilsuveikur frá páskum. Var hér amtmaður 15 ár, og undir eins fullmektugur stiptamtmanna, hálærður, skarpvitugur, spakferðugur og lítillátur maður; vanséð hvað fljótt Íslendingar fá slíkan amtmann í mörgum greinum. (Hítardalsannáll, B. II, bls. 656).

1733. Nafnkenndir menn deyja: …Amtmaður herra Biels Fuhrmann; hann var greptraður að Bessastöðum 6. Julii. (Hvammsannáll, B. II, bls. 714).

1733. Deyðu þessir nafnkenndir: 1. Þann 19da Júnii Niels Fuhrmann, er hér hafði amtmaður verið  15 ár, grafinn í Bessastaðakirkju hjá höfuðsmanninum Páli Stígssyni. (Úr djáknannálum, B. VI, bls. 38).

1733. Amtmaður Fuhrman sýktist, gjörði testament, gaf bústýru sinni, jómfrú Hólm, allt sitt lausafé og ágóða allrar sinnar fasteignar hennar lífstíð, en fasteignin skyldi skiptast milli hans og hennar erfingja til helminga. Neytti hann síðast einasta vatns (eins og Guðmundur í Brokey) og dó eftir 5 vikna legu 18da Junii, grafinn 6ta Julii í þiljaðri gröf (eins og Kier), tjaldaðri með vaðmáli í tvöfaldri kistu klæddri svörtu klæði og settri látúnsskjöldum með engla og dauðra manna myndum. Sátu þar að máltíð 110 menn. (Sauðlauksdalsannáll, B. VI, bls. 412).

1733. Dó Fuhrman. Hans testament til jungfrú Holm. 110 menn borðsitjandi voru í erfi hans. (Annáll Eggerts Ólafssonar, B. VI, bls. 501).

1734. Þá sigldi og Karen Holm, til að fá konglega confirmationem upp á amtmanns sáluga Fuhrmanns testamentum til hennar á öllu hans lausagóssi, svo og á afgipt og umráðum yfir hans jarðagóssi hér í landi um hennar lífstíð, sem eptir hennar dag skyldi tilheyra hans bróðurs sáluga herra Thyge Fuhrmanns börnum eður lögerfingjum. (Hítardalsannáll, B. II, bls. 664).

1734. Ei var þá enn confirmerað Fuhrmans testament, því Svartskob heimti skuld vegna systur sinnar, að gefa henni sín hálf árslaun árlega eftir hæstaréttardómi. Lafrentz var um 60ugt; hann tók að sér Fuhrmanns arf um sinn sem skiptiforvaltari, en Holm sigldi. (Sauðlauksdalsannáll, B. VI, bls. 414).

1735. Á Hofsós kom út Piper, maður gömlu Hólmu, að sækja afgjald af jörðum amtmanns sáluga Fuhrmanns fyrir hönd jómfrúarinnar, hverri hann hafði gefið í testamenti allt sitt góss, fast og laust, meðan hún lfiði, og var það staðfest með konungsbréfi. Sigldi Piper á suðurskipum. (Mælifellsannáll, B. I, bls. 653).

1735. Testamentum amtmanns sáluga Fuhrmanns til jómfrúr Holm var confirmerað af kngl. Majestet. Hennar stjúpi, Joh. Fridr. Piper, kom út fyrir norðan, lét auctionera góssið að Bessastöðum; fór svo út með skipum mikið af Brokeyjargóssi Guðmundar sáluga Þorleifssonar, en Piper sigldi og landfógeti Luxthorph og studiosus Oddur Eiríksson, allir á Stykkishólmsskipi. (Hvammsannáll, B. II, bls. 718).

1735. Amtmanni Lafrentz boðið að sleppa arfi Fuhrmans við Magnús lögmann og Luxtorf. (Sauðlauksdalsannáll, B. VI, bls. 416).

1744. Þá deyði og amtmaðurinn á Bessastöðum, eptir sjálf jólin, Jóackim Heinreksson Lafrans, og var þar grafinn. (Grímsstaðaannáll, B. III, bls. 587).

1746. Dæmdir 3 þjófar á Bremerhólm; Jón Erlendsson, sem strauk eftir það úr fangelsi á Bessastöðum, og hafði oft áður undarlega úr fjötrum sloppið; Árni Grímsson og Ívar (nmgr.: Gíslason). Þessir voru síðan teknir af bændum í Bárðardal í einum hellir fram á Fjöllunum, var svo Ívar framsendur með Eyrarbakkaskipi. Árni strauk úr varðhaldi sýslumanns Skúla á Ökrum, en Jón var fluttur að Bessastöðum, hvar hann leið hengingardóm; stal að nýju, strauk og náðist vestur á Mýrum, fluttur að Bessastöðum, hvar hann án frekari process var hengdur 1747. (Úr djáknannálum, B. VI, bls. 65).

