Efni síðunnar er fjölbreytt; ritgerðir, greinastúfar og skönnuð rit m.a. Slóðin á síðuna (icesave.org) á að vera lýsandi. Fyrri liðurinn (ice) vísar til þess að efnið er íslenskt í megindráttum. Síðari liðurinn (save) táknar að það sé varðveitt og því forðað frá gleymsku (sbr. þessar skilgreiningar orðabóka: „To prevent the waste or loss of; conserve“ og „To preserve from harm or loss“).
Eigandi síðunnar og ábyrgðarmaður er Júlíus Ó. Einarsson. Hann er höfundur efnis á síðunni nema annars sé sérstaklega getið. Athugasemdir, ábendingar og leiðréttingar eru vel þegnar á netfangið julius@icesave.org