Forsetabíllinn R-1

This image has an empty alt attribute; its file name is bessastadir-034.jpg

Embætti forseta Íslands varðveitir uppgerðan bíl af gerðinni Packard One-Eighty, árg. 1942. Embættið eignaðist hann árið 1945 og hann var í notkun þess um nokkurra ára skeið þar til hann var loks seldur. Löngu síðar fannst bíllinn nær ónýtur en ákveðið var að ráðast í að gera hann upp í samstarfi Þjóðminjasafnsins og embættis forseta. Það var þrautin þyngri, því boddíbreyting var gerð á bílgerðinni aðeins þetta eina ár og því örðugt að fá íhluti. Endurbyggingin tók allmörg ár en henni tókst að ljúka þrátt fyrir margháttaða örðugleika meðan á henni stóð. Bíllinn er með skráningarnúmerið R-1 eins og upphaflega. Númersplatan er af mjög sérstakri gerð og R-ið stendur fyrir „Ríkisstjóri“.

Bíllinn er með 8 cylindra línuvél og hann er af lengri gerð, en tvær stærðir voru í boði. Sagan segir að sárafáir slíkir séu til í nothæfu ástandi í heiminum í dag. Hér er því um sérstakan dýrgrip að ræða – enda er hann meðhöndlaður sem slíkur.

Ljósm. Júlíus Ó. Einarsson, 17. júní 2010

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s