1747. Þá var hengdur þjófur í Garðahrauni frá Bessastöðum, Jón Elrendsson að nafni, er oftlega ahfði úr járnum sloppið og stolið þess á milli. (Ölfusvatnsannáll, B. IV, bls. 358).

1747. [Í framhaldi af þjófnaðarfrásögn] Annar, að nafni Jón Erlendsson, hafði stolið mest sunnan lands, var so þangað færður til landfógetans. Strauk so þessi þaðan aftur frá Bessastöðum, og landfógetinn Drese var dæmdur til að betala 60 lóð silfurs þar fyrir. Í miðlertíð hafði Jón þessi Erlendsson stolið úr krambúðum syðra, jafnvel rygtaðist um kirkjuþjófnað, en hann náðist aftur, og lét so landfógetinn án víðari prócess festa hann á gálgann.

Þetta mátti vel standast eftir hinum eldri lögum, en þá voru nýkomin þaug lög, að enginn skyldi hér af landi dæmast né af lífi takast utan eftir lögmannsdómi. (Íslands árbók (annáll Sveins lögmanns Sölvasonar á Munka-Þverá), B. V, bls. 17).

1749. Landfógetinn Christian Dres var af mörgum forklagaður þetta sumar, einninn fyrr, fyrir sinn drykkjuskap, gaf hvorki kvittatiur sumum, nema með langsemi; sama var og um fálkapeninga, allt með tregleika, og var síðan um eður seint um sumarið execuson hjá honum gerð, og hrökk þá hvergi nærri fyrir kongsins skuldir það hjá honum fannst. Sigldi hann svo með konu sína þetta sama sumar. (Grímsstaðaannáll, B. III, bls. 605).

1749. Niels Horrebow innsendur til Bessastaða að gjöra astronomiskar observationer. (Ketilsstaðaannáll, B. IV, bls. 405).

1749. Þjófur (nmgr.: Jón Jónsson) í Gullbringusýslu dæmdur 17da Maii af lögsagnaranum Guðna Sigurðarsyni til Bremerhólms fangelsis fyrir þrisvar framinn smáþjófnað og gripdeild úr Bessastaðakirkju í 4ða sinni; staðfest á alþingi 15da Júlii. (Úr djáknannálum, B. VI, bls. 72-73).

1749. Var hingað sendur danskur maður, Niels Horrebow, fyrr assessor í hæstarétti, hafði fyrir einhvörja yfirsjón flúið í Svíaríki, var þar gripinn og dæmdur frá æru og embætti og innsettur í fangelsi, en lausgefinn við krónprinsins fæðing; til að aðgæta veðráttufar og loftsverkanir hér. Hann hafði sitt aðsetur á Bessastöðum. (Úr djáknannálum, B. VI, bls. 73).

1749. Fógetinn Christjan Drese var afsettur fyrir drykkjuskap og órigtugheit í reikningum, hvar yfir embættismennirnir kvartað höfðu. Kassinn hjá honum, er átti að hafa 4900 rdli átti ei meir en 1500 rdli. Guðni (nmgr.: Sigurðsson) lögsagnari var þá settur í fógeta stað þar til annar virkilegur kæmi. (Úr djáknannálum, B. VI, bls. 73).

1749. Niels Horrebow kom út. Vinir hans komu því til vegar, að hann skyldi komast í náð aftur með þessari ferð, að observera physica, mathematica, já og civilia og fleira. (Sauðlauksdalsannáll, B. VI, bls. 427).

1749. Kom út Niels Horrebow til Íslands, var á Bessastöðum. (Annáll Eggerts Ólafssonar, B. VI, bls. 507).

1750. Þetta sumar (1750) sigldi amtmaðurinn Pingel, hans hústrú og börnin; var sagt, hann hefði kallaður verið út af konginum, jafnvel frá amtmannsdæminu, því að hans kona fékk hér ekki rétt gott orð; hún var haldin nokkuð stór í geðinu. Margir menn höfðu bæði skenkt honum og lánað peninga. (Grímsstaðaannáll, B. III, bls. 613).

