Steinsnar. Landmótun trölla í sögnum
Með þessari ritgerð (hlekkur hér fyrir ofan) eru tekin til rannsóknar þau áhrif sem tröll hafa á mótun landsins, samkvæmt sögnum. Gerð er grein fyrir því hvað „tröll“ er og hvernig ummerki um þessa dularfullu vætti standa allt frá í forneskju og eru jafnvel enn sýnileg núlifandi mönnum í formi steina og kletta. Samkvæmt sögnunum hafa tröllin skilið eftir sig sýnileg ummerki með tvennum hætti; þau hafa ýmist steinrunnið sjálf eða viðhaft jarðrask, svo sem með því að kasta steinum og björgum, oft um langan veg.
Íslenskar sagnir eru skoðaðar í þessu tilliti og þær eru bornar saman við norrænar og
breskar sagnir af svipuðum meiði. Þannig er kannaður skyldleiki milli menningarheima í viðkomandi löndum og að auki velt vöngum yfir því hver kunni að vera ástæða þess að
sögur hafa verið sagðar af landmótandi tröllum. Í þessu skyni er jafnframt stuðst við
greinar og rit fræðimanna um efnið.