1750. Stjörnumeistari Horrebow, sem verið hafði tvo eða þrjá vetur hér á landi á Bessastöðum syðra og hefur gjört mikið og langt skrif um Ísland, þrykkt í Kaupinhafn, sigldi nú aftur. (Höskuldsstaðaannáll, B. IV, bls. 489).

1751. Maður deyði niður um ís í Skerjafirði, sendur að Skildinganesi frá Bessastöðum. (Ölfusvatnsannáll, B. IV, bls. 366).

1751. Sama ár flutti landfógetinn sig frá Bessastöðum til Viðeyjar. Skyldi þar nú vera eitt staðfast landfógetasæti og uppfærast eitt megtugt steinhús af grunnmúr upp á konglegan kostnað. (Íslands árbók (annáll Sveins lögmanns Sölvasonar á Munka-Þverá), B. V, bls. 27).

1751. Horrebow hafði verið á Bessastöðum með Skúla um veturinn; hafði hann sent til lærða societæts ýmsar sögur um sínar observationes og var nú að rita bók sína móti Andersyni, en hönum var þetta ár skipað að fara úr Íslandi, því kóngur bauð með bréfi þann 23ja Aprilis þeim Eggert Ólafssyni og Bjarna Pálssyni að fara til Íslands að reisa yfir land allt, senda til lærða societæts allar observationes, er vera kynnu kónginum og landinu til landsins gangs og hætta ei við, fyrr en allt landið væri yfirskoðað.

Horrebow sigldi þetta haust og Skúli Magnússon, sem hafði nú ærin framvörp fyrir stafni. (Sauðlauksdalsannáll, B. VI, bls. 430-431).

1751. Varð Otto Mandrup Rantzou stiftamtmaður yfir Íslandi í stað Oksens, sem deyði gamlaður mjög. Hann var velviljaður Íslendingum, en Pingel amtmaður fjölgaði nú skuldum hjá öllum, inn- og útlendum, helzt compagnie. Gjörðu kaupmenn samband handa hönum. Mælt var hann talaði hæðilega um Íslandsmenn í Höfn, helzt við þá, er voru af compagnies hyski; það var mest um óþrifnað þeirra. Þetta bætti ei um fyrir hönum með skuldunum og síra Guðlaugs máli. Þau hjónin brúkuðu Bessastaðakirkju fyrir hesthús og svínabæli, glerglugga til kálgarðs, en fjalir til eldiviðar. Hann sókti um annað brauð og etatsraadtitil, en fékk ekki. (Sauðlauksdalsannáll, B. VI, bls. 432).

1751. Kom kóngsbréf um þá Eggert Ólafsson og Bjarna að reisa yfir Ísland, en Horrebow var afturkallaður; sigldi hann um haustið. (Annáll Eggerts Ólafssonar, B. VI, bls. 508).

1757. Þennan vetur og vor gekk sárasóttin syðra. Í fyrra kom hún alvarlega upp í Reykjavík og höfðu menn lengi brosað að þeim aðeins, er hún á kom, þó sumir væri saklausir og því síður óttuðust hana eða fyrirmenn tilhlutazt að varna so skæðum sjúkdómi. Til allrar lukku var þá Bjarni Pálsson nærri, sem sá, hvað við lá, og sýndi það amtmanni og viðkomendum. Fóru menn þá að vakna, var hið sjúka fólk fært að Bessastöðum, er þá voru í eyði. Þeir voru til þess brúkaðir að taka við þessum hroða; kóngur hafði léð interessentum húsin. Hannes Hákonarson, læknir af Akranesi, var tekinn að vakta þetta hyski og lækna það eftir fyrirsögn Bjarna. Þetta ár varð annarstaðar á landi vart við, að þessi vondi kvilli hefði sér niður stungið, og guldu þess nokkrir saklausir menn; hann var fyrst innkominn með því danska fólki, sem kom til klæðaverksins. (Sauðlauksdalsannáll, B. VI, bls. 446).

1759. Kom út beskikkun frá kongi, að allir jarðeigendur hér á landi gjalda skyldu tukthústoll; hann skyldu sýslumenn innkalla og færa til Bessastaða. (Grímsstaðaannáll, B. III, bls. 639-640).

1759. 8 drengir sigldu að kongsins forlagi til að læra timburverk, að höggva stein og gjöra múr. Þá var verið að brjóta berg í Fossvogi og flytja til Bessastaða í byggingu þar. (Nmgr.: Bessastaðastofu, sem reist var á árunum 1760-1765). (Ölfusvatnsannáll, B. IV, bls. 380).

1759. Hér að auk er sá margfaldi umkostnaður og peningar, sem sá hæstnefndi konungur hefur gefið til þeirra nýju múrbygginga í Viðey, Bessastöðum, Seltjarnarnesi etc. og til þeirra nýju embætta, svo sem landphysicum og annarra, hverra summu eins og sérhvers eg hefi ekki séð ljóst ritaða. (Höskuldsstaðaannáll, B. IV, bls. 509).

1759. Á þessu sumri voru múrstofur byggðar á kóngs kostnað á Nesi við Seltjörn, Viðeyju og á Bessastöðum, og amtmanni Magnúsi boðið þangað að fara, sem þó dróst undan. (Úr djáknannálum, B. VI, bls. 118).

1760. Var herra Bjarni Pálsson allranáðugast tilsettur að vera landphysicus á Íslandi; hann skyldi hafa frí bústað, 300 rd. laun, 200 rd. til medicamenta innkaups og 150 rixd. til að kaupa með instrumenta til þessa. Var nú ogso farið að byggja múrhús og þar í apothek til þessarar innréttingar á Nesi við Seltjörn, en meðan það var í byggingu, hélt hann til á Bessastöðum. (Vatnsfjarðarannáll yngsti, B. V, bls. 336).

1760. Bjarni Pálsson varð nú landlæknir á Íslandi, hans embættisbréf útgefið 18da Martii þetta ár. Settist hann að á Bessastöðum… (Úr djáknannálum, B. VI, bls. 119).

1761. Dugga kom syðra, sem færði hingað timbur og stein til Bessastaða. Með henni barst hingað, gott árferði að utanlands væri, nefnilega upp á kornvöxt og nýtingu á því. (Grímsstaðaannáll, B. III, bls. 645).

1761. Steinhúsabyggingar á Bessastöðum og Seltjarnarnesi fyrirteknar og tveir múrmeistarar þar til innkomnir. (Höskuldsstaðaannáll, B. IV, bls. 512).

1763. Flutti hr. landphysicus Bjarni Pálsson sig frá Bessastöðum að Nesi við Seltjörn, hvar búið var að byggja múrhús og apothek hönum til íbúðar. (Vatnsfjarðarannáll yngsti, B. V, bls. 343).

1764. Fékk herra Ólafur Stefánsson kónglegt bestallingsbréf fyrir amtmannsembætti á Íslandi eftir tengdaföður sinn, herra amtmann Magnús Gíslason, og í miðlertíð að vera hönum í embættinu adjugeraður. Fluttu herrar amtmennirnir sig að Bessastöðum, hvar búið var að byggja þeim múrhús til íbúðar. (Nmgr.: Þeir fluttust til Bessastaða árið 1766). (Vatnsfjarðarannáll yngsti, B. V, bls. 344).

1764. Íslenzkur gartner kom út þetta sumar með viðarplöntur etc.; er hann á vist með landphysico. Líka kom stúdent nokkur, sendur af konungi, botanicus og teiknari með hönum, sem reisa eiga um landið til urtasafns; voru á Bessastöðum um veturinn. (Sauðlauksdalsannáll, B. VI, bls. 463).

1766. Sálaðist í Augustmánuði frú Þórunn Guðmundsdóttir, hústrú hr. amtmanns Magnúsar Gíslasonar, 74 ára að aldri, sem á sama sumri hafði nýflutt frá Leirá til Bessastaða, hafði almannaorð fyrir kvengæzku og góðgjörðir. Í sama mánuði [október] sálaðist hr. Magnús Gíslason, sá fyrsti íslenzkur amtmaður hjá oss, en hafði áður verið landþingskrifari í nokkur ár, síðan lögmaður sunnan og austan í mörg ár, áður hann kom til að klæða þennan póst.

Að skrifa hér um hans personalia væri að sönnu vel vert, en er þó ei siðvenja að færa slíkt í annál, og þar hjá er væntanlegt, að hans lífssaga muni á prent verða út gefin. En í stuttu máli að segja, þá so sem hann að embætti og metorðum var umfram aðra menn hér, so var hann eins að allri atgjörvi, og þar hann var orðinn hinn ríkasti maður hér innan lands að eignum og inntektum, so var hann hinn mesti höfðingi að gestrisni og góðgjörðum, bæði heima hjá sér og á alþingi, og lét sitt borð opið standa hvörjum, er þiggja vildi, og þó hann kynni so vel til laga sem þeir, er bezt vita, gjörði hann sig ekki að nokkrum málafylgismanni í dómum og réttargangi, heldur stundaði að lempa so mál manna, að hvörjum skyldi verða sem minnstur skaði og óvirðing að. (Íslands árbók (annáll Sveins lögmanns Sölvasonar á Munka-Þverá), B. V, bls. 55-56).

1766. Sama ár burtkölluðust þessir yfir- og meiri háttar menn á Íslandi: …b) sú háeðla og stórdyggðauðuga höfðingsfrú Þórunn Guðmundsdóttir, herra amtmannsins Magnúsar Gíslasonar egtafrú, deyði á Bessastöðum 9. Augusti, báðar alkenndar að mesta höfðingsskap, guðhræðslu og góðgjörðum, og síðan c) sjálfur herra amtmaðurinn Magnús Gíslason þann 3. Novembr. á Bessastöðum, einn hinn mesti höfðingi, sem landið hefur nokkurn tíma haft, og fyrsti íslenzkur amtmaður;… (Vatnsfjarðarannáll yngsti, B. V, bls. 349).

1766. Þann 3ja 9bris deyði Magnús amtmaður, en var grafinn þann 20ta ejusdem í þiljaðri gröf í Bessastaðakirkju; þá gröf hafði hann um sumarið gjöra látið, er frú Þórunn deyði. 5 voru silfurskildir á kistu herra Magnúss eins og áður konu hans. Þá var mágur hans, herra Finnur, vanheill, og gat hann því ei komið að standa yfir greftri hans. (Sauðlauksdalsannáll, B. VI, bls. 468).

1774. Sáðverkið á Bessastöðum hjá stiftamtmanni Thodal skal vel hafa artazt á þessu sumri, bygg, hafrar og akrtöflru. Af byggi innsafnað fimm tunnum, að auk það sem fokið hefur etc. (Höskuldsstaðaannáll, B. IV, bls. 554).

1775. Herra stiftamtmaður skrifaði nú í ár til próföstum og sýslumönnum á landinu að gefa eitt skrif til sín um ásigkomulag jarða hér á landi, hverrar einnar fyrir sig, hvað flestir gjörðu, þó fáeinir afsökuðu sig það kauplaust að gjöra. Prófastar og sýslumenn skrifuðu prestum hreppstjórum þetta verk að vinna. En til hvers herra amtmaður Thodal þetta byrjaði, vita menn ei, halda nokkrir til sáðverks, þar litur á moldu og art jarðarinnar var rannsakað. (Húnvetnskur annáll, B. IV, bls. 636-637).

1776. Amtmaður Ólafur fékk frá Landhusholdingsselskapi gullmedalíu fyrir túngarðahlöðslu á Bessastöðum og Sviðholti, item garveriet; landfógeti aðra medalliu af silfri fyrir tartufflurækt í Viðey. (Sauðlauksdalsannáll, B. VI, bls. 481).

1779. Kom ogso inn nýr observator í Ísland, hr. Rasmus Liewog, og hafði fengið meiri instrumenta en hinn fyrri. Var þá og farið að byggja observatorium á kóngsjörðunni Lambhúsum skammt frá Bessastöðum. (Vatnsfjarðarannáll yngsti, B. V, bls. 393).

Forsetabíllinn R-1

Embætti forseta Íslands varðveitir uppgerðan bíl af gerðinni Packard One-Eighty, árg. 1942. Embættið eignaðist hann árið 1945 og hann var í notkun þess um nokkurra ára skeið þar til hann var loks seldur. Löngu síðar fannst bíllinn nær ónýtur en ákveðið var að ráðast í að gera hann upp í samstarfi Þjóðminjasafnsins og embættis forseta. Það var þrautin þyngri, því boddíbreyting var gerð á bílgerðinni aðeins þetta eina ár og því örðugt að fá íhluti. Endurbyggingin tók allmörg ár en henni tókst að ljúka þrátt fyrir margháttaða örðugleika meðan á henni stóð. Bíllinn er með skráningarnúmerið R-1 eins og upphaflega. Númersplatan er af mjög sérstakri gerð og R-ið stendur fyrir „Ríkisstjóri“.

Bíllinn er með 8 cylindra línuvél og hann er af lengri gerð, en tvær stærðir voru í boði. Sagan segir að sárafáir slíkir séu til í nothæfu ástandi í heiminum í dag. Hér er því um sérstakan dýrgrip að ræða – enda er hann meðhöndlaður sem slíkur.

Ljósm. Júlíus Ó. Einarsson, 17. júní 2010

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s